Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 13
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 9 Fundurinn samþykkti 5 ályktanir um mál er varða heilbrigðis þjónustuna og kjarasamningagerð. Ályktanir Sparnaður og hagræðing í heilbrigðiskerfinu Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga (FÍH), haldinn 12. maí 2009, óskar nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim erfiðu verkefnum sem fram undan eru. Aðalfundur FÍH vill ítreka nauðsyn þess að haft sé samráð við heilbrigðisstéttir varðandi aðgerðir sem snerta skjólstæðinga þeirra sem og vinnuumhverfi og kjör heilbrigðisstarfsmanna. Aðal- fundurinn skorar á ríkisstjórnina að gæta þess að sparnaður og hagræðing í heilbrigðiskerfinu komi ekki niður á öryggi sjúklinga. Einnig vill félagið minna á mikilvægi þess að halda áfram úti öflugri heilsuvernd í samfélaginu og koma þannig í veg fyrir að ástandið nú hafi skaðleg áhrif á heilsufar þjóðarinnar til langs tíma. Heimahjúkrun og hjúkrunarheimili Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 12. maí 2009, hvetur nýja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs að falla frá áætlunum um að færa yfirstjórn heimahjúkrunar og hjúkrunarheimila frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytis. Nýjar reglur um vistunarmat aldraðra leiða til þess að eingöngu þeir aldraðir, sem hafa fjölþætt heilbrigðisvandamál og þurfa mikla hjúkrunarþjónustu, vistast nú á hjúkrunarheimilum enda úrræði félagsþjónustunnar þá fullreynd. Þjónusta á hjúkrunarheimilum er fyrst og fremst heilbrigðisþjónusta og getur því ekki fallið undir hugmyndafræði félagsmála. Samningar um sjálfstæðan rekstur Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga, haldinn 12. maí 2009, hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga sbr. lög um heilbrigðisþjónustu frá 1. september 2007 þar sem kveðið er skýrt á um heimild ráðherra til að semja um og bjóða út bæði rekstur og kaup á heilbrigðisþjónustu. Aðalfundurinn bendir á að styttri legutími á sjúkrahúsum og áhersla á að aldraðir og langveikir búi sem lengst á eigin heimilum kalli á aukna sérhæfða hjúkrunarþjónustu utan stofnana. Með slíkum samningum má bæta gæði í heilbrigðisþjónustu og draga úr kostnaði. Um byggingu nýs Landspítala Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga, haldinn 12. maí 2009, lýsir fullum stuðningi við framkomnar tillögur Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra LSH, um byggingu nýs Landspítala. Aðalfundurinn leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að sameina starfsemi spítalans á einn stað hið fyrsta. Slík sameining mun án efa leiða til aukinna gæða þjónustunnar og meiri hagkvæmni í rekstri. Um kjarasamninga Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga, haldinn 12. maí 2009, hvetur stjórnvöld til þess að ljúka sem fyrst gerð kjarasamnings við félagið. Við þær efnahagsaðstæður, sem þjóðin glímir nú við, er mikilvægara en nokkru sinni að festa sé í kjaramálum. Slíkt auðveldar stjórnvöldum, stjórnendum stofnana og launamönnum að gera raunhæfar áætlanir í rekstri. Það leiðir einnig til stöðugleika í starfsemi sem er einn grunnþátta góðrar heilbrigðisþjónustu. Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga var í ár haldinn 12. maí sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim undir yfirskriftinni „Gæði í þjónustu við almenning. Hjúkrunarfræðingar leiða nýjungar“. Í tilefni dagsins voru nýjungar í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu, sem hjúkrunarfræðingar leiða eða vinna að, kynntar með veggspjöldum á aðalfundinum. Fræðslunefnd félagsins hafði veg og vanda af undirbúningi veggspjaldakynningarinnar í samstarfi við fagdeildir félagsins. Meðal annars kynnti fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga þjónustu og nýjungar sem hjúkrunarfræðingar leiða í mæðravernd, ung- og smábarnavernd, skólaheilsugæslu, hjúkrunarmóttöku og heimahjúkrun, fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga kynnti nokkrar nýjungar í hjúkrun krabbameinssjúklinga og fagdeild gigtarhjúkrunarfræðinga kynnti starfsemi dagdeildar fyrir gigtarsjúka á LSH. Fleiri fagdeildir voru með kynningar bæði á fagdeildunum sjálfum og starfsemi þeirra. Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.