Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 2.–4. desember 201410 Fréttir F járfestirinn Einar Sveinsson og fjölskylda hans hafa byggt aftur upp viðskiptaveldi á Ís­ landi í kjölfar íslenska efna­ hagshrunsins. Fyrirtækin sem þau eiga í eru kannski ekki af sömu stærðargráðu og fyrir hrunið 2008 en þá áttu Einar og Benedikt bróðir hans meðal annars um tíma stóra hluti í Sjóvá, Íslandsbanka, N1 og Icelandair en samt er um að ræða mjög traust fyrirtæki í nokkrum til­ fellum. Í síðustu viku var greint frá því að félag í eigu Einars og sonar hans Benedikts hefði keypt um 5 prósenta hlut í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun í gegnum félagið P 126 ehf. Það félag er svo aftur í eigu félags í Lúxemborg sem heitir Charamino Holdings Limited sem skráð er á Kýpur. Þetta félag, P 126 ehf., á einnig ríflega 5 prósenta hlut í móð­ urfélagi rútufyrirtækjanna Reykjavík Excursions og Kynnisferða en fjöl­ skyldur þeirra Einars og Benedikts eiga þessi fyrirtæki í gegnum félagið Alfa hf. DV greindi frá því í nóvem­ ber síðastliðnum að rútufyrirtækin tvö hefðu skilað samtals 240 milljóna króna hagnaði í fyrra. Rútufyrirtækin tvö eru þau langstærstu á markaðn­ um á Íslandi. Vitneskjan um söluna Tengsl Einars og Benedikts við Bjarna Benediktsson, formann Sjálf­ stæðisflokksins og fjármálaráðherra, hafa verið rædd í tengslum við frétt­ ir af kaupum félags þeirra í Borgun. Forsendan fyrir síkum kenningum er eignarhald íslenska ríkisins á Lands­ bankanum og sú staðreynd að ríkið er með stjórnarmenn í bankanum. Kenningar um meinta spillingu í tengslum við söluna verða þó að telj­ ast hæpnar þar til og ef frekari upp­ lýsingar koma fram um viðskiptin. Fram hefur komið að Lands­ bankinn hafi ekki talið sig geta sett ríflega 31 prósents hlut sinn í Borg­ un í söluferli vegna þess að bankinn búi ekki yfir nægjanlega greinargóð­ um upplýsingum um rekstur fyrir­ tækisins til þess að slíkt sé mögu­ legt. Samkeppniseftirlitið meinaði Landsbankum aðgang að ítarlegum upplýsingum um starfsemi Borg­ unar í ljósi samkeppnissjónarmiða og má sjá að aðgangur bankans að upplýsingum um rekstur þess sé sá sami og allara annarra í samfé­ laginu. Ástæðan er samkeppnis­ sjónarmið en stærsti hluthafi Borg­ unar er Íslandsbanki, annar helsti samkeppnisaðili Landsbankans. Á endanum var það svo Samkeppnis­ eftirlitið sem knúði á um söluna þar sem stofnunin taldi ekki æskilegt að greiðslumiðlunarfyrirtæki væri í eigu meira en eins fjármálafyr­ irtækis. Hvernig nákvæmlega það gerðist að hluthafahópur­ inn sem keypti hlut Lands­ bankans í Borgun frétti af því að hluturinn væri til sölu liggur ekki fyrir. Sölu­ ferlið á hlutnum var ekki opið og áhugi Landsbank­ ans á því að selja hlutinn var ekki gerður opinber með formlegum hætti, til dæmis með auglýs­ ingu. Líklegast má því telja að kaupendurnir hafi einfaldlega „frétt“ af áhuga Landsbankans á að selja hlutinn. Eiga þriðju skoðunarstöðina Hluturinn í Borgun bætist við áður­ nefnd hlutabréf sem Einar og fjöl­ skylda hans eiga í áðurnefndum rútufyrirtækjum. Þá á félagið Alfa hf., móðurfélag rútufyrirtækjanna tveggja, einnig meirihluta í bifreiðaskoðunarfyr­ irtækinu Tékklandi sem er þriðja stærsta bifreiðarskoðunarstöð landsins á eftir Frumherja og Aðal­ skoðun. Tékkland var stofnað árið 2009 og er því nýlegt fyrirtæki sem á í samkeppni við tvö stærri fyrirtæki. Skoðunarfyrir­ tækið skilaði rúmlega 11 milljóna króna hagnaði í fyrra. Þá á P 126 ehf. rúmlega 3 prósenta hlut í tæknifyrirtækinu Nýherja. Einar átti hins vegar stærri hlut í því félagi sem hann seldi til Landsbankans