Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Qupperneq 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Qupperneq 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200920 Þann 30. desember á síðasta ári undirrituðu Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi heilbrigðisráðherra, samning um flutning heimahjúkrunar frá ríki yfir til borgar. Samningurinn er grundvöllur þriggja ára tilraunarverkefnis sem gildir út árið 2011 og er markmið hans meðal annars að gera fleirum en áður kleift að búa heima þrátt fyrir öldrun, fötlun, veikindi eða skerta getu til daglegra athafna. Samkvæmt samningnum sér borgin um rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík allan sólarhringinn alla daga ársins. Þar fyrir utan tekur samningurinn til reksturs sólarhringsheimahjúkrunar árið um kring í Seltjarnarnesbæ, reksturs kvöld-, nætur-, helgar- og helgidagaþjónustu heimahjúkrunar í Mosfellsbæ að hluta og rekstur næturþjónustu í Kópa- vogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Í tilefni af samningnum var stofnuð ný skipu- lagseining innan velferðarsviðs Reykja- víkur borgar, Heimaþjónusta Reykja- víkur, og hefur Berglind Magnús dóttir öldrunarsálfræðingur verið ráðinn yfir- maður einingarinnar. Runnið liðugt í gegn „Stjórnsýslulega tilheyrir heimahjúkrunin borginni. Launin greiðir ríkið nema hvað allir nýir starfsmenn frá 1. janúar 2009 eru ráðnir skv. launakjörum borgarinnar og viðkomandi stéttarfélags. Í raun tel ég að starfsfólkið hér eigi að finna afskaplega lítið fyrir breytingunni og allra síst skjólstæðingar okkar. Þeir fá þjónustuna með sambærilegum hætti og var og vonandi verður hún enn betri í fyllingu tímans,“ segir Þórdís. „Þessi breyting hefur runnið afskaplega liðugt í gegn. Reyndar er ég enn að læra á hvernig stjórnkerfi Reykjavíkurborgar virkar; boðleiðirnar eru aðrar en hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og stjórnkerfið talsvert öðruvísi. Öllu slíku þarf maður að venjast,“ segir Þórdís sem bætir við að reynsla Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Akureyrarbæjar, sem annast heimahjúkrun, hafi verið höfð til hliðsjónar í þessu verkefni. Einnig hafi verið horft til Norðurlandanna en þar er hefð fyrir því að sveitarfélög hafa alla nærþjónustu við íbúa á sinni hendi. Tólf teymi Hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur starfa á bilinu 150 til 160 starfsmenn og er Berglind Magnúsdóttir forstöðumaður. Að auki starfa hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar um 340 starfsmenn sem sinna félagslegri heimaþjónustu og veitir Sigrún Sigurður Bogi Sævarsson, sigbogi@simnet.is „ÁVINNINGURINN ER MARGÞÆTTUR“ HEIMAHJÚKRUN TIL REYKJAVÍKURBORGAR „Ávinningur þess að heimahjúkrun sé í umsjón borgar en ekki ríkis, eins og áður var, er að mínum dómi margþættur. Samstarfið leiðir til aukinnar samfellu í þjónustunni fyrir einstaklinga í heimahúsum sem ætti að skila sér í betri heildarþjónustu. Félagslega heimaþjónustan er áfram gerð út frá þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Ég sé raunar fyrir mér að samstarfið verði enn nánara þegar málefni fatlaða verða komin yfir til sveitarfélaganna í ársbyrjun 2011, eins og nú er stefnt að,“ segir Þórdís Magnúsdóttir, forstöðumaður heimahjúkrunar hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur. „Í raun tel ég að starfsfólkið hér eigi að finna afskaplega lítið fyrir breytingunni og allra síst skjólstæðingar okkar,“ segir Þórdís, forstöðumaður heimahjúkrunar hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.