Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200952
meðferð alvarlega og bráðveikra sjúklinga. Hugmyndafræðin
að baki gjörgæsluteyma er að veita þjónustu sérfræðinga í
gjörgæsluhjúkrun og -lækningum utan hefðbundinna veggja
gjörgæsludeilda, með áherslu á fræðslu og stuðning við
heilbrigðisstarfsfólk. Með því er leitast við að bregðast
tímanlega við versnandi ástandi bráðveikra sjúklinga (Odell
o.fl., 2002). Gjörgæsluteymi hafa verið skilgreind sem
framlenging á hefðbundinni gjörgæsluþjónustu. Breytileiki
er í útfærslu gjörgæsluteyma hvað varðar menntun, fjölda
meðlima sem og hvaða skilgreiningar eða viðmið teymin
styðjast við. Í hefðbundnu gjörgæsluteymi eru gjarnan reyndur
gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og gjörgæslulæknir og geta allir
heilbrigðisstarfsmenn á legudeildum kallað teymið út frá
viðmiðunum sem byggjast alla jafnan á: sérstöku ástandi,
óeðlilegum lífeðlisfræðilegum gildum og öllum neyðartilfellum
(Lee o.fl., 1995).
AÐFERÐAFRÆÐI
Snið rannsóknarinnar var lýsandi afturvirk aðferðafræði
(descriptive retrospective design). Lýsandi rannsóknir eru í
sumum tilfellum notaðar sem upphafspunktur fyrir áframhaldandi
rannsóknir og einnig til þess að setja fram kenningar eða tilgátur
(Polit og Beck, 2004). Með öðrum orðum þá miða lýsandi
rannsóknir að því að lýsa dreifingu og tíðni á ýmsan hátt.
Afturvirkar rannsóknir (retrospective design) eru rannsóknir þar
sem það sem rannsakað skal er til staðar þegar rannsóknin
fer fram og er tengt við atburð sem þegar hefur átt sér stað.
Í rannsókninni var gagna aflað úr sjúkraskrám eftir flutning
sjúklings af legudeild eða bráðamóttöku á gjörgæsludeild.
Rannsóknarspurningar voru eftirfarandi:
1. Hver voru lífeðlisfræðileg gildi og stigun bráðveikra sjúklinga
fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild?
2. Hvers eðlis var vöktun sjúklinga fyrir óvænta innlögn á
gjörgæsludeild?
3. Hver voru viðbrögð við breytingu á ástandi sjúklinga fyrir
óvænta innlögn á gjörgæsludeild?
Þýði og þátttakendur
Þýðið í rannsókninni voru allir sjúklingar, átján ára og eldri, sem
lögðust óvænt inn á gjörgæsludeildir LSH af legudeildum eða
bráðamóttöku frá 1. október 2006 til 31. desember 2006.
Framkvæmd rannsóknar
Sótt var um leyfi til siðanefndar og lækningaforstjóra LSH
sem og leyfi stjórnsýslunefndar LSH og tilkynning send
til Persónuverndar. Þegar tilskilin leyfi lágu fyrir var sent
kynningarbréf til yfirlækna og hjúkrunardeildarstjóra á
bráðadeildum LSH. Jafnframt var rannsóknin kynnt ýtarlega
fyrir stjórnendum og starfsfólki gjörgæsludeilda LSH. Fyrsti
höfundur aflaði allra rannsóknarganga. Rannsakandi hafði
samband við vaktstjóra beggja gjörgæsludeilda LSH einu sinni
eða oftar á hverjum sólarhring til þess að fá upplýsingar um
óvæntar innlagnir. Ef líkur voru á innlögn hafði rannsakandi
samband örar við vaktstjóra gjörgæsludeildanna.
Mælitæki
Unnið var með tvö mælitæki í rannsókninni. Fyrst ber að nefna
frumsaminn spurningalista þar sem gögnum var safnað beint
úr sjúkraskrá sjúklingsins. Spurningalistinn var forprófaður í
septembermánuði 2006. Innihald spurningalistans snýst fyrst
og fremst um breytur sem lúta að ástandi, vöktun og viðbrögð
fyrir innlögn á gjörgæsludeild.
Samhliða spurningalistanum var stuðst við mælitækið stigun
bráðveikra sjúklinga (SBS) en mælitækið var þýtt á íslensku
af Ölmu Möller, yfirlækni á gjörgæsludeild Landspítala við
Hringbraut. SBS-mælitækið þykir hafa sannað mikilvægi sitt og
benda rannsóknir til að það sé áreiðanlegt þegar metið er hve
alvarlegt ástand sjúklinga er (Subbe o.fl., 2007; Subbe o.fl.,
2001). Rannsóknir á notkun mælitækisins sýna færri óvæntar
innlagnir á gjörgæsludeild þar sem mælitækið er notað
(Stenhouse o.fl., 2000). Að sama skapi er talið að viðeigandi
meðferð sé komið fyrr við þegar stuðst er við SBS-mælitækið
(Stenhouse o.fl., 2000).
Í rannsókninni var farið kerfisbundið í gegnum sjúkraskrá
sjúklingsins og allar skráðar upplýsingar skoðaðar, þ.e. átta
klukkustundum fyrir gjörgæsluinnlögn, og voru sjúklingarnir
metnir út frá fyrirliggjandi mælingum með SBS-mælitækinu.
Gilti einu hvort um skráningu hjúkrunarfræðinga, lækna eða
annarra starfsmanna var að ræða.
Stigun bráðveikra sjúklinga (Modified Early Warning Score)
Stig 3 2 1 0 1 2 3
Öndun (/mín.) < 9 14 15-20 21-29 ≥ 30
Púls (/mín.) < 40 41-50 51-100 101-110 111-129 ≥ 130
Blóðþr. (mmHg) < 70 71-80 81-100 101-199 ≥ 200
Hiti (°C) < 35 35,1-36 36,1-38 38,1-38,5 > 38,5
Þvagútsk. (/klst.) 0 < 20 < 35 Mikið þvag
Meðvitund Bregst Bregst Bregst ekki
Rugl Eðlileg við ávarpi við sársauka við áreiti
Mynd 1. Mælitækið stigun bráðveikra sjúklinga (SBS)