Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Qupperneq 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Qupperneq 59
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 55 Ritrýnd fræðigrein Rétt rúmlega 20% sjúklinga á legudeildum voru tengdur við hjartasírita (monitor) fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild og getur það bent til þess að fáar legudeildir LSH hafi yfir hjartasírita að ráða. Hjartasíriti getur verið hjálplegt tæki í klínísku starfi og því umhugsunarefni fyrir stjórnendur LSH að skoða kosti og galla þess að fjölga slíkum tækjum, einkum á þeim deildum þar sem mest er um óvæntar innlagnir. Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar sést að margt er gert fyrir sjúklinga á legudeildum fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild. Þá hefur komið fram að skráning á þvagútskilnaði og vökvajafnvægi er ábótavant. Þó ber að líta til þess að hjá tæplega 30% sjúklinga er settur upp þvagleggur á legudeild fyrir innlögn á gjörgæsludeild og bendir það til vöktunar á þvagútskilnaði og vökvajafnvægi sjúklinga. Takmarkanir rannsóknarinnar Lítið þýði og það að aðeins ein heilbrigðisstofnun (LSH) tók þátt í rannsókninni takmarka gildi rannsóknarinnar. Hvað varðar sjúkraskrá sjúklinga kom í ljós að skráningu er í mörgum tilfellum ábótavant. Erfitt er að gera sér grein fyrir tímaröð og tímalengd atburða út frá skráningu upplýsinga. Leiða má líkur að því að meira sé athugað og gert fyrir sjúklinga en það sem er skráð í sjúkraskrá, til dæmis sökum tímaleysis og þess að í mörg horn er að líta þegar alvarleg og bráð veikindi eru annars vegar. Eins og fram kemur í niðurstöðukaflanum náðist ekki í sjúkraskrá 13% þátttakenda sökum þess að þeir útskrifuðust eða létust skömmu eftir komu á gjörgæsludeild en sá hópur gæti verið mikilvægur varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. Styrkur rannsóknarinnar Telja má það til styrkleika rannsóknarinnar að hér var skoðaður stór hluti allra óvæntra innlagna á gjörgæsludeildir LSH, 18 ára og eldri, á þriggja mánaða tímabili (þýði rannsóknarinnar) sem er stór hluti innlagna á gjörgæsludeildir LSH á ári. LOKAORÐ Þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru skoðaðar sést að þættir sem snúa að öndun sjúklinga eru áberandi. Mikill ávinningur gæti falist í að bæta vöktun og skráningu á öndun sjúklinga, sérstaklega í ljósi þess að stærstur hluti óvæntra innlagna á gjörgæsludeild er tilkominn vegna vandamála frá öndunarfærum. Draga má þá ályktun af rannsókninni að efla þurfi þekkingu, árvekni og skráningu heilbrigðisstarfsfólks á vöktun með alvarlega veikum og bráðveikum sjúklingum. Liður í slíku gæti verið fólginn í fræðslu og að innleiða mælitækið stigun bráðveikra sjúklinga (SBS) sem og að setja á laggirnar sérskipulagt gjörgæsluteymi sem hefur þann tilgang að aðstoða og styðja legudeildir við vöktun og mat á sjúklingum. Ljóst er að framlag hjúkrunarfræðinga í meðferð alvarlega og bráðveikra sjúklinga er mikið og er þekking, reynsla og færni hjúkrunarfræðinga í því að greina einkenni bráðveikra sjúklinga og sjúklinga sem fer hrakandi lykilatriði í að vel takist til við að bæta ástand og líðan þeirra á legudeildum. Þakkir Höfundar þakka öllum þeim sem hlut áttu að rannsókninni fyrir þeirra framlag og aðstoð. Sérstakar þakkir fá hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildum LSH. Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og vísindasjóði LSH eru færðar þakkir fyrir veita styrki til rannsóknarinnar. Heimildir Bell, M.B., Konrad, D., Granath, F., Ekbom, A., og Martling, C.