Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 22

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 22
20 6. skorti á siðferðiskerfi, sem gerir manninum mögulegt að fullnægja þörfum sínum án þess að ganga á rétt annarra, 7. tækni til að gera þá hluti, sem þarf til að lifa daglegu lífi, 8. getu til að vinna fullt starf, 9. skorti á gleði af tómstundaiðju eða skemmtunum, 10. skorti á getu til að hafa góð sam- skipti við fjölskyldu og vini. Ef til vill er lesandi minn vanari því að hugsa um andlega og félagslega truflun eða geðsjúkdóm sem "ómeðvit- aða geðflækju" fremur en skort á kunnáttu, tækni eða gildum, sem þarf til að lifa í samfélagi. Lesandi minn kann að gera ráð fyrir, að hver ein- staklingur geti lifað eðlilega, þegar hann hefur leyst sínar ómeðvituðu flækjur. Enn fremur er oft talið, að hið eina sanna meðferðarform sé einstaklings- eða hópmeðferð, þar sem hið talaða orð skiptir mestu máli sem tjáskiptaaðferð. Önnur meðferðarform eru gjarnan álitin annars flokks og aðeins notuð, þegar sjúklingurinn virðist ekki geta tekið þátt í samtals- meðferð. Til eru margar kenningar um orsakir og eðli geðsjúkdóma, en engin kenning hefur reynst fyllilega nothæf, þegar komið hefur til vísinda- legra rannsókna. Á sama hátt eru margvíslegar hugmyndir um, hver sé besta tegund meðferðar. Erfitt er að meta árangur meðferðar og enginn getur sagt, að ein tegund meðferðar sé betri en önnur. Minnast verður á geðlyf fáeinum orðum og hvernig þau samrýmast hugmyndum um iðjuþjálfun. Til er fjöldi lyfja, sem virðast hjálpa til að draga úr ranghugmyndum, kvíða, þunglyndi eða oflæti. Læknislyf eru venjulega gefin til að leiðrétta brengl- að efnafræðilegt ástand, en slíkt verð- ur ekki sagt um geðlyfin, þar sem efnafræðileg truflun hefur ekki fundist með vissu hjá þeim mikla fjölda ein- staklinga, sem hafa verið meðhöndl- aðir með þessum lyfjum. Hvernig og hvers vegna þessi lyf verka er að miklu leyti ókunnugt. Stundum sýna sjúklingar, sem fá geðlyf svo góðan bata, að engrar annarrar meðferðar er þörf. Öðrum sjúklingum batnar nokk- uð, en þurfa aðstoð til viðbótar til þess að læra að lifa í samfélaginu. Fáeinir sjúklingar virðast ekkert gagn hafa af geðlyfjum, jafnvel þótt mjög stórir skammtar séu gefnir. Þegar allir þessir óþekktu eða óvissu þættir eru hafðir í huga, má ætla, að geðsjúk- dómar geti stafað af: a) lífefnafræðilegum truflunum, b) samskiptum sjúklingsins við um- hverfi, sem gaf ekki skilyrði til að læra nægilega tækni til að lifa í samfélagi, c) eða hvoru tveggja. Sé talað frá praktísku sjónarmiði, er vissulega hægt að segja: ef meðferð með geðlyfjum einum saman gagnar, þá er það stórkostlegt. Gagni hún hins vegar ekki, þá skulum við reyna eitt- hvað annað.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.