Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 2.–4. desember 2014 H var liggja mörkin milli póli­ tískrar afstöðu og listsköp­ unar, pólitískrar aðgerðar og listaverks? Það er alls ekki alltaf ljóst og skiptir kannski engu máli. Markmið flestra athafna er að hafa áhrif á hugsun og gjörðir annarra manneskja, hvort sem aðgerðirnar eru skilgreindar sem list eða pólitík. Staðsetning þess sem tjáir sig skipt­ ir engu að síður máli, honum leyfast mismunandi hlutir eftir því hvort hann kallar sig listamann eða stjórn­ málamann. Einstaklingar sem vilja hafa áhrif á samtímann geta því tekið sér taktíska stöðu innan mismunandi samræðurýma, hegðað sér mismun­ andi, geta beitt fyrir sig mismunandi tungumáli, notað ólík tæki og tól og ólíkar réttlætingar. Miðstöð um pólitíska fegurð (þ. Zentrum für politische Schönheit) er hópur skipaður nokkrum þýsk­ um listamönnum sem staðsetja sig á mörkum pólitíkur og listsköpunar, beita tækjum og orðfæri listheimsins með það pólitíska markmið að móta samfélag byggt á hugsjón um fegurð. Hópurinn segist vera „árásarteymi sem rannsakar siðferðilega fegurð og mannlegan mikilfengleik í stjórnmál­ um,“ og segist skapa ögrandi og jafn­ vel meiðandi listaverk til að að bjarga mannslífum. „Við þurfum að vera ágeng til að tryggja mannréttindi. Sagan hefur sýnt að oft sé nauðsyn­ legt að hunsa lögin til að bjarga mannslífum, það eru fjölmörg dæmi um slíkt frá tíma Þriðja ríkisins. Við teljum að þetta hafi ekki breyst,“ segir Cesy Leonard, einn forsprakka mið­ stöðvarinnar, í samtali við DV. 25 ár frá falli Berlínarmúrsins Nýjasta aðgerð miðstöðvarinnar hef­ ur vakið umtalsverða athygli, sér­ staklega í heimalandinu en einnig víðar. Aðgerðin fór fram í tengslum við hátíðarhöldin sem blásið var til þann 9. nóvember síðastliðinn, þegar þess var minnst að 25 ár voru frá falli Berlínarmúrsins. Þýska þjóðin fagn­ aði sameiningunni og minntist fórn­ arlambanna með flugeldasýningu, hátíðarræðum og hvítum blöðrum sem hengu hlið við hlið meðfram öllu því svæði sem múrinn stóð áður á. Í hugmyndaheimi Vesturlanda er múrinn sem klauf Berlínarborg eitt sterkasta táknið um það hvernig yfir völd geta, vegna landamæra sem teiknuð eru á handahófskenndan hátt, haft kúgandi áhrif á líf venju­ legs fólks. Múrinn var formgerving járntjaldsins sem skyldi að austrið og vestrið. Í falli múrsins árið 1989 birt­ ist sigur lýðræðisins, sigur ferðafrels­ isins, sigur sameinaðra fjölskyldna. Manneskjur eiga að fá að ráða hvor­ um megin girðingarinnar þær eru og geta freistað lífsgæfunnar þar sem þær vilja segjum við íbyggin þegar við minnumst múrsins. Samkvæmt opin­ berum tölum er hægt að tengja dauða 136 einstaklingar beint við Berlínar­ múrinn alræmda – þó að margir telji töluna eiga að vera talsvert hærri. Minnisvarði um þessa einstaklinga, hvítir viðarkrossar, hafa staðið við þýska þinghúsið síðastliðinn áratug. Einn múr fellur en annar rís Þann 1. nóvember voru 14 kross­ ar hins vegar skrúfaðir niður um há­ bjartan dag og miði skilinn eftir: „Hier wird nicht gedacht,“ sem þýðir: hér verður einskis minnst, en gæti líka út­ lagst, hér verður ekki hugsað. Hvarf­ ið vakti reyndar enga athygli fyrr en tveimur dögum síðar þegar Miðstöð um pólitíska fegurð sendi frá sér til­ kynningu: krossarnir hafa komið sér í öruggt skjól frá hátíðarhöldunum og flúið til flóttamannabúða rétt utan við landamæri Evrópusambandsins, þar sem flóttamenn hafast við áður en þeir freista gæfunnar og reyna að koma sér inn til fyrirheitna landsins: Evrópu. Þar væri þörfin meiri, hjá „múrfórnarlömbum morgundags­ ins, við ytri landamæri Evrópusam­ bandsins, þar sem manneskjur láta lífið á degi hverjum.“ Miðstöðin benti á að meira en 30 þúsund manns hafi látið lífið við tilraunir til að komast yfir landamærin á árunum 25 frá falli Berlínarmúrsins. Dauðsföllin fær­ ast í aukana með ári hverju: á fyrstu 9 mánuðum ársins 2014 drukknuðu að minnsta kosti 3.077 flóttamenn á leið sinni yfir Miðjarðarhafið. „Hvern­ ig getum við minnst þessa dags ef við hugsum ekki áfram? Minningar­ athöfnin hefur ekkert gildi ef við ger­ um okkur ekki grein fyrir því að fólk sé að láta lífið við okkar eigin landamæri dag hvern,“ segir Cesy. Allir stærstu fjölmiðlar Þýskalands fjölluðu um listgjörninginn. Aðgerðin vakti strax hneykslun. Íhaldssamari fjölmiðlar stimpluðu gjörninginn sem þjófnað og óvirðingu við fórnar­ lömb Berlínarmúrsins og þennan málflutning endurtók forseti þýska þingsins, Norbert Lammert, í ræðu á þinginu. Sama dag drukknuðu 25 flóttamenn á Miðjarðarhafi rétt úti fyrir strönd Tyrklands, 25 manns sem freistuðu þess að öðlast betra líf í Evrópu. „Mér þótti þetta svo hneyksl­ anlegt og fannst það varpa ljósi á það sem er í gangi í samfélagi okkar. 