Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Qupperneq 16

Tölvumál - 01.11.2008, Qupperneq 16
1 6 | T Ö L V U M Á L Forritin nýtast bæði til að búa til námsefni og fyrir vinnu nemenda Photostory er forrit sem sameinar mynd, texta og hljóð Tvö frábær Ida Marguerite Semey, framhaldsskólakennari Hér langar mig að deila með ykkur reynslu minni af tveimur forritum sem hafa gagnast mér vel í kennslu, bæði til að búa til námsefni og fyrir nemendur að vinna með í eigin verk- efnum. Sem kennari hef ég alltaf haft gaman af því að nýta mér upplýsingatækni (UT) í starfi á margvíslegan hátt og með tímanum hafa möguleikarnir margfaldast og um leið orðið einfaldari í notkun. Þegar valin eru forrit til að vinna með í skólastarfi skiptir máli að þau séu gegnsæ, auðveld í notkun og hafi almennt notagildi. Forritin sem ég vil vekja athygli á eru Photostory og Audacity. Þau eru í hópi svokallaðra „open source“ forrita, sem sífellt fjölgar á veraldarvefnum. Kostur er að þau eru ókeypis og má sækja á netið. Forritin nýtast bæði til að búa til námsefni og fyrir vinnu nemenda, en þau eiga auk þess það sameiginlegt að hafa mikið kennslufræðilegt gildi. Það mín reynsla að þegar nemendur nota forritin þá vanda þeir til verksins og eyða þar af leiðandi talsvert lengri tíma í að ljúka verkefnum. Forritin gefa möguleika á að endurvinna efnið á auðveldan hátt.

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.