Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200914 Inngangur Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein um vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga í Hjúkrun, tímarit Hjúkrunarfélags Íslands. Síðan hafa margir hjúkrunarfræðingar hafið störf og þótt ýmislegt, sem þá var að varast, sé enn fyrir hendi má búast við að viðhorf til ýmissa hluta hafi breyst svo og lög og reglur. Margt heldur þó sínu fulla gildi. Í þessari grein mun ég að mestu halda mig við sömu atriði og í fyrri grein en dreg úr og bæti við eins og þurfa þykir. Í fyrri greininni var langur listi heimilda enda þá erfiðara um vik fyrir lesendur að afla sér þekkingar upp á eigin spýtur. Í þessari grein verður sú leið valin að benda á hvað helst er við að eiga í vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og bent á innlent fræðsluefni á Netinu en ætlunin er fyrst og fremst að vekja hjúkrunarfræðinga til umhugsunar um starfsumhverfi sitt. Áhættumat Árið 2003 kom það ákvæði inn í vinnu- verndarlögin (lög nr. 46/1980) að öllum atvinnurekendum er skylt að gera áhættumat og skriflega áætlun um forvarnir á vinnustaðnum. Þetta gildir jafnt um stóra og litla vinnustaði. Í 66. gr. laganna segir að þegar gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þar á meðal mat á áhættu og áætlun um heilsuvernd, krefst færni sem atvinnurekandi eða starfsmenn hans hafa ekki yfir að ráða skuli atvinnurekandi leita aðstoðar til þess hæfra þjónustuaðila sem hafa hlotið viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til þeirra starfa. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. Hún starfar á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlits ríkisins. Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, hkg@ver.is VINNUUMHVERFI HJÚKRUNARFRÆÐINGA Margar hættur leynast í vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Atvinnurekandanum ber að sjá til þess að vinnuaðstæðurnar stefni ekki hættu fólks í voða en starfsmenn hafa einnig skyldur. Mestu máli skiptir að afla sér upplýsinga, gæta varkárni og fara eftir settum reglum og leiðbeiningum. Allnokkrir þjónustuaðilar hafa til þessa fengið viður kenningu Vinnu eftir litsins. Ýmist er um að ræða heild stæða viður- kenningu en þá eiga þjónustuaðilarnir að vera færir um að gera áhættumat og skriflega áætlun um forvarnir vegna „eðlisfræðilegra, efnafræðilegra, líffræði- legra, vistfræðilegra og sálfræði- legra þátta“. Hins vegar er um að ræða viður kenningar á sérsviðum, þ.e. með áherslu á andlega og félagslega áhættuþætti, á líkamlega áhættuþætti, á öryggi, slysahættu og efnamengun á vinnustöðum og loks eru þjónustuaðilar á sviði matvæla- og efnaiðnaðar á vinnustöðum. Lista yfir þjónustuaðila má finna á vef Vinnueftirlitsins, www. vinnueftirlit.is. Í 67. gr. laganna er fjallað um heilsu- fars skoðanir starfsmanna og þar segir meðal annars: „Starfsmenn skulu eiga kost á heilsufarsskoðun á kostnað atvinnu- rekanda áður en þeir eru ráðnir til starfa, meðan þeir eru í starfi og þegar við á eftir að þeir eru hættir störfum, enda séu starfs- skilyrði þeirra slík að heilsutjón geti hlotist af og ástæða til þess að ætla að á þann hátt megi koma í veg fyrir eða hefta atvinnu- sjúkdóma og atvinnu tengda sjúkdóma.“ Leiðbeiningar um vinnutengdar heil- brigðisskoðanir, skráningu og tilkynningar slysa, atvinnusjúkdóma og atvinnu- tengdra sjúkdóma er að finna á vef Vinnueftirlitsins. Í reglugerð (nr. 920/2006) um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum er lögð sérstök áhersla á áhættumat og þar með ábyrgð atvinnu- rekenda. Sýkingar Enn sem fyrr eiga hjúkrunarfræðingar á hættu að smitast í vinnunni og hefur þessu atriði ef til vill verið gefinn of lítill gaumur hérlendis. Meðal sýkingavalda eru einkum lifrarbólguveirur, B og C, HIV- veirur og berklabakteríur að frátöldum öðrum margvíslegum sýkingum sem hætta er á við umönnun veiks fólks. Á vef landlæknisembættisins er auðvelt að fá greinargóðar upplýsingar um smitleiðir og forvarnir helstu smitsjúkdóma, www. landlaeknir.is. Mesta smithættan við stunguslys, áður en bólussetning var möguleg og almenn, var af lifrarbólguveiru B sem er mest smitandi af veirunum sem valda lifrarbólgu. Til að koma í veg

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.