Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200938 ÚTDRÁTTUR Erlendar rannsóknir hafa sýnt að kynferðislegt ofbeldi í bernsku getur haft mjög víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar og líðan kvenna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna heilsufar og líðan íslenskra kvenna sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum í bernsku af völdum kynferðislegrar misnotkunar. Þátttakendur voru sjö íslenskar konur með slíka sögu. Ofbeldið byrjaði hjá þeim öllum um 4–5 ára aldur svo þær muni eftir en þær voru á aldrinum 30–65 ára þegar viðtölin áttu sér stað. Þær urðu fyrir margs konar áföllum og ofbeldi alla tíð eftir þetta og hjá sumum þeirra var það jafnvel enn til staðar þegar viðtölin fóru fram. Rannsóknaraðferðin var Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði sem ætlað er að auka þekkingu og dýpka skilning á tilteknum mannlegum fyrirbærum í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna. Tekin voru tvö viðtöl við hverja konu, samtals 14 viðtöl. Tíminn milli viðtals eitt og tvö var einn til sex mánuðir. Niðurstöðum var skipt í sex meginþemu: 1) Upplifun af áfallinu. 2) Slæm líðan sem barn og unglingur. 3) Líkamleg vandamál á fullorðinsárum. 4) Geðræn vandamál á fullorðinsárum. 5) Erfiðleikar með tengslamyndun, traust og snertingu við börn og maka og með kynlíf. 6) Staðan í dag og horft til framtíðar. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að ‘tíminn læknar ekki öll sár’. Konurnar lýstu allar mikilli þrautagöngu sem enn sér ekki fyrir endann á. Þjáning þeirra er djúp á öllum sviðum mannlegs lífs og hefur einnig áhrif á líf ástvina þeirra þótt þær hafi allar leitað sér faglegrar aðstoðar, sumar allt frá barnæsku. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsfólk að þekkja einkenni og afleiðingar sálrænna áfalla í bernsku af völdum kynferðislegs ofbeldis til að geta brugðist við slíkum einstaklingum með stuðningi og umhyggju. Þróa þarf skilvirkari meðferðarúrræði til að minnka þjáningu þeirra sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi. Lykilorð: Að lifa af kynferðislegt ofbeldi í bernsku; kynferðisleg misnotkun gagnvart konum; fyrirbærafræðileg rannsókn; langvinn áfallastreituröskun; heilbrigði kvenna. Sigrún Sigurðardóttir, Lýðheilsuvísindasvið Háskóla Íslands Sigríður Halldórsdóttir, heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri TÍMINN LÆKNAR EkkI ÖLL SÁR: Fyrirbærafræðileg rannsókn á langvarandi afleiðingum kynferðislegs ofbeldis í bernsku fyrir heilsufar og líðan íslenskra kvenna ENGLISH SUMMARY Sigurdardottir, S., and Halldorsdottir, S. The Icelandic Journal of Nursing (2009). 85 (3), 38-49 TIME DOES NOT HEAL ALL WOUNDS: A phenomeno- logical study on the long-term consequences of childhood sexual abuse on Icelandic women‘s health and well-being Research results indicate that childhood sexual abuse can have enourmous consequences for women‘s health and well-being. The purpose of this study was to examine the health and well-being of Icelandic women who have suffered psychological trauma as children caused by sexual abuse. Seven women with a history of such violence, were interviewed twice at one to six months intervals. For all the women the abuse started when they were between 4–5 years old and they were 30–65 years old at the time of the interviews. All of them were repeatedly violated against and traumatized ever since then and some were even still being victimized at the time of the interviews. The research methodology was the Vancouver School of doing phenomenology which is used when the research purpose is to increase knowledge and deepen understanding of human phenomena with the ultimate aim of improving human services such as healthcare services. The results were constructed into six main themes: 1) Experiencing the trauma. 2) Lack of well-being as a child and as a teenager. 3) Adult physical problems. 4) Adult psychological problems. 5) Difficulties with bonding, trusting, touching children and spouses, and regarding sex life. 6) The situation today and future expectations. The main finding is that, contrary to the English idiom, time does indeed not heal all wounds. All the women described great suffering in all aspects of life and the violence is still seriously affecting them and their loved ones even though they have all sought professional help, some even since childhood. It is important for health professionals to know the symptoms and consequences of such violence to be better able to respond to them in a supportive and caring way. More effective therapeutic measures have to be developed to decrease the suffering of the victims of childhood sexual abuse. Keywords: Adult Survivors of Child Abuse; Abused Women; Qualitative Research; Chronic Post-Traumatic Stress Disorder; Women‘s Health. Correspondance: Sigrún Sigurðardóttir, olafuros@simnet.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.