Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200946 Heiða er búin að reyna alla aðstoð sem í boði hefur verið. Hún segir mjög mikilvægt að fólk opni sig sem fyrst, því lengur sem maður geymi þetta inni því meiri skaði verði fyrir maka, börn og mann sjálfan. Hún er sátt við að hafa tekið á þessu: „Maður þarf að fara alla leið inn í sig ... inn að hjartarótum. Ég vil spóla bara út á byrjunarreit og byrja upp á nýtt á lífinu. Það tekur engin annar þetta í burtu. Maður verður að finna þetta sjálfur. Það setur enginn annar frið í mitt hjarta, hatrið er okkur sjálfum fyrir verstu.“ UMRÆÐA Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að Halldór Laxness hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann lætur Sölku Völku segja á fullorðinsárum eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var á tólfta ári: „ég er ekki búin að ná mér eftir það enn og næ mér aldrei meðan ég lifi“. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að kynferðislegt ofbeldi í bernsku getur haft mjög alvarlegar og langvinnar afleiðingar fyrir líkama og sál. Einkenni komu fram strax eftir áfallið eða mörgum árum seinna og þróuðust yfir í áfallastreituröskun með margþættum einkennum og konurnar urðu berskjaldaðar fyrir endurteknum áföllum síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðum rannsóknarinnar ber saman við niðurstöður fjölmargra innlendra og erlendra rannsókna (sjá töflu 4). Helstu niðurstöður rannsóknarinnar þar sem ekki fundust sambærilegar innlendar eða erlendar rannsóknarniðurstöður: • Allar höfðu átt við margþætt líkamleg vandamál að stríða í æsku sem voru aldrei tengd við sálræn áföll þeirra. • Allar hafa þjáðst af alls kyns kvillum í móðurlífi og verið fluttar á sjúkrahús vegna verkjakasta. Leg fjarlægt úr fimm kvennanna, nokkrar hafa misst fóstur og fengið utanlegsfóstur, þjáðst af blöðrum á eggjastokkum, samgróningum, tvíburabróður á eggjastokk, blöðrubólgu, miklum blæðingaverkjum og alls kyns sýkingum. • Allar konurnar hafa verið með óútskýranlega verki og vöðvabólgu um líkamann frá bernsku. • Allar konurnar fundu fyrir mjög miklu fæðingarþunglyndi. • Öllum gekk erfiðlega að tengjast börnum sínum og sýna þeim ástúð. Eiga erfitt með að treysta öðrum fyrir þeim, hafa einangrað sig og ofverndað þau. Það hefur haft áhrif á líðan barnanna og eiga mörg börn þeirra við vandamál að stríða. Engar rannsóknir fundust um slíkar afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í bernsku. Við teljum að rannsóknin sé fengur fyrir þetta fræðasvið þar sem engin rannsókn, sem við fundum, veitir svo heildstæða mynd af langvarandi áhrifum kynferðislegs ofbeldis í æsku. Þegar fjalla á um þær stórfelldu afleiðingar sem kynferðislegt ofbeldi í bernsku hefur haft fyrir þessar konur við hvað á þá að líkja þessum glæp? Afleiðingarnar líkjast helst þeim sem einkenna þau sem lifað hafa af pyndingar og alvarlega stríðsglæpi. Þegar lítil stúlka verður fyrir kynferðislegu ofbeldi er líf hennar lagt í rúst á flestum sviðum. Af þessum niðurstöðum sjáum við hvernig heilsa þeirra er brotin niður fyrir lífstíð, einkum á svæðum sem tengjast móðurlífinu. Þeim ber öllum saman um að varanlegur skaði hefur átt sér stað og að lífið hefur verið þeim ein samfelld barátta