Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 8
Áramótablað 30. desember 20148 Fréttir Gylfaflöt 3 - Sími 567 4468 - www.gummisteypa.is Mest lesnu fréttir ársins Viðtal DV við unga barnsmóður Sveins Andra Sveinssonar lögmanns var mest lesna fréttin sem birtist á DV.is í ár. Fréttin fékk tæplega 114 þúsund smelli frá lesendum en Rebekka Rósinberg steig fram í byrjun ágúst og lýsti því yfir að Sveinn Andri væri faðir sonar hennar sem þá var eins og hálfs árs. Rebekka eignaðist drenginn þegar hún var 17 ára en var sextán ára þegar hún varð ólétt. DV tók saman topp tíu lista yfir mest lesnu fréttir ársins sem nú er að líða. Þetta vakti athygli lesenda DV.is í ár. 1 „Ég var svo ung“ 113.912 lásu Birtist: 1. ágúst n Rebekka Rósinberg, 19 ára tveggja barna móðir úr Hafnarfirði, steig fram í viðtali við DV og sagði Svein Andra Sveinsson lögmann vera föður eins og hálfs árs gamals sonar hennar sem hún eignaðist þegar hún var 17 ára. Rebekka var sextán ára þegar hún varð ólétt. Hún sagði Svein Andra hafa borgað meðlag í nokkur skipti en hann hafi tekið það skýrt fram frá upphafi að hann gæti ekki og myndi ekki taka þátt í lífi barnsins. 31 árs aldursmunur er á þeim Sveini og Rebekku. 2 Myndum dreift af manni í Grindavík í ógeðfelldum athöfnum 107.089 lásu Birtist: 12. febrúar n Ljósmyndir af ungum íslenskum manni í fremur ógeðfelldum kynlífsathöfnum með sjálfum sér fóru sem eldur í sinu um netheima og gengu milli unglinga í Grindavík. Myndirnar fóru víða enda voru þær auðsóttar á veraldarvefnum þar sem maðurinn kom fram undir fullu nafni í heilu myndaalbúmi. Á myndunum sást maðurinn stinga ýmiss konar aðskotahlutum í aftur- endann á sér. 3 Íslendingur nauðgaði dóttur sinni í tíu ár 89.123 lásu Birtist: 1. ágúst n Hlynur Ólafsson var í upphafi síðastliðins aprílmánaðar dæmdur í Noregi í ellefu ára fangelsisvist fyrir að hafa ítrekað nauðgað dóttur sinni. Samkvæmt norskum fjölmiðl- um áttu nauðganirnar sér stað yfir tíu ára tímabil eða frá árinu 2002 til ársins 2012. Dóttir Hlyns var aðeins tíu ára gömul þegar ofbeldið hófst. Samkvæmt heimildum DV hefur Hlynur verið búsettur í Noregi um árabil og er dóttir hans hálfnorsk. 4 „Er nú kominn til Önnu Jónu sinnar“ 88.186 lásu Birtist: 28. janúar n Skarphéðinn Andri Kristjánsson lést þann 28. janúar eftir bílslys í Norðurárdal 12. janúar. Með Skarphéðni í bíl var kærasta hans, hin sextán ára gamla Anna Jóna Sigurbjörns- dóttir sem lést í slysinu. Móðir Skarphéðins minntist hans á Facebook og sagði hann nú kominn til Önnu Jónu sinnar. Greindi hún síðar frá því að fimm einstaklingar hefðu öðlast nýtt líf vegna líffæragjafa sonar hennar. Harmleikurinn opnaði á umræðu um líffæra- gjöf í samfélaginu. 5 Harmleikur í Hafnarfirði87.211 las Birtist: 2. janúar n DV.is greindi frá því að maður á áttræðis- aldri hefði fundist látinn við hjúkrunarheim- ilið Sólvang í Hafnarfirði þann 22. desember 2013. Hann var vistmaður á hjúkrunarheim- ilinu og féll fram af svölum en ekki kom fram hvernig það atvikaðist. Lögreglan rannsakaði málið ekki sem sakamál og því hefur verið um óhapp að ræða. Prestur var starfsfólki og vistmönnum til halds og trausts eftir slysið. 