Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 38

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 38
Tom Cheesman kennir um leið ekki arabísku, bengali-mál, kínversku, Xhosa-mál, yoruba- mál eða zaza-mál. Þetta eru tungumál nágranna okkar í borgum Evrópu og oft í þorpum okkar líka. Öll þessi tungumál eru hér til frambúðar. Mælendur þeirra halda áfram að læra tungumál staðarins á réttum tíma - flestir þeirra hafa þegar gert það. En staðarbúar þurfa einnig að læra tungu- mál nýju nágrannanna — á réttum tíma. Þetta er mikil ögrun, en hún er nauðsynleg. Við lifum ekki lengur í afmörkuðu landnámi; við búum í einum samtengdum heimi. Tengslin milli tungumála og svæða eru orðin mun losaralegri. Núna búum við öll í annarlendum. Að endingu ... Ut úr starfi ‘Samræðu fyrir tilverknað ljóðlistarinnar’ hefur komið alþjóðlega ljóðlistarvefsíðuverkefnið: ‘poetry.int’, sem hefur bækistöð í Alþjóðlegu ljóðahátíðinni í Rotterdam. Mig langar að ljúka máli mínu á því að hvetja alla viðstadda til að styðja þetta verkefni. Það hefur nokkra útópíska drætti; en mig langar að leggja til jafnvel enn útóp- ískari þróun þess. Poetry.int er hugsað sem vefsíða með alþjóðlegu „tímariti“ sem þunga- miðju en á sporbaug í kringum það eru ólík „tímarit“ á þjóðar- og svæðis- vísu. Við vonum að um síðir eigi allar þjóðir og öll svæði heims fulltrúa sinn á þessum vef. Ljóðaritstjórar frá sautján löndum tengjast fyrstu lotu þessa vefverkefnis, þar á meðal frá sex Evrópulöndum, ásamt Kína, Kól- umbíu, fsrael, Bandaríkjunum og Zimbabwe. Poetry.int er miðlað á ensku. Satt að segja gerir áætlunin ráð fyrir að enska sé hið eina og sanna samskiptamál hvað alþjóðlega ljóðlist áhrærir. Tímaritin á þjóðarvísu verða á þjóðartungum og aðeins með þýðingum á ensku. Nánari upplýsingar um áætlunina er að finna á vefsíðunni www.poetry.nl/general new/activiteiten/index.html (farið á >Internation- al Poetry Website, síðan á >Extensive Outlines). Mér finnst mikið til um þessa áætlun, hún er metnaðarfull og erfitt verður að framkvæma hana, en hún er líka dásamleg hugsjón sem hefur það markmið að skapa pláss fyrir margtyngda ljóðlist. Það er aðdáunarverð staðfesta í því að gera heilmikla ljóðlist aðgengilega í enskum þýðingum: Mikilvægt andóf við óbreyttu ástandi sem m.a. birtist í þeirri tölfræði um þýðingar sem ég vitnaði til rétt áðan. En ég spyr enn: Af hverju þarf enska að vera eina samskiptamálið? Enska (eða nánar tiltekið, ,,ensk-ur“) er nefnilega alls ekki eina tungumálið sem nálega þúsund milljónir manna á þessari jörð nota og skilja. Bæði pútonghua („mandarín“ kínverska) og Hindi+Urdu+ Panjabi-mál eiga sér um milljarð radda. Og það eru níu önnur tungumál með meira en ioo milljón raddir: Það eru arabíska, bengali-mál, franska, þýska, japanska, malaí+indónesíska, portúgalska, rússneska og spænska. 3<5 á - Tímarit pýðenda nr. 8 / 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.