Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 2.–4. desember 2014 Fórnarlömb Nýja-Íslands O g þá eru allir orðnir fórnar­ lömb. Jafnvel helstu ráða­ menn þjóðarinnar kepp­ ast við að útmála sig sem fórnarlömb afla sem erfitt er að nefna en virðast þó hafa burði til að klekkja á sjálfri ríkisstjórn lands­ ins. Hér má þó að minnsta kosti sjá mun á góðæris­Íslandi og hinu nýja. Á tímum góðærisins voru þeir sjálfkrafa settir út í horn sem töldu sig hafa undan einhverju að kvarta, en nú keppast allir við að komast í þann flokk. Trúðu að þjóðfélagið væri sanngjarnt Á tímum góðærisins trúði fólk vel­ flest því raunverulega að þjóðfélag­ ið væri að mestu leyti sanngjarnt. Allir áttu jú að uppskera eins og þeir sáðu, og auðmenn hlutu því að vera þeir sem unnu mest og áttu því best skilið. Í hruninu kom annað á daginn, þeir sem mökuðu krók­ inn gerðu það ekki alltaf sökum eigin verðleika heldur oft á kostnað annarra. Og sú tilfinning býr enn í okkur að allt sé ósanngjarnt. Flest vorum við jú að einhverju leyti fórnarlömb afla sem við varla gát­ um skilið. Skortur á uppgjöri Mörgum finnst sem uppgjörið hafi skort. Og þó var uppgjör. Skrifuð var ítarleg skýrsla um hvað hafði misfarist og þjóðin fylgdist með birtingu hennar. Forsætisráðherra var dreginn fyrir landsdóm. Enn er verið að dæma bankamenn í fangelsi, þó að það virðist taka hálfa eilífð. Heimsbyggðin dáist að því hvernig Íslendingar tækl­ uðu hrunið. Og samt finnst okkur enn eins og lík þjóðarbúsins liggi óbætt hjá garði. Og kannski ekki að undra, þegar allt féll svo snarlega ofan í skotgrafir flokkapólitíkur og Icesave. Og stöðugt verður dýrara að búa hér. Vitum að það er ekki eins og áður Þegar allt virðist rotið er aðeins tvennt hægt að gera. Annars vegar er hægt að reyna að bæta ástandið, til dæmis með því að ganga í stjórn­ málaflokka og breyta kerfinu að innan. Einhverjir reyndu, en hið nýja Alþingi minnir á heildina litið ansi mikið á hið gamla og nýtur lítils trausts. Hins vegar er hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Byggingarkranarnir rísa á ný. Nú ætla allir að græða á túristunum frekar en bönkunum. En innst inni vitum að allt er ekki eins og áður. Í góðærinu trúðu margir því af einlægni að það sem væri best fyrir einstaklinginn væri best fyrir heildina. Það var jú einmitt þetta sem frjálshyggj­ an reyndi að telja fólki trú um. Nú vilja allir aftur græða, en þeir eru færri sem trúa því að það muni að einhverju leyti færa með sér betra samfélag. Græðgi góðærisins var byggð á miklu sakleysi og vanþekk­ ingu á því hvernig heimurinn virkar í reynd. Við höfum glatað sakleys­ inu, en græðgin lifir enn. Það sem við lærðum af hruninu er þá það að fyrst allir gera það sem er þeim sjálfum fyrir bestu er best að taka þátt í þeim leik eða verða undir ella. Og því hlýtur réttlætingin að vera sú að allir séu fórnarlömb. Því einhvern veginn verður fólk jú að réttlæta að gera það sem er því sjálfu fyrir bestu. Og því ligg­ ur ráðamönnum á að komast líka í hóp fórnarlamba sem fyrst. Því þannig komast þeir upp með hvað sem er. n „ Í góðærinu trúðu margir því af ein- lægni að það sem væri best fyrir einstaklinginn væri best fyrir heildina. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kjallari 22% undir lágmarkslaunum E ftir kynningu leiðréttingar ríkis stjórnarinnar hafa margar útfærslur komið á þeim hópum sem munu njóta hennar. Ef við skoðum leið­ réttinguna má vel sjá hver dreifing hennar verður og þau áhrif sem hún mun hafa á heimili í landinu. Meðal­ heildarlaun á íslenskum vinnumark­ aði eru 520 þúsund krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum Hagstof­ unnar. Ef við berum það saman við leiðréttinguna þá kemur fram að tíð­ asta gildi leiðréttingar eru hjón þar sem hvor einstaklingur er með 450 þúsund krónur í tekjur á mánuði og einstaklingar sem eru með 330 þús­ und krónur í mánaðartekjur. Leiðréttingin er almenn aðgerð og er ekki leiðrétt með tilliti til tekna. Hins vegar er hámark leiðréttingar fjórar milljónir á heimili. Ef tekju­ flokkar eru bornir saman gagnast aðgerðin helst lágtekjufólki. And­ stæðingar leiðréttingarinnar