25 líf glötuðust og það birtist ekki ein lítil frétt í dagblöðunum, þetta fór fram hjá öllum,“ segir Cesy. Fyrsta evrópska múrfallið Gjörningurinn var fyrri hluti að­ gerðar sem miðstöðin nefndi Fyrsta evrópska múrfallið (þ. erster europäischer Mauerfall). Seinni hluti aðgerðarinnar hófst föstudaginn 7. nóvember og var hluti af leiklistarhá­ tíðinni Voicing Resistance sem fer nú fram við Gorkí­leikhúsið í Berlín. Um 100 einstaklingar sem höfðu skráð sig til þátttöku í gjörningnum lögðu af stað frá rauða dreglinum við leikhúsið með tveimur rútum sem átti að keyra 30 tíma leið að nýjustu alræmdu landamærum Evrópusambandsins, þriggja mánaða gamalli gaddavírs­ girðingu sem kemur í veg fyrir flótta fólks landleiðina frá Tyrklandi yfir til Evrópusambandsins í gegnum Búlgaríu. Yfirlýst markmið fararinn­ ar var minnast fórnarlamba Berlínar­ múrsins með því að rjúfa hina nýju víggirðingu með vírklippum á hátíð­ isdaginn sjálfan. Bryndís Björnssdóttir myndlistar­ kona sem var meðal þátttakenda í að­ gerðinni segist ekki hafa litið á hana fyrst og fremst sem listaverk: „Ég tók þátt þar sem ég taldi þetta vera þarfa aðgerð og hefði í það allra minnsta viljað sjá girðinguna til þess að átta mig betur á þessum óraunverulega en því miður áþreifanlega veruleika,“ segir Bryndís. Það var langt í frá að rúturnar kæmust klakklaust á tilsettum tíma Evrópski aðskilnaðar- múrinn rifinn n Fögnuðu falli Berlínarmúrsins með því að ráðast á Evrópumúrinn n Aðgerðalist Miðstöðvar um pólitíska fegurð vekur athygli Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Við þurfum slíka framtíðarsýn, sem er ómögulegt að móta sér í hefðbundnum stjórnmálum. Aðgerðalist Cesy Leonard, einn for- sprakka Miðstöðvar um pólitíska fegurð. Gaddavírsgirðing við landamæri Búlgaríu 33 kílómetra gaddavírsgirðingu hefur verið komið upp milli Búlgaríu og Tyrklands til að koma í veg fyrir straum flóttamanna. Mynd AlExAndEr BuEhlEr Íslensku bókmennta- verðlaunin: Þessir eru tilnefndir Tilnefningar til Íslensku bók­ menntaverðlaunanna voru kynntar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum nú fyrir skömmu. Félag íslenskra bóka­ útgefenda hefur veitt verðlaun­ in frá árinu 1989. Veitt eru verð­ laun í þremur flokkum: í flokki fagurbókmennta, fræðibóka, og barna­ og unglingabóka og eru fimm verk tilnefnd í hverjum flokki. Á sama tíma var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Sigur­ vegararnir verða tilkynntir á Bessastöðum í lok janúar. Eftirfarandi höfundar og þýðendur voru tilnefndir. Fagurbókmenntir Ófeigur Sig­ urðsson fyrir skáldsöguna Öræfi. Guð­ bergur Bergs­ son fyrir Þrír sneru aftur. Gyrð­ ir Elíasson fyrir smá­ sagnasafnið Koparakur. Kristín Eiríksdóttir fyrir ljóðabókina Kok. Þórdís Gísladóttir fyrir ljóðabókina Velúr. Fræðibækur og bækur almenns efnis Björg Guðrún Gísladóttir fyr­ ir minningasöguna Hljóðin í nóttinni. Egg­ ert Þór Bern­ harðsson fyrir Sveitin í sál­ inni: Búskap­ ur í Reykjavík og myndun borgar. Pétur H. Ármanns­ son fyrir Gunnlaug­ ur Halldórsson, arkitekt. Snorri Baldursson fyrir Lífríki Íslands ­ Viskerfi lands og sjávar. Sveinn Yngvi Egilsson fyrir Náttúra ljóðsins: Umhverfi íslenskra skálda. Barna- og unglingabækur Bryndís Björgvinsdóttir fyrir Hafnfirðinga­ brandarinn. Þórarinn Leifsson fyrir Maðurinn sem hataði börn. Ár­ mann Jak­ obsson fyr­ ir Síðasti galdrameist­ arinn. Eva Þengilsdóttir fyrir Nála ­ riddarasaga. Þórarinn og Sigrún Eldjárn fyrir Fuglaþrugl og naflakrafl. Þýðingar Gyrðir Elíasson fyrir þýðingu á ljóðasafninu Listin að vera einn eftir Shuntaro Tanikawa. Herdís Hreiðarsdóttir fyrir þýðingu á Út í vitann eftir Virginiu Woolf. Hermann Stefánsson fyrir þýð­ ingu á Uppfinning Morels eftir Bioy Casares. Jón Stefán Krist­ jánsson fyrir þýðingu sína á Náðarstund eftir Hönnuh Kent. Silja Aðalsteinsdóttir fyrir þýð­ ingu sína á smásagnasafninu Lífið að leysa eftir Alice Munro.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.