Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Side 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200944
Adda töluðu um að hafa verið bældar í æsku, reynt að láta
lítið fyrir sér fara og læðst með veggjum. Adda, sem gerði
hins vegar uppreisn og fór að stunda kynlíf 13 ára gömul með
mörgum miklu eldri mönnum, sagði svo frá:
„Ég var með athyglisbrest og ofvirkni, í sérdeild fyrir lestur og
gafst bara strax upp, gat ekkert lært.“
Allar konurnar áttu við margþætt líkamleg vandamál að stríða
í æsku, þær gengu á milli lækna en fengu lítinn skilning eða
stuðning en nóg af lyfjum. Jóna var 13 ára gömul þegar hún
var skorin upp við botnlangabólgu sem reyndust svo vera
magabólgur vegna álags. Hún fékk svo alltaf hita þegar hún
var send til pabba síns. Sumarið sem hún var 12 ára missti
hún næstum sjónina og var með svo mikla eyrnabólgu að
hljóðhimnurnar sprungu á 2 dögum „... bara af álagi eins og
að gefast upp á að horfa á og hlusta á lífið.“ Þegar Helga
var 10 ára var hún rúmliggjandi vegna kvala í baki sem voru
óútskýranlegar. Einn læknir sagði við hana að hún gæti farið
heim til sín til að fá athygli en ekki til hans:
„Ég hætti að pissa undir 11 ára, bara hræðslueinkenni, svo
voru það verkir. Það voru fyrst fæturnir 9 ára, bakið 10 ára og
11 ára fara mjaðmirnar, ég er ekki nema bara táningur þegar
farið var að tala um vöðvabólgu og millirifjagigt ... þegar ég
er 16, 17 ára er þetta orðið bara partur af mér, verkir orðnir
viðvarandi og er að upplifa mjög mikla verki.“
Adda byrjaði að fitna eftir að hún var misnotuð og af offitunni
komu fylgikvillar eins og sykursýki, vöðvabólgur og verkir.
Konurnar sögðu einnig frá magabólgum, mígreni, höfuðverk,
meltingarfæravandamálum, svima og yfirliði. Helga var sú eina
sem reyndi að segja frá misnotkuninni þegar hún var ung:
„Ég er fimm ára þegar ég segi mömmu frá þessu að afi sé að
fara svona með mig. Þá slær hún mig, það var alveg gífurlegt,
það gerði mig svo ringlaða og bara þessi löðrungur var á
tímabili miklu erfiðari heldur en misnotkunin.“
Fimm af sjö bjuggu við heimilisofbeldi og kynferðislega áreitni.
Konurnar voru allar með sjálfsvígshugsanir í æsku og gerðu
nokkrar misheppnaðar tilraunir.
Líkamleg vandamál á fullorðinsárum
Konurnar hafa allar þjáðst af alls kyns kvillum í móðurlífi ásamt
miklum óútskýrðum verkjum og verið fluttar á sjúkrahús vegna
þess. Fimm hafa látið fjarlægja leg og upplifa það létti að losna
við það sem hefur valdið þeim svo miklum kvölum. Nokkrar
hafa misst fóstur og/eða fengið utanlegsfóstur nokkrum
sinnum. Einkennin byrjuðu að koma fram á álagstímum eins
og við kynþroska, kynlíf eða fæðingu fyrsta barns eins og Jóna
segir:
„16–17 ára fer ég að fá blöðrur á eggjastokka, ætli sé ekki búið
að skera 8–10 sinnum í kviðinn á mér út af samgróningum,
blöðrum, tvíburabróður á eggjastokk og utanlegsfóstrum.“
Ýmis flókin líkamleg einkenni hafa þjakað konurnar án þess að
læknisfræðilega skýringu sé að finna, s.s. meltingarfæravanda-
mál og sýkingar, hjartsláttaróregla, hjartverkur og hækkaður
blóðþrýstingur, svimi og yfirlið, brenglun á innkirtlastarfsemi,
sogæðakerfisvandamál, taugaáföll, orkuleysi og síþreyta.