hafa sagt að hún renni fyrst og fremst til hátekjufólks. Hið rétta er að undir 5% leiðréttingarinnar fer til hátekju­ fólks á meðan 22% fara til einstak­ linga sem hafa heildartekjur undir lágmarkslaunum. Ef þetta er skoðað nánar þá munu 75% fjárhæðar leiðréttingar renna til einstaklinga með minna en sjö milljónir í árstekjur og hjóna með minna en 16 milljónir. Eins fer yfir helmingur leiðréttingarinnar til einstaklinga með undir fimm millj­ ónum í árstekjur og samskattaðra með ellefu milljónir og minna. Það gerir mánaðartekjur upp á rétt rúm­ ar 400 þúsund krónur sem er svip­ að og meðallaun félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði. Það telst ekki vera hátekjufólk. Skuldaleiðrétting er fjármögn­ uð með bankaskatti úr þrotabú­ um fallinna fjármálafyrirtækja. Það er réttlæti þeirra skuldara sem eru með verðtryggð íbúðalán fyr­ ir leiðréttingu á þeim ófyrirsjáan­ legu breytingum sem urðu á lán­ um þeirra á árunum 2008 og 2009. Þeirra réttlæti, því það voru skuldar­ ar sem báru verðbólguáhættuna og vextir þessara skuldara sem stökk­ breyttust. Þetta fólk er að jafnaði með lág laun eða meðallaun og tók ekki þátt í skuldaþenslu. Hlutur eignafólks og skuldara hefur nú loks verið jafnaður eftir hrunið. n Höfundar eru þingmenn Framsóknarflokksins „Hlutur eigna- fólks og skuldara hefur nú loks verið jafn- aður eftir hrunið. Kjallari Haraldur Einarsson / Jóhanna María Sigmundsdóttir 1 „Eftir tólf ára bið gerðist annað kraftaverk“ „Við biðum dálítið eftir börnunum. Það var svolítil vinna. Sá eldri kom þegar við vorum orðin 26 ára og svo leið langur tími uns sá yngri kom. Við höfðum ítrekað misst fóstur og vorum farin að sætta okkur við að börnin yrðu ekki fleiri, en eftir tólf ára bið gerðist annað kraftaverk,“ segir tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson. Lesið: 26.438 2 „Heppinn að enda hjá ömmu“ Í helgarviðtali DV ræddi Stefán Hilmarsson um ferilinn, uppeldið hjá ömmu sinni sem gekk honum í móðurstað, sundrung fjölskyldunnar vegna Geirfinnsmálsins, nýju jóla- plötuna, ástina sem hann fann 22 ára og börnin sem létu bíða eftir sér. Lesið: 24.612 3 Taka upp hanskann fyrir Bigga löggu Ýmsir taka upp hanskann fyrir Birgi Örn Guðjónsson, eða Bigga löggu eins og hann er jafnan kallaður, á Facebook-vegg hans í dag. Biggi skrifaði grein sem hann taldi sig ekki mega skrifa á Vísi á dögunum þar sem hann sagði meðal annars frá útlendingi sem hefði verið vondur við eiginkonu sína. Meðal þeirra sem hrósuðu Birgi eru þau Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, og sjálfstæðismaðurinn Viðar H. Guðjohnsen. Lesið: 22.041 4 „Leið eins og ég væri með ebólu“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sneri aftur sem frétta- maður á Stöð 2 fyrir skemmstu eftir að hafa verið í fríi frá fjölmiðlunum í rúmt ár. Hún nýtti þann tíma til að taka til hjá sjálfri sér og hætti meðal annars að drekka. Henni var hálfpartinn ýtt út úr bransanum á sínum tíma og vill meina að sterkar skoðanir hennar hafi verið notaðar gegn henni. „Það hjálpaði ekki til að ég fann dyr fjölmiðlanna lokast. Á tímabili leið mér eins og ég væri með bráðsmitandi ebólu.“ Lesið: 17.667 5 Telur Hönnu Birnu fórnarlamb viðamikils samsæris Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, bendlar Björgu Thoraren- sen, prófessor í lögum við Há- skóla Íslands, við samsæri gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra. Þá virðist hann telja að eiginmaður hennar og forseti Hæsta- réttar, Markús Sigurbjörnsson, hafi verið þátttakandi í þessu samsæri, ásamt þeim Valtý Sigurðssyni, fyrrverandi ríkissaksóknara, og Tryggva Gunnars- syni, umboðsmanni Alþingis. Þetta var á meðal þess sem fram kom í sjónvarps- þættinum Eyjunni á sunnudag. Lesið: 17.451 Mest lesið á DV.is Leið eins og ég væri með ebólu Svona lagað mótar mann Stefán Hilmarsson ólst upp hjá ömmu sinni. – DV Með nýtt ófrelsis- frumvarp í smíðum Guðmundur Andri Thorsson um fyrirhugaðan náttúrupassa. – FréttablaðiðÞóra Kristín Ásgeirsdóttir lýsir því hvernig henni var ýtt út úr bransanum vegna skoðana sinna. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.