Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Side 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200922 – Háskólasjúkrahúsi og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. En hverjir eiga rétt á heimaþjónustu? Nefna má dæmisögu af manni sem handleggsbrotnaði og fékk góða aðstoð nágranna við að komast í föt á morgnana og sinna nauðsynlegum heimilisstörfum. Útilokað var að treysta á stuðning ættmenna sem búa úti á landi. Það var svo ekki fyrr en viðkomandi var laus úr fjötrum sem hann leiddi hugann fyrst að því að ef til vill átt rétt á einhvers konar stuðningi. „Fólk í svona stöðu á fortakslaust rétt á heimaþjónustu, sem er meðal annars hugsuð sem tímabundinn stuðningur eftir slys, veikindi eða annað. Líklega hefði þessi maður getað sótt um félagslega heimaþjónustu til þjónustumiðstöðvar í sínu hverfi. Beiðni um heimahjúkrun þarf alltaf að koma með formlegum hætti annaðhvort frá sjúkrahúsi, heilsugæslunni eða öðru heilbrigðisstarfsfólki,“ segir Þórdís sem bætir við að margir af skjólstæðingum heimahjúkrunar njóti aðeins tímabundinnar þjónustu. Í fyrra hafi til dæmis 13% þeirra sem þjónusta var veitt til á árinu farið í varan- lega vistun á hjúkrunarheimilum, 12% síðastliðið haust. Enda þótt ekki hafi verið bitið úr nálinni um afleiðingar þess er þó ljóst að víða þarf að skera niður. Lengi hefur staðið til að gera átak í byggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða en vísast verða þau áform endurskoðuð vegna kostnaðar. Í þeim samningi, sem flutningur heimahjúkrunar frá ríki til borgar byggist á, er raunar lagt upp með að með efldri heimaþjónustu geti fólk, sem þarf á hjúkrunaraðstoð að halda, verið lengur heima en verið hefur. Ný viðmið í vistunarmati gera raunar ráð fyrir þessu sama, að inn á hjúkrunarheimili fari aðeins það fólk sem mestrar aðhlynningar þarf. „Ef til vill má segja að margt af því fólki, sem hefur farið inn á hjúkrunarheimili, hefði getað verið lengur heima með góðri aðstoð. Hitt ber á að líta, að í sumum tilvikum er bakland einstaklinganna veikt, ellegar þeir vilja ekki leggja það á ættmennin sín að sjá um sig. Sömuleiðis má segja að fólk, sem á til dæmis erfitt með gang, getur mjög illa verið í íbúð á fjórðu hæð í lyftulausri blokk en því eru flestir vegir færir sé húsnæðið hentugra. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að á næstu árum er full þörf á átaki í byggingu hjúkrunarheimila því að á síðustu misserum hefur verið gerð gangskör í að fækka eða leggja af fjölbýlisherbergi enda eru þau alls ekki í samræmi við kröfur og viðhorf dagsins í dag. Þetta hefur fækkað þeim hjúkrunarrýmum sem fyrir eru og því verður að mæta enda dugar efld heimaþjónusta ekki þörfum allra. Þá er í mannfjöldaspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir töluverðri fjölgun í elstu aldurshópum þjóðarinnar á næstu áratugum og samkvæmt þeirri staðreynd verða stjórnvöld að starfa,“ segir Þórdís Magnúsdóttir að síðustu. lögðust inn á sjúkrahús og komu heim aftur. Ámóta oft tók hin félagslega heimaþjónusta við keflinu. Um 7% féllu frá. Í 31% tilvika náðu einstaklingar meðal annars með góðum stuðningi starfsfólks heimahjúkrunar þeirri heilsu að liðveisla heimahjúkrunar varð betri. Þekking iðjuþjálfa nýtist vel Í mörgum tilvikum þarf hins vegar langvarandi þjónustu, hvort heldur er um að ræða líkamlega eða andlega þjónustu. Margir hafa til dæmis notið aðstoðar heimahjúkrunar í mörg ár og getað verið á sínu heimili. Í mörgum þessara tilvika þarf oft að endurmeta þjónustuna og aðstæður á heimilinu. Þar nýtist kunnátta og þekking iðjuþjálfa heimahjúkrunar sér mjög vel, svo sem með tilliti til breytingar á aðbúnaði á heimilum. Einnig þegar meta á þörf fyrir hjálpartæki sem nýtast sem best við aðhlynningu og umönnun einstaklinga og gera fólki mögulega að vera sem mest sjálfbjarga. Við heimhjúkrun er einnig starf rækt geðteymi þar sem starfa hjúkrunar- fræðingar, sjúkraliðar og félagsráðgjafi sem sinna einstaklingum með geðsjúkdóma og eru átján ára og eldri. Meginmarkmið með starfsemi teymisins er styðja einstaklinginn í heimaumhverfi, vinna að því að efla getu hans og færni og meta líkamlega og andlega heilsu. Teymið hefur verið starfrækt síðan 2004 en frá því sagði í grein í Tímariti hjúkrunarfræðinga í júní 2007. Heima með góðri aðstoð Ísland er í sárum eftir bankahrunið „Ef til vill má segja að margt af því fólki, sem hefur farið inn á hjúkr- unar heimili, hefði getað verið lengur heima með góðri aðstoð.“ Vel heppnuð ráðstefna um fjölskylduhjúkrun

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.