Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 28

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 28
Ástráður Eysteinsson þann skurð sem vikið var að í upphafi greinarinnar og leiðir mann endan- lega að þeirri niðurstöðu að þýðing sé óhjákvæmileg afbökun hins „rétta texta“. Til eru ýmsar aðferðir við að íjalla um þýdd verk án þess að verða stjarfur af áhyggjum vegna nákvæmrar merkingar frumtextans. Um það efni verður ekki fjallað hér, en hinsvegar tel ég að þessi angist og þær grun- semdir um niðurbrot merkingar og boðskipta sem henni tengjast, séu til- vistarþáttur sem tengist tungumálinu sjálfu, hvort sem við erum að þýða, frumsemja, eða nota það til að tjá okkur á annan hátt. Flestir kannast við þá tilfinningu að standa agndofa gagnvart því hvernig önnur manneskja - yfirmaður, stjórnmálamaður, afgreiðslumaður eða jafnvel einhver mjög nákominn manni - túlkar ástand, atburð eða „staðreynd", semsé einhver fyrirbrigði, á þann hátt að þau verða manni framandleg eins og þau birtast í máli hins aðilans. Á sama hátt geta tvær túlkanir á bókmenntaverki verið í æpandi innbyrðis mótsögn; sú skörun sem verður milli textans og þeirra táknkerfa sem túlkandinn nýtir við lesturinn er langt frá því að vera sú sama í báðum tilvikum. Því má segja að frá þessu sjónarhorni skerpi þýðing vitund okkar um óáreiðanleika tungumálsins, þá ókennd sem fylgir því og kemur upp á yfir- borðið þegar minnst varir (stundum svo að teljast má birtingarform þess sem Sigmund Freud kallaði „das Umheimliche“, þegar ákveðnir grunn- þættir í heimsmynd okkar og sjálfsmynd koma ekki heim og saman). Kynni af erlendu máli leiða til þeirrar vitundar, sem ég vék að í upphafs- orðum mínum, að manns eigið mál verður aldrei samt. Raunar má segja að önnur mál búi ávallt að einhverju leyti í hverju einstöku tungumáli, þótt það sé eingöngu við ákveðnar aðstæður, og oftar en ekki við lestur bókmenntaverka, að tilfinning vaknar fyrir því að maður hafi tungumálið ekki „á hreinu“. I þýðingum eru þessar hliðar tungumálsins, og þessi kennd að vera á milli mála, oft virkir þættir í lestrarreynslunni, enda eru þýðingar í eðli sínu blendingsgrein. Hér að framan var vikið að því að þýðing er verk að minnsta kosti tveggja höfunda, en í þýðingu skarast líka heimsmyndir, og stundum þannig að jafnframt er um verulega „tímaskekkju“ að ræða, þ.e. þegar gamalt erlent verk birtist í samtímamóti annars tungumáls. Raunar má ganga svo langt að segja að mörkin milli málanna og menningarheim- anna sem í hlut eiga, þ.e. jaðar hvors heims um sig — jaðar sem aðskilur þá og þeir eiga þó sameiginlegan — liggi sem ákveðið sköpunarferli um sjálfa þýðinguna og móti jafnframt reynslu lesandans. Þarna leynist jafn- framt svar við spurningunni um það til hvaða texta heimsbókmenntahug- takið vísi. Það getur ekki vísað á einhlítan hátt til frumtexta, sem meiri- hluti lesenda kemst jafnvel aldrei í kynni við. Hinsvegar býr vissulega í því hugmyndin um verk sem vert er, og hægt er, að flytja inn í aðra málheima. 26 Jfav d - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 8 / 2OO4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.