Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Síða 29

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Síða 29
Lilja Ingvarsson, iöjuþjálfi 27 HANDLEIÐ SLA NEMA Mig langar að deila með ykkur þeirri ánægjulegu reynslu sem ég varð fyrir í sumar en það var að ég tók að mér að handleiða íslenskan iðjuþjálfanema í 12 vikna verknámi. Hún var í fyrra 12 vikna verknámi sínu og fékkst við meðferð sjúklinga með líkamleg vand- amál. Ég hafði ekki mikla reynslu í að hand- leiða nema en hafði þó ásamt öðrum iðjuþjálfa handleitt nema í 12 vikna verknámi 1985 þá nýkomin úr námi sjálf. Auðvitað var tilhugsunin um þetta verkefni núna blandin kvíða og tilhlökkun. Kvíða yfir því að vita nú ekki nógu mikið til að kenna neman- um, geta ekki svarað öllum spurning- um og geta ekki haldið skipulagi og haldið utan um alla þræði sem fylgja því að hafa nema. En tilhlökkunin var að sjálfsögðu yfir því að takast á við nýtt og spennandi verkefni. Þetta var svo sannarlega spennandi og ekki síst skemmtilegt. Það er ótrúlega gefandi að hjálpa iðjuþjálfanema að taka fyrstu skrefin í ferlinu í því að kom- ast að því að fræðilega þekkingin sem lærð er í skóla nýtist í raunveru- leikanum og virkar. Það er stórkost- legt að fylgjast með einstaklingi þrosk- ast og vaxa sem fagmanneskja, frá því að vera óöruggur nemi í það að vera tilbúin að starfa sem fullgildur iðju- þjálfí. Að sjálfsögðu er mikil vinna sem fylgir því að hafa nema og oft álag að vera alltaf til staðar til að svara spurn- ingum, spjalla um frammistöðu og gefa svörun (feedback), en það er líka ótrúlega gefandi. Mér finnst þetta mikilvægur þáttur í okkar starfi að handleiða nema og mikilvægt að einhvers konar handleiðslunám komist í gang þannig að þeir sem hafa áhuga geti aflað sér frekari þekkingar í þess- um efnum. Við megum ekki gleyma því að einhvern tíma kemur náms- braut við Háskóla Islands og þá verð- um við að handleiða nema og þá er gott að hafa reynslu.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.