Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 20
Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 2.–4. desember 2014 Ég hef aldrei upplifað annað eins Náttúruleg andstaða Steinþór Jónsson hitti Harry Bretaprins í partíi á snekkju. – DV N áttúrupassinn sem Ragn­ heiður Elín Árnadóttir, ráð­ herra ferðamála, fékk sam­ þykktan í ríkisstjórnin í síðustu viku til að treysta innviði ferðaþjónustunnar ætlar að falla í grýttan jarðveg. Það kemur raunar ekki á óvart því að þessi fjáröflunarleið til að vernda ferðamannastaði fyrir átroðningi er gölluð. Það sem stuðar fólk við náttúru­ passahugmyndina eins og hún hefur þróast er að með henni á að fara að krefjast gjalds af landsmönnum fyrir eitthvað sem á ekki að kosta nokkurn skapað hlut og hefur heldur ekki gert hingað til. Það er slæm hugmynd í sjálfu sér. Við höfum alla tíð talið það til sjálfsagðra hluta að njóta íslenskr­ ar náttúru alveg eins og það er sjálf­ sagt að anda að okkur fersku lofti og það er öfugsnúið að krefja fólk um aðgöngumiða að einhverju sem það á. Það breytir því ekki að vandamál­ ið er til staðar og það er brýnt að ráða bót á því. Vegna hraðvaxandi ágangs erlendra ferðamanna, sem verða að líkindum orðnir tvær milljónir á ári á þessum áratug, er sá fjársjóður sem felst í íslenskri náttúru farinn að láta á sjá og náttúruperlur vítt og breitt um landið liggja nú undir miklum og jafnvel óbætanlegum skemmdum. Þegar hugmyndir komu fyrst fram í kreppunni um sérstaka gjaldtöku í ferðaþjónustunni til að taka á þessu vandamáli kom náttúrupassinn eða einhvers konar ferðakort fljótlega til álita. Hugmyndin virtist athyglisverð í fyrstu. Í stað subbulegra hugmynda um miðasöluskúra við allar nátt­ úruperlur landsins var hérna kom­ in heildarlausn, þar sem jafnframt mætti sinna fleiri aðkallandi verk­ efnum ferðaþjónustunnar öðrum en verndun staðanna og íslenskrar náttúru almennt, svo sem fræðslu og aðgengis­ og öryggismálum. Þetta er og hefur verið sterkasta hlið nátt­ úrupassahugmyndarinnar, að sam­ skiptin við ferðamenn gegnum gjald­ tökuna gætu aukið á umhverfislega meðvitund og ferðaöryggi. Ekki hefur verið skýrt frá því hvernig ráðherrann hefur hugsað sér að haga framkvæmdinni við nátt­ úrupassann. Samkvæmt fyrstu frétt­ um RÚV er lagt til að passinn gildi í þrjú ár, kosti 1.500 krónur og verði fyrir 18 ára og eldri. Passinn veitir að­ gang að öllum ferðamannastöðum þar sem land er í eigu rikis og sveitar­ félaga og einkaaðilum verður boðin þátttaka í þessari gjaldheimtuleið. Innnheimta á að hefjast næsta haust, en ekki er ljóst með hvaða hætti hún verður. Í upphaflegri til­ lögu Félags leiðsögumanna fyrir ári var gert ráð fyrir innheimtu við kom­ una til landsins, bæði af erlendum ferðamönnum sem Íslendingum, því jafnræðisreglur banna mismunun eftir þjóðerni. Hugsanlega verða Ís­ lendingar rukkaðir um 500 krónur á ári gegnum skattkerfið, en eftirlitið er óljóst svo og hvort þeir erlendu ferðamenn sem hingað koma í við­ skiptaerindum eða aðeins til höfuð­ borgarinnar að sækja menningarvið­ burði geti sloppið við rukkun. Eftir sem áður er ljóst að helsti ágalli náttúrupassans, innheimta af Íslendingum verður nauðsynleg, verður að fjöldi fólks mun ekki sætta sig við hann. Gistináttagjald, sem er sú leið sem Samtök ferðaþjón­ ustunnar leggur til, er laus við þenn­ an galla. Það hefur dregist úr hömlu að setja fé í uppbyggingu innviða í ferða­ þjónustunni og málið þolir eiginlega enga bið. Að