og þjáning, þyrnum stráð braut frá bernsku og til þessa dags. Hvað er það sem getur hjálpað okkur að skilja þetta stórfellda niðurbrot? Þær lýsa áfallinu í bernsku sem sálarþjófnaði, sálardauða. Þær lýsa því hvernig þær fara úr eigin líkama. Sálin hreinlega yfirgefur líkamann. Þær lýsa kvöl barnsins, hvernig örvæntingin fylgir þeim, hvernig varnargarður þeirra var brotinn niður og varnarleysi þeirra varð algjört. Það er hægt að bera þennan glæp gagnvart lítilli varnarlausri stúlku við stríðsglæpi. Þar er yfirleitt um fullorðna karlmenn að ræða en hér um varnarlausa telpu og orðatiltækið „að vera yfirliði borin“ fær alveg nýja merkingu. Meira að segja staran, sem sumar konurnar lýstu, er vel þekkt hjá stríðshrjáðum hermönnum sem reynt hafa of mikið og séð hafa of mikið. Hún hefur verið kölluð kílómetra-staran. Hún er hluti af stríðsþreytu (combat fatigue) eða bardagaþreytu og einkennir hermenn sem taka þátt í mannskæðum bardaga í fremstu víglínu. Aftur má grípa til líkinga úr stríði að því leyti að við kynferðislegt ofbeldi í bernsku er ekki aðeins brotinn niður varnargarður. Innrásaraðilinn, óvinurinn, brýst inn og hertekur svæðið og alla ævi er „hin sigraða“ að reyna að fá óvininn, skrímslið, af sínu svæði (Heche, 2001), reyna að taka til í kjölfar eyðileggingarinnar. Einkenni sigurherra er oft það að eyðileggja, yfirbuga, kúga og þvinga. Alveg eins og í stríðshrjáðu landi þar sem viðurstyggð eyðileggingarinnar blasir við er uppbyggingarstarfið ekki auðvelt verk. Það tekur langan tíma og er mikið þolinmæðisverk. Málið er bara að það sem er í boði innan heilbrigðisþjónustunnar er ekki í takt við þarfir þessara kvenna. Eðli niðurbrotsins er ólíkt öllu öðru. Í fáum tilvikum innan heilbrigðisþjónustunnar er þjónustuþeginn jafnþverbrotinn inn að hjartarótum, líkamlega og andlega. Eitt af því sem getur hjálpað okkur að skilja þetta stórfellda niðurbrot eru nýjustu rannsóknarniðurstöður úr sál- og taugaónæmisfræði (psychoneuroimmunology). Þær rannsóknir hafa sýnt að hver mannvera er ein heild, líkami og sál. Það sem brýtur niður sálina brýtur niður líkamann og öfugt. Sálin, taugakerfið og ónæmiskerfið eru öll nátengd og „tala“ stöðugt saman. Þegar við bregðumst við atburði eða aðstæðum gerum við það sem ein heild (Sigríður Halldórsdóttir, 2007). Nýjustu rannsóknir sýna að það er engin raunveruleg aðgreining milli sálar og líkama vegna þess háþróaða samskiptanets sem er milli heila og taugakerfis, innkirtla og ónæmiskerfis (Brower, 2006). Ljóst er að allar konurnar hafa lifað við gífurlega streitu. Vitað er að streita er mjög ónæmisbælandi (Kemeny og Gruenewald, 1999) og langvarandi streita getur aukið líkurnar á ýmsum sjúkdómum (Brosschot, o.fl., 1998). Neikvæðar tilfinningar, eins og allar konurnar upplifðu, geta verið ógnun við heilsu viðkomandi og stuðlað að langvarandi sýkingum, seinkaðri sáragræðslu og langvarandi bólgumyndun (Kiecolt-Glaser, McGuire, Robles og Glaser, 2002). Það er líka vitað að ef persónum finnst þær ekki hafa stjórn á því sem veldur streitunni, eins og á við um allar konurnar í þessari rannsókn, getur það haft neikvæðari áhrif en streituvakinn í sjálfu sér (Pert, Dreher og Ruff, 1998).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.