Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Síða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Síða 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200924 Markmið laganna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og þeim er ætlað að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Starfsmaður, sem hefur töku fæðingar- orlofs, telst leystur undan vinnuskyldu meðan á fæðingarorlofi hans stendur. Fæðingarorlof er skv. lögunum leyfi frá launuðum störfum sem stofnast við: • Fæðingu • Frumættleiðinu barns yngra en átta ára • Töku barns yngra en átta ára í varanlegt fóstur Rétt til fæðingarorlofs eiga allir starfs- menn sem hafa verið í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði. Réttur til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði skapast þegar starfsmenn hafa verið samfellt í 6 mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir fæðingardag barns eða þann tíma þegar barn kemur inn á heimili við ættleiðingu/ varanlegt fóstur. Við mat á vinnuframlagi sjálfstætt starfandi skal tekið mið á skilum á tryggingargjaldi fyrir sama tímabil. Foreldrar eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að þrjá mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þessi réttur er ekki framseljanlegur, auk þessa eiga foreldrar sameiginlegan rétt á þremur mánuðum til viðbótar sem annað Cecilie Björgvinsdóttir, cissy@hjukrun.is FÆÐINGARORLOF Cecilie Björgvinsdóttir, verkefnisstjóri kjara- og réttindamála, fjallar hér um réttindi félagsmanna við fæðingu barns. foreldrið getur tekið í heild eða foreldar skipt með sér. Foreldri getur haft rétt til fæðingarorlofs í allt að 9 mánuði hafi hitt foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðst lifandi. Réttur til fæðingarorlofs stofnast við fæðingu barns, þó er heimilt að hefja töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag sem er staðfestur með læknisvottorði. Móðir skal vera í fæðingarorlofi að minnsta kosti fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu barns. Við ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur er miðað við þann tíma er barnið kemur inn á heimilið enda staðfesti þar til bærir aðilar ráðstöfunina. Sæki foreldrar barnið til annarra landa getur fæðingarorlof hafist við upphaf ferðar enda hafi viðkomandi yfirvöld/stofnun staðfest að barn fáist ættleitt. Réttur til fæðingarorlofs vegna ættleiðingar/ varanlegs fósturs fellur niður 18 mánuðum eftir að barnið kom inn á heimilið. Réttur foreldris til fæðingarorlofs er bundinn því að það fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá, forsjárlaust foreldri á rétt til fæðingarorlofs liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána. Ef annað foreldrið andast áður en barn nær 18 mánaða aldri færist sá réttur til fæðingarorlofs sem hinn látni hefur ekki þegar nýtt sér yfir til eftirlifandi foreldris. Um töku fæðingar- og foreldraorlofs gilda lög nr. 95/2000 og er grein þessi byggð á fyrrgreindum lögum ásamt 13. kafla kjarasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Eingöngu er fjallað um fæðingarorlof að þessu sinni þó svo að lögin taki einnig til foreldraorlofs. Lögin taka til réttinda foreldra á innlendum vinnumarkaði og eiga bæði við um foreldra sem eru starfsmenn eða sjálfstætt starfandi, lögin fjalla einnig um réttindi foreldra utan vinnumarkaðar og í námi til fæðingarstyrks.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.