Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 2.–4. desember 201412 Fréttir
Framtíðarsýn skortir
í heilbrigðismálum
K
ristján Þór Júlíusson heil
brigðisráðherra og Sigríður
Ingibjörg Ingadóttir, for
maður velferðarnefndar,
eru sammála um að ýmis
legt megi betur fara í velferðarkerf
inu. Heildarmyndin sé ekki nægi
lega skýr, framtíðarsýn skorti og að
heilbrigðiskerfið glími við alvar
legan fjárskort. Þau hafa hins vegar
ólíka afstöðu til einkareksturs í heil
brigðiskerfinu. Sigríður Ingibjörg
segir nauðsynlegt að draga úr einka
rekstri og nýta fjármunina til að efla
opinberar heilsugæslustöðvar, heil
brigðisstofnanir og sjúkrahúsin.
Kristján Þór segist hins vegar tals
maður fjölbreyttra rekstrarforma
innan heilbrigðisþjónustunnar, að
því gefnu að allir hafi jafnan aðgang
óháð efnahag og búsetu.
Minni niðurskurður í
einkarekstri
Kristján Þór segir fjármögnun heil
brigðiskerfisins í alltof litlum mæli
taka mið af þörfum einstaklinga
fyrir þjónustu. „Þannig er heildar
myndin ekki nægjanlega skýr og
fjármunum því að stærstum hluta
úthlutað á föstum fjárlögum og þá
oftast á forsendum stofnana frem
ur en þarfa einstaklinga. Af þessum
sökum gætir í meira mæli togstreitu
á milli þeirra sem veita heilbrigðis
þjónustu, sem vissulega er ekki
gott, í stað samstarfs og samhæf
ingar,“ segir hann.
Sigríður Ingibjörg segir alvarleg
asta ágallann hins vegar vera pen
ingaskort og vanbúna heilsugæslu.
„En peningar einir og sér duga ekki,“
segir hún. „Stjórnvöld hafa í raun
ekki fulla stjórn á heilbrigðiskerfinu
sem ýtir undir sóun og framtíðar
sýn skortir. Vel menntað starfsfólk
er forsenda fyrir góðu heilbrigðis
kerfi. Nú er farið að hrikta alvar
lega í stoðunum og læknaverkfall
ið verður að skoðast í því ljósi. Það
sýnir hversu úrkula vonar starfsfólk
kerfisins er orðið. Við þessu ástandi
verður að bregðast með auknu fjár
magni og skýrri framtíðarsýn. Kjör
in hafa versnað, tækjabúnaður í
opinbera kerfinu hefur ekki verið
endurnýjaður í samræmi við þarf
ir og húsakostur er víða óviðun
andi, ekki síst á Landspítala þar
sem húsnæðið hæfir ekki nútíma
heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma
hefur einkarekstri í heilbrigðiskerf
inu vaxið ásmegin, þar hefur verið
minni niðurskurður, greitt er eftir
fjölda sjúklinga, gert ráð fyrir fjár
munum til tækjakaupa og auknum
kostnaði hefur verið velt yfir á sjúk
lingana.“
Heilsugæslan býr við
tvöfalt kerfi
Aðspurð hvernig lagfæra megi gall
ana og bæta heilbrigðiskerfið vísar
Sigríður Ingibjörg í umfangsmikla
greiningarvinnu á veikleikum kerf
isins sem Guðbjartur Hannesson,
þáverandi velferðarráðherra, lét
vinna, meðal annars með aðkomu
erlendra aðila. „Í stuttu máli voru
niðurstöðurnar þær að það þyrfti
skýrari stefnu um skipulag og þjón
ustustig heilsugæslu, sérgreina
og öldrunarþjónustu. Koma þarf
á þjónustustýringu til að draga úr
ofnotkun á sérgreinalæknum og
skipuleggja heilsugæsluna betur og
efla hana en hún býr í raun við tvö
falt kerfi með opinbera meginþjón
ustu en einkarekna vaktþjónustu.
Leiðbeina þarf sjúklingum betur
sem leita þjónustu og samhæfa
þjónustustigin. Síðast en ekki síst
þarf öflugri forvarnarstefnu vegna
lífsstílstengdra sjúkdóma, ekki síst
offitu,“ segir Sigríður Ingibjörg.
Vinna í samstarfi við fagfólk
„Á mínum vegum er nú unnið að
verkefninu Betri heilbrigðisþjón
usta 2013–2017,“ segir Kristján Þór.
„Það byggir á ýmsum tillögum og
greiningum undanfarinna ára,
meðal annars frá ráðgjafarfyrir
tækinu Boston Consulting Group.
Unnið er á grunni gildandi laga í
samstarfi við fagfólk úr heilbrigðis
kerfinu. Breytingarnar miða að því
að stýra flæði sjúklinga milli þriggja
máttarstólpa kerfisins, heilsugæslu,
sjúkrahúsa og sjálfstætt starfandi
heilbrigðisstétta sem taki mið af
þjónustuþörf þannig að sjúklingar
fái rétta þjónustu á réttum tíma á
réttum stað. Þá er einnig afar mikil
vægt að ná fram breiðri samstöðu
í þjóðfélaginu um að bæta starfs
aðstöðu í kerfinu og halda áfram á
þeirri braut sem hófst í fjárlögum
ársins 2014 með aukningu til heil
brigðismála að því marki sem svig
rúm ríkissjóðs leyfir.“
Góð heilsa undirstaða
farsæls þjóðfélags
„Að mínum dómi stenst fyrirmynd
ar heilbrigðiskerfi samanburð og
samkeppni við þær þjóðir sem við
viljum gjarnan bera okkur saman
við,“ heldur Kristján Þór áfram.
