Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 22
Áramótablað 30. desember 201422 Fréttir
Lögreglan rýfur
friðhelgi tuga
einstaklinga
24. október Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu afhenti fjölmiðl-
um, fyrir mistök, persónugreinan-
legar upplýsingar um tugi ef ekki
hundruð einstaklinga sem tóku þátt
í búsáhaldabyltingunni 2008–2009.
Almennir lögreglumenn og mót-
mælendur eru á meðal þeirra sem
nafngreindir eru í skýrslunni. Úr-
skurðarnefnd um upplýsingamál
hafði kveðið á um að skýrslan yrði
aðgengileg með þeim fyrirvara að
nöfn fjölda einstaklinga yrðu afmáð.
Það gekk ekki eftir og litastilling í rit-
vinnsluforriti olli því að yfirstrikuð
nöfn sáust. Fjölmargir þeirra sem
nafngreindir voru ætla að leita réttar
síns vegna málsins.
Verkfallsaðgerðir
lækna hefjast
27. október Fyrsta
lota verkfallsaðgerða
lækna hófst með til-
heyrandi töfum og
þjónustuskerðingu
heilsugæslu og heil-
brigðisstofnana um land
allt. Verkfallsaðgerðir héldu
áfram fram að áramótum og sögð-
ust læknar og heilbrigðisstarfsfólk
vera langþreytt á lélegum launakjör-
um og óboðlegum vinnuaðstæðum.
Margir læknar sögðu upp störfum
og hugðust fara erlendis til starfa.
Leynilegasta
svæði Íslands
29. október Eitt leynilegasta ör-
yggissvæði Íslands er á Keflavíkur-
flugvelli. Þar eru geymdar yfir 300
vélbyssur auk annarra vopna sem
íslensk yfirvöld komast í ef svo ber
við. Aðgangur að svæðinu er heft-
ur með gaddavírsgirðingu og eru
þeir sem yfir hana fara ákærðir og
eiga von á allt að þriggja ára fang-
elsisdómi. DV fór á stúfana og sýndi
lesendum svæðið.
Ótrúlegur
hagnaður
29. október Skelj-
ungsmálið svokall-
aða, viðskipti Glitnis
og Íslandsbanka með olíu-
félagið Skeljung á árunum 2008 og
2009, fékk á sig nýja mynd á árinu. Í
október og nóvember greindu fjöl-
miðlar frá því að starfsmennirn-
ir þrír hjá Íslandsbanka, Einar Örn
Ólafson, Kári Þór Guðjónsson
og Halla Sigrún Hjartardótt-
ir, sem komu að sölu Skeljungs
til nýrra meirihlutaeigenda árið
2008 hefðu sjálf hagnast um ríf-
lega 800 milljónir króna hvert á
þeim viðskiptum. Þremenningarn-
ir fjárfestu í færeyska olíufélaginu
P/F Magni sem eigendur Skeljungs,
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og
Guðmundur Þórðarson, keyptu árið
2009. Þau seldu því olíufélag út úr
banka, hættu í bankanum og fóru
svo í stórfelldar fjárfestingarnar með
fólkinu sem þau höfðu selt olíufé-
lagið. Halla Sigrún steig til hliðar
sem stjórnarformaður Fjármála-
eftirlitsins í kjölfar þessara frétta.
Í hungurverkfalli
31. október Adam
Ibrahim Pasha,
gyðingur frá Írak,
sem hafði verið í
hungurverkfalli
á Fit í Reykjanes-
bæ lét af verkfallinu
og byrjaði að nærast.
Með hungurverkfallinu vildi hann
mótmæla synjun Útlendingastofn-
unar á efnislegri meðferð umsóknar
sinnar um hæli á Íslandi. Ákvörðun
Útlendingastofnunar var áfrýjað til
innanríkisráðuneytis sem hefur þrjá
mánuði til afgreiðslu málsins og
verður Adam ekki vísað úr landi á
tímabilinu. Hann var með dvalar-
leyfi í Slóvakíu en varð fyrir ofsókn-
um þar og óttaðist um líf sitt.
Reknar
4. nóvember Átján konum var sagt
upp störfum í Stjórnarráði Íslands.
Konurnar störfuðu við ræstingar
og eru á sextugs- og sjötugsaldri.
Starfshlutfall þeirra var um 60 til 70
prósent. „Ljóst er að um er að ræða
tekjulægsta hóp Stjórnarráðsins og
allt konur á þeim aldri sem erfitt er
að fá sambærileg störf annars staðar
á sömu kjörum,“ sagði fulltrúi Efl-
ingar, stéttarfélags kvennanna.
Lokað á Deildu
og PirateBay
5. nóvember Vodafone og Síminn
lokuðu aðgangi viðskiptavina sinna
að vefsíðum Deildu og PirateBay,
þar sem höfundavörðu efni er deilt.
Hún lemur
son sinn
6.nóvember DV
greindi frá því að
kona sem dæmd var
fyrir að beita son sinn ofbeldi héldi
yfir drengnum forræði. Konan var
dæmd fyrir að slá son sinn, sem þá
var nýorðinn níu ára, með stólfæti
í bakið, rassinn, handleggi, hægri
mjöðm og í bringuna. Með þessari
háttsemi misþyrmdi hún syni sínum
bæði andlega og líkamlega þannig
að heilsu hans var hætta búin. Bróð-
ir drengsins óttaðist um hann og
vildi að hann kæmi og byggi hjá
honum.
Já hf. sektað
7. nóvember Samkeppniseftirlitið
lagði fimmtíu milljóna króna sekt
á Já hf. fyrir brot á samkeppnislög-
um. Samkeppniseftirlitið komst
að þeirri niðurstöðu að Já hefði
misnotað markaðsráðandi stöðu
sína á markaði fyrir rekstur og
heildsöluaðgang að gagnagrunni
yfir símanúmer.
Skuldaleið-
réttingin kynnt
10. nóvember
Forsætisráðherra og
fjármála- og efna-
hagsráðherra, ásamt
verkefnisstjórn
um höfuðstólsleið-
réttingu, kynntu niður-
stöður skuldaleiðréttingar-
innar á fundi í Hörpu. Leiðréttingin
mun lækka höfuðstól íbúðalána
um 150 milljarða króna á næstu 3
árum og við fullnýtingu leiðréttingar
lækkar höfuðstóll íbúðalána
um allt að 20 prósentum.
Gísli játar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur, játar að hafa lekið trúnaðargögnum úr ráðuneytinu – það er að hafa afhent
skjal úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla í nóvember 2013. Í tilkynningu sem Hanna Birna
Kristjánsdóttir sendi fjölmiðlum, kom fram að Gísli hefði síðdegis, þann 11. nóvember , játað að
hafa sent minnisblað úr ráðuneytinu. Í viðtali við Kastljós sagðist Gísli vera kominn á ákveðna
endastöð með lygi sem hófst fyrir ári síðan. Hann hafi fest í lygavef. Þá sagðist hann ekki hafa
áttað sig á því að þetta væri lögbrot á sínum tíma. Þann 12. nóvember var Gísli Freyr svo
dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi, en við þinghaldið lagði saksóknari fram ný
gögn í málinu sem talin voru varpa ljósi á sekt Gísla Freys. Gísli játaði sama dag og saksóknari
hugðist leggja gögnin fram, en þinghaldi var frestað vegna þess að Gísla snerist hugur.
11. nóvember