það skuli ætla taka hátt í tvö ár til að leysa það nær engri átt ekki frekar en að lendingin skuli síð­ an verða í lausn sem engin sátt virðist ríkja um. Hér væri best að snúa sér í hvelli aftur að teikniborðinu. n Landráð í bók Styrmis Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Moggans, segir í bók sinni um kalda stríðið þekkta sögu af fyrrverandi sósíalista sem rússneskir diplómatar ætl­ uðu að láta njósna fyrir sig á Ís­ landi. Diplómatarnir voru reknir frá Íslandi þegar upp komst um málið enda eru slíkar njósnir landráð. Saga Styrmis í bókinni af eig­ in upplýsingaöflun um sósíal­ ista sem meðal annars er talin hafa ratað til bandaríska sendi­ ráðsins er helsta opinberun bókarinnar. Spurningin er sú hvort Styrmir telji þá upplýs­ ingaöflun líka hafa verið land­ ráð í ljósi þess hvert upplýs­ ingarnar rötuðu. Vinur í bankaráðinu Sala Landsbankans á Borgun hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Ættartengslin í málinu hafa verið gagnrýnd talsvert en salan fór fram fyrir lukt­ um dyrum og án útboðs. Kaupend­ ur voru svo með­ al annars Einars Sveinsson fjárfest­ ir og sonur hans Benedikt en þeir eru náfrændur Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra. Landsbankinn er ríkis­ banki og er með stjórnarmenn í bankanum og ýtir það undir samsæris kenningar. Stjórnar­ formaðurinn, Tryggvi Pálsson, er auk þess vinur Einars Sveins­ sonar og slá slík tengsl lítið á pískrið um viðskiptin. Ekkert bólar á eftir- manni Hönnu Birnu Nokkuð furðuleg staða er uppi vegna þess hvað það hefur dreg­ ist hjá Bjarna Benediktssyni að ákveða eftirmann Hönnu Birnu í embætti inn­ anríkisráðherra og hugsanlega líka dómsmála­ ráðherra, verði ráðuneytinu skipt aftur. Ekkert var tilkynnt um eftirmanninn á þingflokks­ fundi í gær og ekki mun þar heldur hafa legið fyrir hvenær af því yrði. Allur þessi dráttur er sagður verða til að veikja stöðu Bjarna. Verst þykir að fyrst þetta var ekki gert strax þá hafi allir þrýstihópar og vonbiðlar náð að melda óskir sínar við Bjarna. Endanleg ákvörðun hans mun þá valda þeim mun fleiri flokksmönnum vonbrigðum. Það skrítnasta er samt að fyrir­ komulagið núna er að Ragn­ heiður Elín Árnadóttir gegnir embættisverkum innanríkisráð­ herra aðeins í fjarveru Hönnu Birnu, sem er erlendis. Komi Hanna Birna heim er hún því ráðherra áfram. Það hastar. Kjósendur vilja breytingar Í kjölfar hrunsins 2008 voru skýr­ ar óskir meðal landsmanna um nýja stjórnarskrá. Við þeim var brugðist á síðasta kjörtímabili og mikil vinna lögð í að skrifa nýja stjórnarskrá með opnum og lýðræðislegum hætti. Þessar óskir landsmanna eru enn til staðar, þó að ekki hafi tekist að klára málið. Þann 20. október 2012 var efnt til ráðgefandi þjóðaratkvæða­ greiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Ég gleymi aldrei tilfinningunni sem greip mig um kvöldið á Hótel Borg þegar niðurstöðurnar voru tilkynnt­ ar. Ég varð hissa en umfram allt ákaflega glöð. Ég áttaði mig á því að ég deildi sýn á ákveðna grund­ vallarþætti samfélagsins með mikl­ um meirihluta samlanda minna. Loksins þegar við fengum að svara grundvallarspurningum kom í ljós að skoðanir og hagsmunir ríkjandi afla voru á skjön við vilja kjósenda. Tveir þriðju hlutar kjósenda vilja að ný stjórnarskrá verði unnin á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Í atkvæðagreiðslunni var einnig hægt að svara spurningum um fimm þætti sérstaklega. Svörin við flestum spurninganna eru