„Góð heilsa og líðan fólks er ein af
undirstöðum farsæls þjóðfélags
og stendur Ísland vel í alþjóðleg
um samanburði hvað varðar heilsu
íbúa og heilbrigðisþjónustu. Þrátt
fyrir það eru ýmis viðfangsefni sem
nauðsynlegt er að takast á við til að
tryggja áfram sömu þróun,“ segir
hann.
„Í fyrirmyndar heilbrigðiskerfi
greiða sjúklingarnir fyrir þjón
ustuna með sköttunum sínum en
ekki þjónustugjöldum, þeir geta
auðveldlega fengið leiðbeiningar
um hvert þeir eiga að leita þegar
þeir þurfa á þjónustu að halda, pen
ingarnir eru nýttir með skilvirkum
hætti til að hægt sé að veita bestu
mögulegu heilbrigðisþjónustu,
greiða góð laun, endurnýja tæki
í samræmi við framfarir í lækna
vísindum og viðhalda húsakosti,“
segir Sigríður Ingibjörg. „Sérhæf
ing er sífellt að aukast og því þarf
að tryggja að hún dreifist ekki á of
marga staði til að efla samhæfingu í
kerfinu, koma í veg fyrir van og of
fjárfestingu í tækjabúnaði og gera
þjónustuna markvissari og þar með
betri.“
Ólík afstaða til einkareksturs
Að lokum voru Kristján Þór og Sig
ríður Ingibjörg spurð út í afstöðu
sína til rekstrarforms innan heil
brigðisþjónustunnar, til dæmis
með tilliti til einkareksturs. Afstaða
þeirra var heldur ólík í þessum efn
um. Sigríður Ingibjörg segir stefnu
Samfylkingarinnar vera skýra í
þessum efnum. „Við höfnum frekari
einkavæðingu á velferðarþjónustu,“
segir hún. „Að mínu mati á að draga
úr einkarekstri og nýta fjármunina
til að efla opinberar heilsugæslu
stöðvar, heilbrigðisstofnanir og
sjúkrahúsin. Þetta getum við gert ef
við komum á þjónustustýringu eins
og tíðkast í öllum nágrannalöndum
okkar og samræmum fjármögn
un opinbera hlutans og einkarekna
hlutans. Í dag fá sjálfstætt starfandi
læknar greitt í samræmi við fjölda
sjúklinga á meðan opinbera kerfinu
er gert að skera niður þrátt fyrir auk
ið álag. Kannanir sýna að 82 pró
sent landsmanna eru á móti þessari
þróun og vilja að heilbrigðis kerfið
sé fyrst og fremst rekið af hinu opin
bera,“ segir hún.
Kristján Þór segir grundvallar
atriði í íslenskri heilbrigðisþjónustu
vera að öllum sé tryggður réttur
og jafn aðgangur að heilbrigðis
þjónustu. „Stærsti hluti þessarar
þjónustu er rekinn af opinber
um aðilum. Blandað rekstrarform
og þjónustusamningar, þar sem
ríkið skilgreinir umfang og fram
kvæmd þjónustunnar til dæmis í
heilsugæslunni, endurhæfingar
og meðferðarstofnunum, hefur
sýnt sig vera farsælt og til hagsbóta
fyrir notendur þjónustunnar,“ segir
hann. „Í því sambandi má til dæmis
nefna heilsugæslustöð í Salahverfi
í Kópavogi, líknandi meðferð í
heimahúsum, þjónustu við einstak
linga með vefjagigt, meðferðarstarf
svo sem SÁÁ og Krýsuvík og svona
mætti lengi telja. Ég er talsmaður
fjölbreyttra rekstrarforma innan
heilbrigðisþjónustunnar að því
gefnu að grundvallaratriði um jafn
an aðgang allra óháð efnahag og
búsetu sé tryggt,“ segir Kristján Þór
Júlíusson heilbrigðisráðherra að
lokum. n
Kristján Þór Júlíusson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, spá í heilbrigðiskerfið
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is Heildarmyndin ekki
nógu skýr Kristján Þór og
Sigríður Ingibjörg eru sam-
mála um að margt megi betur
fara í heilbrigðismálum hér á
landi. Mynd SIGtryGGur ArI
talsmaður fjölbreyttra rekstrarforma
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
segir blandað rekstrarform og þjónustusamn-
inga til hagsbóta fyrir notendur þjónustunnar.
Mynd KrIStInn MAGnúSSon
Vill draga úr einkarekstri Sigríður Ingi-
björg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar,
vill efla opinberar heilsugæslustöðvar,
heilbrigðisstofnanir og sjúkrahúsin.
Mynd SIGtryGGur ArI
„Nú er
farið að
hrikta alvarlega
í stoðunum
„Sjúklingar fái rétta
þjónustu á réttum
tíma á réttum stað.