Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Qupperneq 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Qupperneq 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200930 Hvað kom til að þú fluttist til Íslands? „Það er löng saga að segja frá því. Ég heyrði fyrst um Ísland þegar ég var 6 ára. Þá var eldgos í Heimaey. Pabbi er jarðfræðingur og var búinn að segja mér frá eldfjöllum og ég var orðin hrædd við þau. Því fylgdist ég vel með gosinu í Heimaey. Mér fannst stórmerkilegt að Íslendingar mokuðu bara öskunni af húsþökum sínum og ætluðu að búa þar áfram. Þangað var ég ákveðin að komast.“ Nokkrum árum seinna rakst hún aftur á landið fagra. „Tíu ára fékk ég mislinga og þurfti að vera heima en leiddist mikið. Ég náði þá í kortabók og fann þar pínulitla mynd af Íslandi sem ég afritaði á smjörpappír. Eftir að hafa skoðað kortið leist mér best á blett fyrir norðan Hofsjökull og ákvað að ég ætlaði að búa þar. Þegar ég var um tvítugt hafði ég verið í fjölmiðlafræði, sálfræði og þjóðháttafræði í háskólanum í München en ákvað að breyta algerlega til. Um sumarið 1987 fór ég til Íslands og vann þar í sveit í tvö sumur í heyskap og tamningum. Um haustið 1988 fór svo að ég innritaði mig í Háskólann á Akureyri.“ Háskólinn á Akureyri var þá nýstofnaður og ekki kominn í símaskrá en Kerstin fékk símanúmerið hjá Menntaskólanum á Akureyri. Eitt af því sem boðið var upp á var hjúkrun og Kerstin ákvað að skrá sig þó að hún vissi varla hvað hjúkrun var. „Ég kynntist hjúkrunarfræðingi í sveitinni þegar ég slasaðist og sauma þurfti skurð á fæti. Það hljóp sýking í sárið en hjúkrunarfræðingur sá um að fylgjast með því. Hann syndi mér hvernig ég gæti gert það sjálf. Mér fannst hann mjög fær og ég tók eftir því að hann hafði mig með í ráðum – fyrstur heilbrigðisstarfsmanna sem ég hafði kynnst til þessa.“ Þetta var í annað sinn sem hjúkrun var kennd. Það var spennandi og alhliða nám með frábærum kennurum og litlum og samheldnum hópi nemenda en í árganginum voru níu konur sem Kerstin heldur enn samband við. Kerstin fékk þó ekki námslán fyrstu árin þar sem hún hafði búið allt of stutt á Íslandi. Í staðinn vann hún með námi á sjúkrahúsinu á Akureyri, fyrst í þrifum en svo við aðstoðarstörf í hjúkrun. Undir lok námsins vann hún sem sjúkraliði á fæðingardeild og öldrunardeild. Það var mjög gott að fá þessa reynslu og Kerstin er þakklát í dag fyrir að hafa ekki tekið há námslán. Eftir útskrift 1992 fluttist hún til Reykjavíkur og vann á gjörgæsludeild Borgarspítalans í tvö ár. Þá bjó hún í litlu húsi við Bessastaðatjörn með hesta fyrir utan gluggann. Samt leið henni aldrei nógu vel og fann sig ekki í Reykjavík. Hún er uppalin í borg og dvöl hennar í München fannst henni duga alveg sem reynsla af borgarlífi. Þegar tækifæri gafst fluttist hún til Hvammstanga og hefur unnið á sjúkrahúsinu þar síðan. „Það hefur reynst vel, þar er fært og skemmtilegt fólk og góður starfsandi. Vinnan er fjölbreytt, mest öldrunarhjúkrun en einnig bráðahjúkrun,“ segir Kerstin. Á sjúkrahúsinu og dvalarheimilinu eru fáir hjúkrunarfræðingar, samtals í 1,6 stöðugildi en samt er haldið uppi sólarhringsþjónustu, þó að hluta til á bakvakt. Hjúkrunarfræðingar vinna dag- og kvöldvakt á virkum dögum en fara svo á bakvakt. Um helgar er unnið 8–12 og 17–21 og svo tekur bakvakt við. „Það hefur alltaf verið auðvelt að fá fólk Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Kerstin Hitrud Roloff. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Á NORÐVESTURLANDI í afleysingar en nú vantar í fasta stöðu. Okkur til aðstoðar eru úrræðagóðar og ábyrgðar konur,“ segir Kerstin. Hún telur nauðsynlegt að hafa sjúkrahús og heilsugæslustöðvar á tilteknum stöðum og vonar að sameiningarferlið, sem nú stendur yfir, hafi ekki í för með sér lakari þjónustu. Aðstæður á Íslandi séu ekki alltaf eins og á sumardegi. Hún rifjar upp eitt atvik sem gerðist veturinn 1994–95. „Þá fór sjúkrabíll héðan á leið til Reykjavíkur en það gerði hríð og þrátt fyrir að snjómokstursbíll væri fyrir framan komst hann ekki lengra en í Staðarskála. Þar þurfti sjúklingurinn að gista og komst aldrei í bæinn. Sem betur fer var hann ekki alvarlega veikur.“ Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að geta veitt bráðaþjónustu á staðnum. Kerstin Hitrud Roloff er hjúkrunarfræðingur, menntaður á Íslandi en kemur frá Þýskalandi. Ritstjóri, sjálfur maður erlendur, rakst á nafnið á trúnaðarmannaskrá og vakti það forvitni hans.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.