Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 25

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 25
Jaðarheimsbókmenntir „þótt hann setji saman gott ljóð.“ Goethe telur hinsvegar hættu á að Þjóð- verjar líti eklci nægilega út fyrir sinn litla hring. „Þessvegna svipast ég gjarnan um á meðal framandi þjóða og ráðlegg öðrum að gera slíkt hið sama. Ekki er nú lengur hægt að leggja mikið upp úr þjóðarbókmenntum, fyrir dyrum er skeið heimsbókmenntanna og allir verða að leggja sitt af mörkum til að hraða þessu skeiði.“15 Athyglisvert er að Goethe skuli tefla heimsbókmenntum fram á þennan hátt í kjölfar orða sem greinilega er beint gegn hugmyndum um sérstöðu snillinga á skáldskaparsviðinu (hann vissi vel að margir töldu hann sjálfan einstakan snilling). Þetta minnir á orð Kafka um smábókmenntir sem sneiða framhjá hinum „einstöku hæfileikum“. Reyndar er allt samhengi hinna frægu og margtilvitnuðu orða Goethes um heimsbókmenntirnar afar at- hyglisvert. Samtalið byrjar á því að hann tjáir Eckermann að síðustu dag- ana hafi hann verið að lesa kínverska skáldsögu. Eckermann segir að slíkt verk hljóti að vera framandlegt. „Ekki svo mjög sem maður hefði haldið", svarar Goethe. „Fólkið hugsar, athafnar sig og skynjar næstum eins og við og ekki líður á löngu áður en manni líður eins og jafningja þess, nema hvað hlutirnar ganga fyrir sig á skýrari, hreinlegri og siðlegri hátt hjá því. Allt er þar skynsamlegt, borgaralegt, laust við miklar ástríður og svipar því mjög til Hermanns og Dórótheu hjá mér sem og til hinna ensku skáld- sagna Richardsons.“ Hann segir Kínverjana hinsvegar ástunda annarskon- ar náttúrutjáningu. Þegar Eckermann spyr hann hvort þetta verk sé ein besta skáldsaga Kínverja, segir Goethe svo ekki vera, „Kínverjar eiga þús- undir slíkra verka og áttu þegar forfeður okkar voru enn skógarbúar." Undir lok þessa samtals, þegar Goethe hefur bætt við hinum fleygu orðum um heimsbókmenntirnar, segir hann: „En þótt við metum þannig að verðleikum það sem erlent er, megum við ekki festast í einhverju sér- stöku og líta á það sem fyrirmynd. Við megum ekki líta þannig á kínverska efnið eða það serbneska, eða á Calderon, eða Niflungakviðu; og ef við þurfum á fyrirmynd að halda verðum við ætíð að snúa aftur til Forn- Grikkja, verk þeirra túlka ævinlega hina fögru mannveru. Allt annað verð- um við að meta í sögulegu ljósi og temja okkur hið góða úr því, að svo miklu leyti sem hægt er.“ Hér er svo margt á seyði að engan veginn er hægt að gera því tæmandi skil í stuttu máli. Spyrja má hvort lestur Goethes á kínversku sögunni feli í sér „heimun“ í skilningi Lawell, eða hvort hann varpi skilningi sínum á borgaralegri skáldsagnagerð, eins og hann og Richardson stunduðu hana, 15 Johann Peter Eckermann: Gesprache mit Goethe in den letzten Jahren seines Lebens, ritstj. H.H. Houben, Leipzig: F.U. Brockhaus 1909. Tilvitnanir, einnig þær sem koma í næstu tveimur efnigreinum, eru teknar af bls. 180-181. d — Menninga(r)miðlun f ljóði og verki 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.