Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Síða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Síða 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200912 Landspítali og kreppan Landspítali stendur nú eins og aðrar stofnanir frammi fyrir mjög erfiðu verkefni – miðað við fjárlög þarf að spara 2,7 miljarða í rekstri 2009. Hulda vill frekar tala um hagræðingu en um sparnað. „Að spara er eitthvað sem við gerum í banka, við leggjum til hliðar. Því er ekki um sparnað að ræða hér. Þegar við erum bara að „spara“ eins og það er kallað erum við ekki að stjórna kostnaði. Að forgangsraða og kostnaðarstýra er það sem við eigum að gera. Verkefnið er alltaf það sama, að ná meiri heilsu úr hverri krónu,“ segir hún. Í þessum aðgerðum eru markmiðin tvö. Í fyrsta lagi á ekki að lækka þjónustustigið. Sjúklingar eiga rétt á að fá þjónustu á góðum gæðum. Í öðru lagi á að reyna að komast hjá því að segja upp starfsfólki. Það er alls ekki víst að þessi markmið náist. Á sama tíma þarf að hugsa fram í tímann og búa til starfsvettvang sem sé aðlaðandi og er þetta mjög ögrandi verkefni. Hulda snýr dæminu við og spyr sig hvað var gert fyrir Landspítala í góðærinu. Í rauntölum hafa fjárframlög minnkað síðustu ár en á sama tíma tókst að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík. Þetta hefur kostað sitt – byggingalega og tækjalega var ekki gott árfæri í góðærinu, það gleymdist að þróa þessa þætti spítalans í takt við tímann. Nauðsynlegt sé að byggja nýjan spítala. Hulda segir að starfsemi spítalans sé mjög góð en hún hugsar mikið um hvernig sé hægt að gera hana enn betri. Hún vill vinna að því sem á ensku er kallað „hospital of excellence“ eða framúrskarandi sjúkrahús. Hér er af mörgu að taka. Fara þarf yfir verkferla og mönnunarsamsetningu en þar þarf að skoða verkefni, menntun, rannsóknir og fjölda starfsmanna. Sem dæmi nefnir Hulda spítalasýkingar. Hver sýking kostar pening en er einnig gæðamál, bæði fyrir sjúklinginn, starfsmenn og samfélagið. Hvernig er vinnuumhverfi starfsmanna sem þurfa að taka til og gefa sýklalyf, hvað gerist í náttúrunni þegar lyfin á endanum skila sér í sjóinn? Hvaða áhrif hefur breytt mönnun og menntun starfsmanna á spítalasýkingar? Allt þetta þurfi að skoða gagnreynt. Forgangsröðun Mikið er nú talað um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. En hverjir eiga að forgangsraða? „Stjórnmálamenn eiga að mála stóru myndina. Þeir eiga að búa til umgjörðina ásamt stefnumörkun fyrir landið og veita fé á hverjum tíma. Við heilbrigðisstarfsmenn eigum að forgangsraða innan þess ramma,“ segir Hulda. „Ef byrja á með nýja meðferð þarf að endurskipuleggja, ekki fara á torg og krefjast meiri peninga.“ En eins og staðan er núna gæti tekið tíma að snúa hugsunarhættinum við. „Við höfum ekki val um að velja, þörfin fyrir að endurnýja tæki og aðstöðu er mjög mikil. Við erum alltaf eftir á,“ segir Hulda. Í ræðu sinni á ársfundi Landspítala í maí sl. setti Hulda fram ráð til heilbrigðisráðherra um áhersluþætti í heilbrigðismálum Íslendinga í fjórum atriðum og var það sem hún kallar nær þjónustu fyrst á listanum, fyrirbyggandi aðgerðir. Nýtt háskóla sjúkrahús og styrkja þekkingu sjúkratrygginga og ákveða hvaða þjónustu á að kaupa og fyrir hvaða verð. Það kann að þykja merkilegt að forstjóri Landspítala setur Landspítala sjálfan í þriðja sæti. „Við vitum öll að það er hættulegt að vera á sjúkrahúsi. Fólk á helst ekki að koma á sjúkrahús heldur á stefnan að vera að halda því fyrir utan. Þess vegna þurfum við að vinna fyrirbyggjandi og styrkja heilsugæsluna og heimahjúkrun.“ Hulda segir að við eigum tæki og tól sem þarf til þess að forgangsraða, til dæmis stefnumótun og áhættumat. Nú þurfi bara að vinna verkið. Það er öruggt að það verður ekki auðvelt. Reynslan sýnir að oft sé erfiðast að breyta verkferlum og vinnuskýrslum. En með því að breyta hugsun okkar sé hægt að gera breytingar sem virðast fyrst ótækar. Til dæmis hefur verið mikil umræða um sameiningu bráðamóttaka en Hulda segir að fyrst við getum flutt sjúkling með kransæðastíflu frá Ísafirði og til Reykjavíkur innan 3 tíma þá hljótum við að geta skipulagt þjónustu bráðamóttöku þannig að við náum því marki að bæta gæði þjónustunnar fyrir alla sjúklingahópa. Til þess að verða framúrskarandi sjúkra- hús þarf samanburð. Hulda segir að Landspítali eigi fyrst og fremst að miða sig við sjúkrahús á Norðurlöndum. Einnig hefur Landspítali verið að bera saman ákvæðna þætti við sjúkrahús í Bretlandi og Bandaríkjunum. Á þessum stöðum eru til að mynda Íslendingar sem eru að velta því fyrir sér hvort þeir eiga að flytja heim eftir nám eða verða eftir úti. Launin er ekki alltaf mikilvægasti þátturinn í þeirri ákvörðun heldur starfsumhverfið og hvort sérmenntunin, sem viðkomandi hefur aflað sér, nýtist hér heima og að viðkomandi eigi möguleika á að þróa sig í starfi. Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því að byggja þarf nýtt háskólasjúkrahús. Með því megi tryggja að Landspítali geti áfram veitt bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Hulda ávarpar hjúkrunarþingið haustið 2008. „Við þurfum að vinna fyrirbyggjandi og styrkja heilsugæsluna og heima hjúkrun.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.