Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Side 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 7
Landspítalans – sem við kvöddum í liðinni
viku – sem hvatningu þegar hún þakkaði
fyrir að fá að fara til vinnu á hverjum degi,
hafa væntingar og finnast gaman.“
Á fundinum voru tekin fyrir lögboðin
mál aðalfundar. Reikningar félagsins
voru lagðir fram og samþykktir svo og
fjárhagsáætlun næsta árs. Starfsáætlun
félagsins var einnig samþykkt. Þar segir
meðal annars að félagið skuli hafa skýra
stefnu í hjúkrunar- og heilbrigðismálum
og láta sig varða og hafa frumkvæði
og taka virkan þátt í opinberri umræðu
um heilbrigðismál og heilbrigðisþjónustu
á grundvelli stefnu félagsins. Í kjara-
samningum, hvort heldur miðlægum eða
stofnanasamningum, verði ávallt lögð
áhersla á að kjör hjúkrunarfræðinga taki
mið af menntun, sérhæfni og ábyrgð og
að þau séu að minnsta kosti sambærileg
við kjör annarra háskólamanna. Félagið
haldi áfram að vera virkt í alþjóða-
samstarfi og það eignist fulltrúa í stjórn
Evrópusamtaka hjúkrunarfræðinga (EFN).
Rekstur félagssjóðs verði hóflegur og
mæti kröfum félagsmanna um þjónustu
Á fyrsta fundi stjórnar 28 maí var Aðalheiður D. Matthíasdóttir
kosin varaformaður, Ragnheiður Gunnarsdóttir gjaldkeri og
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir ritari.
Fyrirkomulagið við kosningu stjórnar er nokkuð flókið. Formaður
er kosinn í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna til
tveggja ára í senn. Elsa B. Friðfinnsdóttir, núverandi formaður,
gaf ein kost á sér til embættis formanns og var hún því sjálfkjörin.
Sjö fulltrúar eru kosnir á aðalfundum svæðisdeilda og eru það
að jafnaði formenn svæðisdeilda sem setjast í stjórn. Fagdeildir
geta boðið fram fulltrúa í sjö sæti og eru þeir kosnir á aðalfundi.
Í þetta sinn voru einmitt sjö í framboði og þeir því sjálfkjörnir.
Að lokum geta félagsmenn boðið sig fram í þrjú sæti. Sex gáfu
kost á sér á aðalfundi og var kosið milli þeirra. Þeir þrír, sem
fengu flest atkvæði, voru Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Hildur
Einarsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir.
Í stjórninni eru engir varamenn og stendur stóll því tómur ef
viðkomandi getur ekki mætt á fundi. Ekki er gert ráð fyrir að
fagdeildir og svæðisdeildir sendi annan fulltrúa í sinn stað.
Stjórnin vinnur ekki einungis á fundum heldur notast FÍH við
sérstakan verkefnavef. Þar fer fram umræða, birt eru skjöl til
yfirlestrar, fylgst er með framvindu verkefna og fleira í þeim
dúr.
Ný stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í aftari röð frá vinstri: Helga Atladóttir frá svæðisdeild Vesturlands, Stella S. Hrafnkelsdóttir frá fagdeild
lungnahjúkrunarfræðinga, Jóhanna Oddsdóttir frá svæðisdeild Vestfjarða, Jónbjörg Sigurjónsdóttir frá fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga, Hildur
Einarsdóttir, Þórdís Borgþórsdóttir frá fagdeild svæfingahjúkrunarfræðinga, Gunnar Helgason frá fagdeild gjörgæsluhjúkrunarfræðinga, Íris Dröfn
Björnsdóttir frá svæðisdeild Suðurnesja, Gunnhildur Gunnarsdóttir í forföllum Guðbjargar Pálsdóttur frá fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga, Fjóla
Ingimundardóttir frá svæðisdeild Suðurlands og Svanhildur Jónsdóttir frá fagdeild skurðstofuhjúkrunarfræðinga.
Í fremri röð frá vinstri: Dóróthea Bergs frá fagdeild taugahjúkrunarfræðinga, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður félagsins,
Aðalheiður D. Matthíasdóttir frá svæðisdeild höfuðborgarsvæðisins, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Kristín Thorberg frá svæðisdeild Norðurlands.