afgerandi. Rifjum þau upp! Náttúruauðlindir Spurt var hvort náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign ættu að vera lýstar þjóðareign. Svarið við þeirra spurningu var mjög afger­ andi og um 83% kjósenda svöruðu játandi. Með slíku ákvæði þyrfti að tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum. Það þyrfti að koma í veg fyr­ ir að orka landsins verði seld til al­ þjóðafyrirtækja á gjafverði og að útgerðarmenn geti leikið sér með sameiginlegan arð okkar af fisk­ veiðiauðlindinni í kauphöllum. Þjóðkirkja Í öðru lagi var spurt hvort kjósendur vildu að ákvæði um þjóðkirkju yrðu í nýrri stjórnarskrá. Um 57% kjós­ enda voru fylgjandi slíku ákvæði en á sama tíma kom fram að um 59% svarenda í þjóðarpúlsi Gallup væru fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Traust almennings á þjóð­ kirkjunni hefur farið minnkandi og var tæplega 30% á þessum tíma sem er mun minna en til flestra annarra stofnana ef frá er talið fjármála­ og stjórnmálakerfið. Aukið lýðræði Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var spurt þriggja spurninga sem lúta að auknu lýðræði með einum eða öðrum hætti. Vilji kjósenda til að hafa meiri áhrif á einstaka mál, einstaka frambjóðend­ ur og að kosningakerfið mismuni ekki eftir búsetu er skýr. Afgerandi meirihluti eða tæp 80% vilja auk­ ið vægi persónukjörs. Þannig dregur úr valdi stjórnmálaflokka til að tefla fram flokkshestum sem almenningur ber lítið traust til. Um tveir þriðju hlutar kjósenda vilja jafnframt að atkvæðavægi verði jafnað. Í dag er atkvæðavægi sumra kjósenda tvöfalt á við annarra. Í grunninn er þetta spurning um mannréttindi, enda hafa erlendir eft­ irlitsaðilar með kosningum á Íslandi gert alvarlegar athugasemdir við allt of mikið misvægi atkvæða. Ójafnt vægi atkvæða gerir það að verkum að sum svæði hafa óeðlilega mikil áhrif á stjórn landsins og leiðir það til sam­ tryggingar þeirra stjórnmálamanna sem hagnast á kjördæmapoti. Þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrána var ráðgefandi því stjórnarskráin heimilar ekki að þjóðaratkvæðagreiðsla sem þessi sé bindandi. Hún staðfesti jafnframt að tæp 75% kjósenda vilja fá auk­ in réttindi til að kalla eftir bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Í dag getur aðeins forsetinn vís­ að málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðin sjálf vill augljóslega hafa þann rétt sjálf óháð duttlungum eins manns. Skýr vilji Vilji kjósenda er skýr. Stjórnmála­ menn hafa fengið ráðgefandi leið­ sögn um hvernig breyta eigi stjórn­ arskránni. Erfitt er að fullyrða að núgildandi stjórnarskrá hafi leitt til efnahagshrunsins en eitt er víst að óbreytt stjórnarskrá ógnar til­ trú fólks á lýðræði á Íslandi. Nú­ gildandi stjórnarskrá er komin til ára sinna og endurspeglar ekki vilja meiri hluta landsmanna um skip­ an auðlindamála og kosningafyrir­ komulag. Þetta ættu þingmenn að hafa í huga, hvar í flokki sem þeir standa. n „Þetta ættu þing- menn að hafa í huga, hvar í flokki sem þeir standa. Aðsent Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Þingkona Samfylkingarinnar Fátækt er inngróinn þáttur í menningu Bjarni Karlsson segir skort á pólitískum vilja almennings valda íslenskri fátækt. – DV Ég skellti mér á skeljarnar Viðar Örn Kjartansson trúlofaðist kærustunni sinni fyrir rúmri viku. – DV Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is MyNd SIGTryGGur ArI JóHANNSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.