Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Side 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 20096
Formaður félagsins, Elsa B. Friðfinnsdóttir,
setti fundinn. Í ávarpi sínu ræddi hún þá
erfiðu og sérkennilegu tíma sem nú eru
uppi í íslensku þjóðlífi og heilbrigðiskerfi.
Benti hún á að þrátt fyrir samdrátt og
hagræðingu í heilbrigðiskerfinu ættu
hjúkrunarfræðingar nú einstakt sóknarfæri
þar sem skortur á hjúkrunarfræðingum
hafi sveiflast á tæpu ári frá því að vera
20% í um 3% og víða væri fullmannað af
hjúkrunarfræðingum.
Slík staða gæfi hjúkrunarfræðingum gríðar-
lega möguleika á að efla gæði hjúkrunar og
að sýna fram á árangur hjúkrunarmeðferða.
Hjúkrunarfræðingar geti einnig tekið
að sér aukin verkefni, til dæmis innan
heilsugæslunnar í almennri móttöku
og heilsuvernd og stóraukið almenna
og sérhæfða heimahjúkrun. Sagði hún
hjúkrunarfræðinga eiga að efla sjálfstæð
störf hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni,
taka virkari þátt í eftirliti og meðferð
skjólstæðinga með langvinna sjúkdóma, til
dæmis með móttökum á hjúkrunarstofum
og sækja það fast að hjúkrunarfræðingar
fái takmarkað leyfi til lyfjaávísana.
Elsa lagði áherslu á að verkefnin, sem
fram undan eru, verði ekki leyst nema
með samstilltu átaki landsmanna. Þar
mætti enginn skorast undan ef íslenskt
samfélag og íslensk menning ætti að
halda velli. Sagði hún það skyldu Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga að vinna
með stjórnvöldum á hverjum tíma.
Hjúkrunarfræðingar byggju yfir þekkingu
og reynslu sem gæti skipt sköpum í þeirri
forgangsröðun verkefna sem fram undan
er og til að varna því að stjórnvöld grípi
til einhverra þeirra úrræða sem valda
óafturkræfu tjóni á heilbrigðiskerfinu. Lagði
hún áherslu á að sú hagræðing, sem
krafist verði í heilbrigðiskerfinu, verði ekki
tekin út á launum heilbrigðisstarfsmanna
Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is
AÐALFUNDUR 2009
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn á alþjóðadegi
hjúkrunarfræðinga 12. maí 2009. Þessi aðalfundur var um margt sögulegur. Á
fundinum tóku gildi ný lög félagsins sem staðfesta nýtt skipulag Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga þar sem meðal annars er horfið frá fulltrúalýðræði yfir í
beint lýðræði. Með því að leggja af fulltrúaþing kjörinna fulltrúa svæðisdeilda,
sem haldin voru annað hvert ár og taka þess í stað upp árlegan aðalfund þar
sem öllum félagsmönnum er heimil þátttaka, er æðsta vald félagsins flutt til
félagsmanna. Atkvæðisbærir aðalfundarmenn voru skráðir 112. Það voru því
fleiri félagsmenn sem skráðu sig á þennan aðalfund en sóttu fulltrúaþing en þar
sátu 80 fulltrúar.
Fráfarandi stjórn. Sitjandi frá vinstri: Stefanía Birna Arnardóttir varamaður, Elsa B. Friðfinnsdóttir
formaður, Halla Grétarsdóttir 1. varaformaður. Standandi frá vinstri: Fríða Björg Leifsdóttir ritari,
Elín Ýrr Halldórsdóttir 2. varaformaður, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir
meðstjórnandi og Guðrún Gyða Ölvisdóttir varamaður. Á myndinni vantar Eygló Ingadóttur gjaldkera.
heldur eingöngu með skýrri forgangsröðun
stjórnvalda, með sameiningu eða lokunum
stofnana og með takmörkun meðferða.
Skoraði hún á fundarmenn að taka
virkan þátt í umræðum og ákvörðunum
á eigin vinnustöðum og nærsamfélagi. Að
lokum sagði hún „Ég hvet ykkur einnig
til að hafa orð Vigdísar Magnúsdóttur,
heiðursfélaga í félaginu okkar, fyrr-
verandi hjúkrunarforstjóra og forstjóra