Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 2.–4. desember 201428 Lífsstíll Fullnæging læknar þig Næst þegar þú finnur fyrir verkj­ um og langar mest að hvolfa í þig verkjatöflum prófaðu þá aðra og skemmtilegri aðferð. Samkvæmt fjölda rannsókna er fullnæging „kraftaverkalausn“ að heilbrigði og jafnvægi. Höfuðverkur Næst þegar þú þjáist af hausverk teygðu þig þá í makann í stað lyfja­ skápsins. Samkvæmt rannsókn frá 2013, sem birtist í tímartinu Cephalalgia, minnkar hausverkur við fullnægingu alveg sama hver bólfélaginn er, kynlífstelling eða hvers kyns ástarleikur, svo lengi sem þú færð fullnægingu. Hiksti Langvarandi hiksti getur haft slæm áhrif á andlegu heilsuna. Í rannsókn frá árinu 2000, sem birtist í tímaritinu Canadian Family Physician, getur full­ næging læknað þig af langvinn­ um pirrandi hiksta. Morgunógleði Kynlíf orsakaði morgunógleðina en kynlíf getur einnig læknað hana. Allavega ef marka má sál­ fræðinginn Gordon Gallup við Suny­Al­ bany­háskólann í Bandaríkjun­ um. Í rannsókn­ um Gallup frá 2012 kemur fram að sæði hins verðandi föður geti læknað morgunógleðina. Lík­ ami konunnar reynir að losa sig við hið frjóvgaða egg með upp­ köstum en ef hún kyngir sæðinu byggir líkami hennar upp þol gagnvart því. Túrverkir Þegar kona fær fullnægingu eykst blóðflæði hennar sem skilar sér í minni túrverkjum. Bandaríski kynlífsfræðingurinn Judith Golden hvetur konur sem ekki vilja stunda kynlíf þegar þær eru á blæðingum og fullnægja sér sjálfar. Þ etta hefur mikla þýðingu fyrir okkur og er mikilvægt í allri þessari vöruþróun sem við erum í, sem er kostnaðarsöm,“ segir Guðmundur Jörundsson, yfir­ hönnuður hjá fatamerkinu JÖR, en fyrirtækið fékk í síðustu viku 1,5 millj­ óna króna styrk frá Hönnunarsjóði Auroru til hönnunar á haustlínu fyr­ irtækisins og til kynningar og mark­ aðssetningar vörumerkisins erlendis. „Við erum að hefja sókn erlendis og þetta er frábært til þess. Það er ekki mikið um styrki en þetta er mjög snið­ ugt hjá Aurora því þau fylgja verkefn­ unum eftir. Við fengum til að mynda líka styrk frá þeim fyrir ári. Það er gott fyrir bransann að einhver merki nái í gegn erlendis.“ Hönnun á línunni er hafin og verður hún frumsýnd á Reykjavík Fashion Festival í mars á næsta ári, að sögn Guðmundar. „Við stefnum á Evrópumarkað og þá aðallega Bretland. Við erum komin með ákveðið tengslanet þar sem skýrist betur á næsta ári. Stefn­ an núna er fyrst og fremst að komast inn í lykilverslanir sem verður flott fyrir okkur að vera inni í til að byrja með. Í framhaldinu verður svo hægt að fókusa þetta betur eftir markaðs­ svæðum.“ JÖR var stofnað árið 2012 af þeim Guðmundi og Gunnari Erni Petersen, lögfræðingi og framkvæmdastjóra, og hefur hönnunin lagst vel í Íslendinga. Í upphafi var eingöngu um karl­ mannsfatnað að ræða en fyrirtækið hannar nú einnig kvenfatnað. n solrun@dv.is JÖR hefur sókn erlendis Fékk styrk frá Hönnunarsjóði Aurora til verkefnisins Í útrás Guðmundur segir fyrirtækið stefna á Evrópumarkað, þá aðallega Bretland. Þ egar þú gengur í gegnum skilnað virðast allir og amma þeirra hafa skoðun á mál­ inu. Þú færð spurningar eins og hvort þú hafir ígrundað þetta nógu vel þegar sannleikurinn er sá að þú hefur ekki leitt hugann að neinu öðru síðustu mánuðina en hvernig skilnaðurinn muni koma niður á fjölskyldunni. Samkvæmt lesendum tímaritsins Huffington Post getur enginn sett sig spor þess sem gengur í gegnum skilnað nema reyna það á eigin skinni. Hér eru 16 algengar mýtur varðandi skilnað en listinn er byggður á reynslu lesenda Huffington Post. 1 „Þú hristir þetta af þér“Þeir sem ekki hafa reynsluna telja að það sé ekkert mál að komast yfir skilnað. Það er hins vegar ekkert auðvelt. Þú ert í rauninni að syrgja einstakling sem þú elskaðir og heilt ástarsamband. 