6 Hérna eru lokaorðin í viðtalinu sem allir eru að tala um 77.519 lásu Birtist: 16. febrúar. n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra mætti í viðtal í þættinum Sunnu- dagsmorgun hjá Gísla Marteini Baldurssyni. Viðtalið vakti gríðarlega athygli og ekki síst lokaorð Sigmundar Davíðs. Þegar viðtalinu var lokið og Gísli Marteinn hafði þakkað Sigmundi Davíð fyrir komuna gat forsætis- ráðherrann ekki á sér setið og vændi hann um að hafa ætlað að sanna, með framgöngu sinni í viðtalinu, að hann væri ekki talsmaður ríkisstjórnarinnar. 7 Tinna var jörðuð í dag 75.928 lásu Birtist: 6. júní n Tinna Ingólfsdóttir varð bráðkvödd á heimili foreldra sinna á Akureyri þann 21. maí. Hún var aðeins 21 árs. Var hún jarð- sungin þann 6. júní frá Akureyrarkirkju. Vinir Tinnu minntust hennar sem baráttukonu með ríka réttlætiskennd. Skrif Tinnu á vef- inn Freyjur.is höfðu vakið mikla athygli en þar sagði hún frá því þegar hún varð fyrir því á unglingsaldri að nektarmyndum af henni var dreift á netinu. Tinna opnaði enn frekar á umræðuna um kynferðisbrot af þessu tagi í fjölmiðlum. 8 Nakti maðurinn: „Þetta var fyrir fullorðið fólk“ 72.681 las Birtist 12. febrúar n DV birti viðtal við manninn sem birti ljósmyndir af sér á netinu í ógeðfelldum athöfnum. Málið vakti gríðarlega athygli en maðurinn sagðist hafa sett myndirnar inn í einhverjum fíflagangi fyrir nokkru síðan. Hann hafi vonast til að einhverjir karlar og konur úti í heimi myndu sjá myndirnar en segir að þær hafi aðeins verið ætlaðar „fullorðnum konum og körlum úti í heimi.“ Hann harmaði að myndirnar hefðu farið í dreifingu á meðal ungmenna á Suðurnesj- um og síðar víðar. 9 Unga konan dó vegna eitrunar 71.394 lásu Birtist: 26. september n DV greindi frá því að andlát íslenskr- ar konu sem lést í borginni Algeciras á Spáni 16. september væri rannsakað af lögreglunni á Spáni sem eitrun sam- kvæmt ræðismanni Íslands á Malaga, Per Dover Petersen. Hann sagði í samtali við DV að beðið væri eftir niðurstöðum eiturefnaskimunar en kærasti konunnar, Kristján Markús Sívarsson, hafði verið yfir- heyrður af lögreglu. Konan var rétt rúmlega tvítug og hafði glímt við fíkniefnavanda um nokkurt skeið. 10 Ung kona svipti sig lífi á Vogi 70.331 las Birtist: 16. september n 22 ára kona svipti sig lífi á sjúkrahúsinu Vogi í september. Konan hafði um nokkurt skeið glímt við vímuefnavanda og lauk þeirri baráttu á þennan sorglega hátt. DV greindi fyrst frá málinu en síðar stigu móðir og amma konunnar, sem hét Ástríður Rán Erlendsdóttir, fram í viðtali við Fréttablaðið og sögðu frá baráttu Ástríðar, glímunni við kerfið og það úrræðaleysi sem blasir við fíklum og aðstandendum þeirra hér á landi. Athygli vakti að konan hafði fallið heima hjá þjóðþekktum manni á miðjum aldri. ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.