Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200910
Með ráðningu á Landspítala er Hulda komin heim til Íslands. Hún fluttist til Noregs í janúar 1989 og fannst
henni mjög gott að búa úti. „Fólk er að spyrja mig hvernig er í Noregi en ég get eiginlega bara sagt hvernig er
í Ósló. Noregur er svo langt land og menningin svo ólík þannig að maður þarf að passa sig að alhæfa ekki.
Ósló er ekki lengur sveitabær, borgin er orðin stórborg eins og New York og Kaupmannahöfn. Þar fæst allt,
bæði gott eins og listir og góð veitingahús og slæmt eins og eiturlyfjanotkun en hún er orðin mjög mikil. Mér
leið mjög vel í Ósló og ég kunni vel við veðráttuna og nálægðina við náttúruna.“ Hulda segir að árstíðaskiptin
á Óslóarsvæðinu séu mjög skýr og það fari til dæmis ekki milli mála þegar vorið byrjar, þá er mikil litadýrð
þegar blómin og trén springa út. Þessi skýru skil er eitt af því sem hún mun sakna hér á Íslandi.
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
„Allar breytingar þarf að ræða á faglegum forsendum. Stjórnun þarf að byggjast á gagnreyndri þekkingu og ekki
á duttlungum stjórnandans,“ segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala.
VAKTASKIPTI Á LANDSPÍTALA
Hulda Gunnlaugsdóttir er hjúkrunarfræðingur sem hefur verið mikið í fréttum
undanfarið og mun eflaust vera áfram. Fyrir hálfu ári var hún ráðin sem forstjóri
Landspítala og er það eitt stærsta verkefnið sem heilbrigðisstarfsmaður getur
ráðist í. Forvitnilegt er að heyra hvernig gengur og hvert stefnir í hennar huga.