2 „Ég var líka að hætta með kærustunni“ Svo eru það þeir sem halda að það að hætta með kærasta/kærustu sé það sama og að skilja við maka. Það fólk hefur aldrei verið gift. Því fer fjarri að það sé sambærilegt. 3 „Ég ætla aldrei skilja“Fólk elskar að segja þér að skilnaður sé einfaldlega ekki fyrir það, eins og það sé slæmur hlutur og eitthvað til að skammast sín fyr­ ir. Sannleikurinn er sá að stundum er skilnaður besta lausnin. 4 „Þið reynduð ekki nóg“Ein algengasta mýtan er sú að parið hafi ekki reynt nógu mik­ ið. Þessi fullyrðing kemur oftast frá einhverjum nýgiftum eða einhverj­ um sem hefur aldrei gengið í það heilaga. 5 „Skilnaður er smitandi“Sumir halda virkilega að skiln­ aðir séu smitandi. Margir varast að umgangast nýskilið fólk af ótta við að skilja sjálfir. 6 „Reyndu betur, fyrir börnin“ Margir telja að hjón ættu að halda áfram að vera gift fyrir börn­ in. Börn vilja að foreldrar þeirra séu hamingjusamir. 7 „Greyið þú“Margir hafa áhyggjur af þér eft­ ir skilnað. Líkur eru á að þú hafir ekki haft það jafn gott síðustu þrjú árin. 8 „Honum að kenna“Margir eiga eftir að leita að sökudólgi. Sannleikurinn er hins vegar sá að fólk getur þroskast í sundur. 9 „Nú verður djammað“ Sumir halda að skilnaður sé ástæða til að lyfta sér upp. Sá nýskildi er ekkert endilega sammála. Það síð­ asta sem hann vill er að fagna. 10 „Lífið byrjar núna“Margir halda að um leið og þú skrifar undir skilnaðarpappírana sé það versta yfirstaðið. Allar líkur eru hins vegar á því að þú sért að syrgja makann líkt og ef hann hefði dáið. Ef hann hefði dáið hefðir þú allavega fólkið þitt í kringum þig. Ef þú skilur hringir varla sála. 11 „Ekkert stórmál“Fjöldi fólks mun örugglega halda að þú hafir hvort sem er aldrei verið ánægð í hjónabandinu. 12 „Hættu þessu væli“Fólk mun hneykslast yfir því að þú sért ennþá að velta þér upp úr skilnaðinum. 13 „Skilin, búið, bless“Margir halda að skilnaðurinn gangi í gegn á örfáum mánuðum en oft getur það tekið afar langan tíma. 14 „Sá særðasti vælir hæst“Margir eiga til að gleyma að það eru tvær hliðar á öllum pening­ um. Þeir sem hafa sem hæst um skilnaðinn eru ekki alltaf þeir sem líður verst. Margir eiga auðvelt með að fela til­ finningar sínar. 15 „Aftur á markaðinn“Vinir þínir eiga eflaust eftir að reyna að koma þér á stefnumót. Það getur hins vegar vel verið að þú sért ekki tilbúin/n í slíkt strax. 16 „Helv… fyrr -verandi“ Margir eiga eftir að ganga út frá því að þú þol­ ir ekki og jafn­ vel hatir þinn/þína fyrrverandi. Líklegra er að þér þyki ennþá vænt um mann­ eskjuna sem var svo stór hluti af þínu lífi. Algengar mýtur um skilnað Ólíklegasta fólk virðist hafa skoðanir á skilnaði annarra Varstu að skilja? Líklega hafa margir skoðun á skilnaðinum. Ekki skola kjúkling Sumir telja nauðsynlegt að skola kjúkling upp úr rennandi vatni áður en þeir matreiða hann og telja að þannig séu minni lík­ ur á salmónellu eða kampýló­ bakteríusmiti. Það er hins vegar mikill miskilningur. Með því að skola kjúklinginn gerir þú nefni­ lega illt verra, ef svo ólíklega vill til að einhverjar bakteríur séu í kjúklingnum. Við skolunina er líklegt að þú dreifir blóðvökva úr kjúklingum um eldhúsið þitt. En bara með því að láta vatnið renna á hann getur það slest í um metra radíus í kringum vaskinn. Þá eru einnig meiri líkur á því að blóð­ vökvinn lendi á eldhúsáhöldum og klínist á þig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.