Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Qupperneq 19
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 15
Margir hjúkrunarfræðingar þurfa að taka til stungulyf og nálarstungur eru algengar hjá
hjúkrunarfræðingum.
fyrir sýkingu vegna lifrarbólguveira er
heilbrigðisstarfsmönnum boðið upp á
bólusetningar. Gefnar eru þrjár sprautur á 6
mánaða tímabili. Þótt sumir virðist ekki mynda
mótefni eftir bólusetningu virðist bóluefnið
þrátt fyrir það vernda gegn sýkingu því að
ekki er vitað til að neinn bólusettur hafi sýkst.
Ekki er til bóluefni gegn lifrarbólguveiru C en
smit hjá heilbrigðisstarfsfólki vegna hennar
er mjög sjaldgæft. Heilbrigðisstarfsmenn
smitast einnig afar sjaldan af HIV-veirum í
vinnunni.
Forvarnir gegn smitsjúkdómum felast
ekki hvað síst í hreinlæti, að farið sé með
blóðmengaðar sprautunálar og önnur
áhöld eins og ævinlega séu möguleikar
á smiti, að ítrasta hreinlætis sé gætt í
meðferð á hráka og grímur notaðar þegar
það á við. Bæklingur um líffræðilega
skaðvalda er aðgengilegur á heimasíðu
Vinnueftirlitsins.
Bólusetningar gegn berklum eru ekki
gerðar hjá heilbrigðisstarfsmönnum
hérlendis eins og tíðkaðist áður fyrr en
mælt er með að starfsmenn fari reglulega
í berklapróf.
Hjúkrunarfræðingar hérlendis hafa
smitast af berklum sem rekja mátti
til vinnunnar. Ekki er vitað til þess að
þeir hafi fengið bætur vegna þessa
en hafa skal í huga að atvinnutengda
sjúkdóma og atvinnusjúkdóma ber
að tilkynna til Vinnueftirlitsins á þar til
gerðum eyðublöðum sem sækja má á vef
Vinnueftirlitsins.
Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er einnig
að finna lista yfir atvinnusjúkdóma sem
Vinnueftirlitið óskar eftir að séu tilkynntir.
Inflúensa er dæmi um smitsjúkdóm
sem erfitt er að vita nákvæmlega hvar
fólk smitast af en sýnt hefur verið fram
á að ungt, hraust fólk, sem vinnur á
heilbrigðisstofnun og lætur ekki bólusetja
sig gegn inflúensu, er óbeint að setja
skjólstæðinga sína í aukna smithættu
því að það getur borið smit inn á
stofnanirnar. Mikið hefur verið skrifað um
nauðsyn árlegrar inflúensubólusetningar
og mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk
láti bólusetja sig. Smitleiðir inflúensu eru
bæði loftborið úðasmit og snertismit því
að veiran sest á yfirborð í kringum þá sem
eru veikir og getur lifað þar töluverðan
tíma. Tíður og vandaður handþvottur/
hreinsun getur fyrirbyggt smit.
MÓSA (methicillin ónæmur staphylo-
coccus aureus) getur verið vandamál
inni á sjúkrahúsum. Hjúkrunar fræðingar
geta smitast af MÓSA (og fleiri gerðum
af bakteríum sem orðnar eru ill- eða
ónæmar fyrir sýklalyfjum) í vinnu sinni
og sumir jafnvel sýkst. Nokkur dæmi
eru um að hjúkrunarfræðingar og aðrir
heilbrigðisstarfsmenn hafi verið settir í
svo kallaða upprætingarmeðferð vegna
MÓSA til að reyna að losa bakteríuna af
viðkomandi einstaklingum. Þetta er fyrst
og fremst húðbaktería og handhreinsun
með þvotti eða spritti best til að rjúfa
smitleiðina.
Eins og áður segir er hægt að fá
greinargóðar upplýsingar um smit-
sjúkdóma og varnir gegn þeim hjá
landlæknisembættinu.
Lyf og önnur efni
Ýmsir lyfjaflokkar og efni, sem notuð eru
til sótthreinsunar, geta verið hættuleg
ef óvarlega er með þau farið. Hér er
til dæmis um að ræða frumuhemjandi
lyf (cytostatica), svæfingarlyf, glaðloft,
fúkkalyf og sótthreinsiefni.
Grunsemdir hafa verið uppi um það
að meðhöndlun frumuhemjandi lyfja