Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 58
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200954 fyrir innlögn á gjörgæsludeild var 64% og hæsta gildið var 100%. Miðgildi súrefnismettunar var 92%. Sá sjúklingur, sem andaði hægast fyrir innlögn á gjörgæsludeild, andaði 10 sinnum á mínútu og sá sem andaði hraðast andaði 40 sinnum á mínútu. Miðgildi öndunartíðninnar var 30 sinnum á mínútu. Mynd 3. Fjöldi skráðra lífeðlisfræðilegra þátta fyrir útreikninga á stigun bráðveikra sjúklinga á legudeild. Vöktun sjúklinga á legudeild fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild Öndunartíðni var skráð í sjúkraskrá hjá níu sjúklingum (14%) á legudeild vaktina fyrir innlögn á gjörgæsludeild. Líkamshiti var skráður hjá 45 sjúklingum (69%) og súrefnismettun skráð hjá 52 sjúklingum (80%). Þá var hjartsláttartíðni skráð hjá 55 sjúklingum (85%) og blóðþrýstingur skráður hjá 57 sjúklingum (88%) fyrir innlögn á gjörgæsludeild. Meðvitund var skráð hjá 31 sjúklingi (48%) og þvagútskilnaður hjá 27 sjúklingum (42%) á legudeild vaktina fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild. Þá voru 14 sjúklingar (22%) tengdir við hjartasírita (monitor) á legudeild fyrir innlögn á gjörgæsludeild. Lungnahlustun var skráð hjá 30 sjúklingum (46%) og hjartahlustun hjá 16 sjúklingum og eru það tæplega 25% tilfella. Á legudeild var líkamsþyngd skráð í sjúkraskrá hjá 12 sjúklingum eða hjá tæplega 19% sjúklinga. Viðbrögð við breytingu á ástandi sjúklinga á legudeild fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild Hjá 19 sjúklingum (29%) var settur upp þvagleggur fyrir innlögn á gjörgæsludeild. Bláæðablóðprufur voru teknar hjá 38 sjúklingum (59%) og slagæðablóðprufa tekin hjá 29 sjúklingum fyrir innlögn á gjörgæsludeild (45%). Lungnamynd var tekin hjá 30 sjúklingum (46%). Fimm sjúklingar (8%) voru barkaþræddir (intubation) á legudeild. Þá voru 14 sjúklingar (22%) í ytri öndunarvél (BiPAP) og 22 sjúklingar (34%) voru með súrefni í grímu fyrir innlögn á gjörgæsludeild. Þá kom í ljós að 15 sjúklingar (23%) fengu 100% súrefni (O2) fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild LSH. UMRÆÐA Sá þáttur, sem gaf bestar vísbendingar um alvarleika ástands sjúklinga við óvænta innlögn á gjörgæsludeild, var öndunartíðnin. Kemur þessi niðurstaða ekki á óvart í ljósi þess að algengasta innlagnarástæða á gjörgæsludeild var tengd vandamálum frá öndunarfærum og er það í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (Parr o.fl., 2001). Rannsóknir hafa sýnt að þættir, sem tengjast öndun sjúklinga, geta gefið vísbendingu um hve alvarlegt ástand þeirra er (Lee o.fl., 1995; Morse o.fl., 2006; Nurmi o.fl., 2005). Niðurstöður rannsóknarinnar styðja því mikilvægi vöktunar á öndun þegar um alvarlega og bráðveika sjúklinga er að ræða. Í rannsókn Goldhill og félaga (1999) var velt upp þeirri spurningu hvort ástæða óvæntra innlagna á gjörgæsludeild fælist í sérhæfðri öndunarmeðferð sem hægt er að veita þar eða vegna annarra áhrifaþátta. Á gjörgæsludeildum er hægt að veita ífarandi öndunaraðstoð, sem alla jafna er ekki veitt á legudeildum. Því má ætla að alvarlega veikir sjúklingar hafi ávinning af því að leggjast á gjörgæsludeild. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar er ljóst að bæta þarf skráningu hjá bráðveikum og alvarlega veikum sjúklingum. Ef rannsóknin hefði byggt á fleiri þáttum SBS-mælitækisins hefði verið hægt að reikna út stigun bráðveikra sjúklinga. Ljóst er, ef taka á mælitækið stigun bráðveikra sjúklinga í notkun á legudeildum, að bæta þarf skráningu, sérstaklega hvað varðar öndunartíðni, meðvitund og þvagútskilnað sjúklinga. Fram hefur komið að vöktun á öndun sjúklinga er það lífsmark sem heilbrigðisstarfólk sinnir hvað minnst (McBride o.fl., 2005). Þetta er í takt við niðurstöður þessarar rannsóknar. Þegar velt er upp þeirri spurningu hvað valdi því að öndunartíðni er ekki sinnt meira en raun ber viti má leiða að því líkur að tímaleysi og að ekki er til sérstakt verkfæri sem mælir öndunartíðnina eigi þar stóran hlut að máli. Einnig er hugsanlegt að hefð í verklagi á legudeildum hafi líka áhrif þar sem lítil áhersla er á vöktun með öndunartíðni sjúklinga. Í rannsókn Hogan (2006) er greint frá framangreindum þáttum sem hamli vöktun með öndun sjúklinga. Hins vegar var vöktun með súrefnismettun sjúklinga gerð góð skil fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild og styður það að vöktun með starfsemi öndunarfæra er sinnt þrátt fyrir að upp á vanti að skrá öndunartíðnina. Mat á meðvitundarástandi fór fram hjá tæplega 50% sjúklinga fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild. Mat á meðvitund er frábrugðnara öðrum þáttum, sem eru vaktaðir hjá sjúklingum, að því leyti að hér er um töluvert huglægan þátt að ræða. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vera eins hlutlægt í mati sínu á sjúklingum eins og kostur er. Mælitækið stigun bráðveikra sjúklinga, sem notað var í rannsókninni, er einfalt tæki sem tekur meðal annars fyrir meðvitundarástand og er því um leið tæki til þess að gera huglæga þætti eins hlutlæga og kostur er. Telja má að meginástæðan fyrir því að mat á meðvitund hafi einungis verið sinnt í helmingi tilfella geti tengst skorti á mælitækjum og matskvarða. Nú á dögum eru allflestar legudeildir með einfalt tæki sem mælir blóðþrýsting, hjartslátt og súrefnismettun sjálfvirkt. Sökum þess má ætla að þessum þáttum sé betur sinnt en öndunartíðni, meðvitundarástandi og líkamshitamælingu. 35 20 25 20 15 10 5 0 1 2 3 4 5 6 1 11 29 16 2 0 Fj öl di s jú kl in ga Fjöldi lífe›lisfræ›ilega flátta

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.