-R. (2006). Prevalence and sensitivity of MET-criteria in a Scandinavian University Hospital. Resuscitation, 70 (1), 66–73. Bellomo, R., Goldsmith, D., Uchino, S., Buckmaster, J., Hart, G.K., Opdam, H., Silvester, M., Doolan, L., og Gutteridge, G. (2003). A prospective before and after trial of a medical emergency team. The Medical Journal of Australia, 179, 283–287. Buist, M.D., Moore, G.E., Bernard, S.A., Waxman, B.P., og Anderson, J.N. (2002). Effect of a medical emergency team on reduction of incidence of and mortality from unexpected cardiac arrest in hospital: preliminary study. British Medical Journal, 324, 387–390. Considine, H. (2005). The role of nurses in preventing adverse events related to respiratory dysfunction: literature review. Journal of Advanced Nursing, 49 (6), 624–633. Cretikos, M., Chen, J., Hillman, K., Bellomo, R., Finfer, S., og Flabouris, A. (2007). The objective medical emergency team activation criteria: a case- control study. Resuscitation, 73, 62–72. Franklin, C., og Mathew, J. (1994). Developing strategies to prevent inhos- pital cardiac arrest: Analyzing responses of physicians and nurses in the hours before the event. Critical Care Medicine, 22 (2), 244–247. Goldhill, D.R., McNarry, A., Hadjianastassiou, V., og Tekkis, P. (2004). The longer patients are in hospital before intensive care admission the higher their mortality. Intensive Care Medicine, 30 (10), 1908–1913. Goldhill, D.R. (2004). Physiological abnormalities in early warning scores are related to mortality in adult inpatients. British Journal of Anaesthesia, 92 (6), 882–884. Goldhill, D.R., McNarry, A.F., Mandersloot, G., og McGinley, A. (2005). A physiologically-based early warning score for ward patients: the associa- tion between score and outcome. Anaesthesia, 60 (6), 547–553. Goldhill, D.R., Worthington, L., Mulcahy, A., Tarling, M., og Summer, A. (1999). The patient-at-risk team: identifying and managing seriously ill ward patients. Anaesthesia, 54, 853–860. Green, A. L., og Williams, A. (2006). An evaluation of an early warning clinical marker referral tool. Intensive and Critical Care Nursing, 22 (5), 274–282. Hillman, K. M., Bristow, P.J., Chey, T., Daffurn, K., Jacques, T., Norman, S.L., Bishop, G.F., og Simmons, G. (2002). Duration of life-threatening antecedents prior to intensive care admission. Intensive Care Medicine, 28, 1629–1634. Hogan, J. (2006). Why don´t nurses monitor the respiratory rates of patients? British Journal of Nursing, 15 (9), 489–492. Kenward, G., Castle, N., Hodgetts, T., og Shaikh, L. (2004). Evaluation of a medical emergency team one year after implementation. Resuscitation, 61 (3), 257–263. Kirk, T. (2006). Rapid response team in hospitals: improving quality of care for patients and quality of the work environment for nursing staff. Holistic Nursing Practice, 20 (6), 293–298. Kisiel, M., og Perkins, C. (2006). Nursing observations: knowledge to help prevent critical illness. British Journal of Nursing, 15 (19), 1052–1056. Lee, A., Bishop, G., Hillman, K.M., og Daffurn, K. (1995). The medical emer- gency team. Anaesthesia and Intensive Care, 23 (2), 183–186. McBride, J., Knight, D., Piper, J., og Smith, G.B. (2005). Long-term effect of introducing an early warning score on respiratory rate charting on gen- eral ward. Resuscitation, 65, 41–44. McQuillan, P., Pilkinton, S., Allan, A., Taylor, B., Short, A., Morgan, G., Nielsen, M., Barrett, D., og Smith, G. (1998). Confidential inquiry into quality of care before admission to intensive care. British Medical Journal, 316, 1853–1858. Morgan, R.J.M., Williams, F., og Wright, M.M. (1997). An early warning scor- ing system for detectiong developing critical illness. Clinical Intensive Care, 8 (2). Morse, K.J., Warshawsky, D., Moore, J.M., og Pecora, D.C. (2006). A new role for the ACNP: the rapid response team leader. Critical Care Nursing Quarterly, 29 (2), 137–146.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.