í fyrra. P 126 ehf. á einnig tæplega 40 prósenta hlut í tæknifyritækinu Tæknivörur ehf. í Kópavogi. Meirihlutaeigandi þess fyrirtækis er Jón Benediktsson, bróðir Bjarna Benediktssonar. Stöndugt félag Félagið sem heldur utan um hlut Einars og fjölskyldu í Borgun stendur ákaflega vel samkvæmt ársreikningi þess. Það skilaði tæplega 22 milljóna króna hagnaði í fyrra og er með já­ kvæða eiginfjárstöðu upp á á nærri 963 milljónir króna. Fyrir­ tækið hefur því ráðrúm til frekari fjárfestingar auk þeirra viðskipta sem það hefur nú þegar ráðist í í Borgun, Tæknivörum og Nýherja. Einar Sveinsson og fjölskylda eru því sannarlega aft­ ur orðin umsvifa­ mikil í íslensku viðskiptalífi þó fjárfestingarn­ ar séu ekki af sömu stærðargráðu og áður. n Byggja aftur upp viðskiptaveldi Einar Sveinsson og fjölskylda hans eiga í Kynnisferðum, Nýherja, Tæknivörum og Tékklandi „Kenningar um meinta spill- ingu í tengslum við söluna verða þó að telj- ast hæpnar þar til og ef frekari upplýsingar koma fram um viðskiptin. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Umdeild viðskipti Kaup félags Einars Sveinssonar á hlutabréfum í greiðslumiðlun- arfyrirtækinu Borgun hafa ver- ið til umfjöllunar síðustu daga. Félagið á hlutabréf í nokkrum fyrirtækjum til viðbótar. Salan tortryggð Salan á Borgun hefur verið tortryggð vegna tengsla Einars Sveinssonar við Bjarna Benediktsson en ekkert hefur komið fram sem sýnir fram á spillingu í tengslum við söluna. Óverjandi og mótsagna- kennd krafa Farmanna­ og fiskimannasam­ bands Íslands ályktaði á fundi sínum um helgina um hin ýmsu mál. Þar á meðal kjaramál sjó­ manna en í ályktun sambands­ ins segir að „… kröfur LÍÚ (SFS) um kjaraskerðingu á hendur sjómönnum séu óverjandi og í algjörri mótsögn við einstaklega góða rekstrarafkomu sjávarút­ vegsfyrirtækja.“ Í samtali við RÚV sagði Árni Bjarnason, forseti sam­ bandsins, kröfurnar vera „út úr kortinu“. „Árið 2009 voru skuld­ ir útgerðarinnar 340 milljörð­ um umfram útflutningstekjur þess árs,“ sagði Árni í samtali við RÚV. „Áætlun gerir ráð fyrir að í ár verði sama staða 57 milljarð­ ar sem útgerðin skuldar. Þannig að á þessu árabili hafa skuldir útgerðar á móti útflutningstekj­ um lækkað um 280 milljarða, þannig að ég sé ekki neinar forsendur fyrir því að vera með þessar gríðarlegu kröfur sem raun ber vitni.“ Kjarasamningar sjómanna hafa nú verið lausir í fjögur ár en sambandið segir kröfur LÍÚ margra ára gamlar og ekki í ein­ um takti við þær aðstæður sem séu í greininni núna. Á fundinum gerði sam­ bandið fleiri ályktanir. Meðal annars um hvalveiðar en sam­ bandið „Lýsir yfir afdráttarlaus­ um stuðningi við hvalveiðar og varar eindregið við vanmati á þeim áhrifum sem afrán hval­ stofna hefur á þá nytjastofna sem mesta þýðingu hafa.“ Þá beinir sambandið því til Samkeppnisstofu að skoða hvort sala og verðlagn­ ing á fiski í beinum viðskipt­ um milli skyldra aðila standist samkeppnislög. „Vaxandi brögð eru á því að fiskmarkaðir annist bein við­ skipti milli óskyldra aðila í gegnum fiskmarkaði, öllu jöfnu á svipuðu verði og í gangi eru á uppboðsmarkaði. Sá gríðarlegi mismunur á verðlagningu sem fram kemur á milli þessara mis­ munandi ráðstöfunaraðferða getur vart verið forsvaranlegur,“ segir í ályktuninni. Grímur Grallari, Hafnargötu 90, 205 Keflavík, Sími: 422 7722 Verið velkominn! Vorum að opna nýtt kaffi og veitingahús Grallarinn Opið 11:00-21:00 Mánudaga til Fimmtudaga 11:00-01:00 Föstudag 16:00-01:00 Laugardag 16:00-21:00 Sunnudag Pizza hlaðborð í hádeginu alla virka daga frá 11:30-13:30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.