Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Síða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Síða 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 5 Tímarit hjúkrunarfræðinga mun fylgjast með þessu en mun einnig sjálft breytast í takt við að félagið fer að vinna á nýjan hátt. Hvað það þýðir fyrir tímaritið er alveg óráðið. Möguleikarnir að sækja fram og búa til enn betra blað eru margir. Það er því spennandi og áhugaverður tími framundan fyrir ritstjóra og fyrir alla sem vilja taka þátt í að móta blaðið. Alveg óháð þessum breytingum er það skoðun ritstjóra að tímaritið eigi að birta miklu fleiri greinar sem fjalla um hvað hjúkrunarfræðingar gera fyrir skjólstæðinga sína, í daglegu tali klínískar greinar. En ekki er auðvelt að birta það sem er ekki skrifað. „Hvar eru eiginlega íhlutanirnar?“ spurði erlendur fyrirlesari nýlega á ráðstefnu um fjölskylduhjúkrun. Ég tek undir það – hvar eru greinarnar um íhlutanir hjúkrunarfræðinga? Í þessu tölublaði er hefðbundin blanda af faglegu og félagslegu efni, ásamt umfjöllun um hjúkrunarfræðinga og skoðanaskipti. Nefna má umfjöllun um rafræna lyfjaskráningu á Landspítala þar sem hjúkrunarfræðingar segja frá jákvæðum og neikvæðum hliðum þess kerfis sem nú er verið að innleiða. Fræðigreinarnar eru tvær og fjalla um mikilvæg efni – afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og alvarlega veika sjúklinga á legudeild. Þá eru fjögur viðtöl við hjúkrunarfræðinga og tengjast tvö þeirra umfjöllun um heimahjúkrun Heilsugæslunnar í Reykjavík og flutning hennar til Reykjavíkurborgar. Í félagslega hlutanum er fjallað um aðalfundinn, um fæðingarorlof og um dóm sem féll hjúkrunarfræðingi í óhag. Mörgum til ánægju er engin krossgáta en samt er nóg af efni að lesa og íhuga í sumar. Ritstjórnin óskar öllum félagsmönnum og öðrum lesendum góðs sumars. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Christer Magnusson Tekið er á móti efni til birtingar í netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Ragnheiður Alfreðsdóttir, formaður Auðna Ágústsdóttir Brynja Ingadóttir Dóróthea Bergs Herdís Sveinsdóttir Hildur Magnúsdóttir Sigríður Skúladóttir Fréttaefni: Christer Magnusson, Aðalbjörg Finnbogadóttir Ljósmyndir: Christer Magnusson, Sigurður Bogi Sævarsson o.fl. Próförk: Ágústa Þorbergsdóttir Auglýsingar: Mark – markaðsmál, Þórdís Una Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4100 eintök Pökkun: Iðjuþjálfun Landspítala SUMARIÐ FRAMUNDAN Nú er aðalfundur að baki og búið að kjósa nýja stjórn. Ný lög félagsins koma nú að fullu til framkvæmda og mun það breyta skipulagi og starfsháttum félagsins talsvert. Margir félagsmenn eiga eftir að átta sig á þessum breytingum. Til dæmis á starfsemi svæðisdeilda eftir að taka stakkaskiptum. Úrsögn FÍH úr Bandalagi háskólamanna kallar á endurskipulagningu og aukna þjónustu við félagsmenn. Christer Magnusson. RitstjóraspjallSkjót verkun eykur lífsgæði · Morguneinkenni einstaklinga með langvinna lungnateppu hafa mikil áhrif á lífsgæði þeirra · Symbicort FORTE verkar fljótt á morgnana, bætir þol og eykur þannig lífsgæði einstaklinga með langvinna lungnateppu 1)2)3) 1) Domingo-SalvanyA. et al AJRCCM 2002:166;680-685 2) Miravitlles M Quality of Life Res 2006:15;471-480 3) Halpin D. et al Respir Med 2008, 120;1615-1624

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.