Fimm hafa verið greindar með vefjagigt. Flestar höfðu þjáðst
af vöðvabólgu og langvinnum verkjum. Allar þjáðust vegna
svefnörðugleika og allar hafa glímt við einhvers konar átröskun
og sumar notuðu áfengi til að deyfa vanlíðan. Helga var oft og
tíðum mjög lasin, súrefnismettunin var léleg, lungun störfuðu
ekki vel, truflun varð á taugaboðum og hjartavandamál. Hún
átti alltaf í vandræðum með þvag og hægðir eins og viljaleysi
væri í allri líkamsstarfseminni, fékk sjóntruflanir, féll í yfirlið, var
endalaust í rannsóknum en ekkert fannst að. Hjá Gullu komu
fram líkamleg einkenni eins og við heilablóðfall og var hún
rúmliggjandi meira og minna í tvo mánuði. Hún dofnaði upp
yfir munninn og alveg öðrum megin og fékk lömunartilfinningu.
Hún fékk hræðsluköst, mikið máttleysi og ógleði:
„... ég hélt að ég myndi aldrei líta glaðan dag framar og þá var
komin yfir mig hugsun að mig langaði bara að deyja til að losna
frá þessum þjáningum, þetta var svo mikil vanlíðan.“
Rúna er með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kom í ljós fljótlega
eftir að hún skildi við eiginmanninn, fékk rauða bletti í og við
kynfærin, svo komu sprungur sem urðu að sárum og svartir
blettir og gengur mjög illa að ná bata:
„Alltaf að passa svæðið, ég er í svo þröngum og háum
nærbuxum svo að ekkert komist nú að þessu, ekki einu sinni
loftið. Ég get ekki hugsað mér að nokkur snerti mig þarna og
það er nú ekki til að laga sárin.“
Geðræn vandamál á fullorðinsárum
Konurnar hafa allar átt við þunglyndi að stríða á einhverju
tímabili í lífi sínu, sumar alla tíð. Þegar Helga var 23 ára komu
foreldrar hennar heim til hennar til að spyrja hvort afi hennar
hefði gert henni eitthvað, þá höfðu fleiri sagt frá:
„Ég gjörsamlega tapaði mér, gaf frá mér slík og þvílík kvalahljóð.
Þetta var ekki beint eins og grátur heldur eins og sært dýr, ég
öskraði og emjaði ... en svo grípur mamma um höndina og
segir: „en við segjum engum frá þessu og stöndum saman sem
fjölskylda.“ Það var svo sárt að ég var með óhljóðum í heilan
dag og næsta dag kallaði maðurinn minn á lækni, það þurfti að
sprauta mig niður, ég bara emjaði af vanlíðan.“
Sumar konurnar hafa leitað mikið í að fara í fósturstellingu
þegar þeim leið illa og störðu út í loftið:
„Börnin voru alltaf að segja: „Mamma hættu að stara svona.“
Ég átti það til ef ég fann þessa tilfinningu og datt inn í einhverjar
hugsanir sem meiddu, þá fór ég einhvers staðar út í horn og
bara starði út í loftið. Þetta er einhver flótti því það tengist
þessari misnotkun og þessu andlega ofbeldi.“
Konurnar tala ýmist um fæðingarþunglyndi eftir barnsburð,
að finna aldrei gleði yfir að hafa fætt barn eða tilhneigingu
til að einangra sig með börnin, ofvernda þau og treysta
engum fyrir þeim. Þær hafa allar verið með einhvers konar
sjálfseyðingarhvöt, sjálfskaðandi hegðun eða sjálfsvígshugsanir
og undrast að hafa ekki látið verða af því. Heiða hefur lengi
hugsað um að taka líf sitt og var búin að skipuleggja það:
„Ég stundaði það að fara út úr líkamanum, fór út og horfði á
líkamann þjást. Ég ætlaði að fara bara í sjóinn og nota þessa