Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 24
Áramótablað 30. desember 201424 Fréttir Afhenti trúnaðargögn 19. nóvember DV greindi frá því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lög­ reglustjóri á Suðurnesjum, hefði áhyggjur af því að upplýsingar úr rannsóknargögn­ um frá lögreglunni á Suðurnesjum væru komnar í hendur fjölmiðla, þegar hún ræddi við Gísla Frey Val­ dórsson, fyrrverandi aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan­ ríkisráðherra, að morgni dags þann 20. nóvember í fyrra. Samt sem áður afhenti hún aðstoðarmann­ inum viðkvæmar upplýsingar úr sakamálarannsókn yfir Tony Omos samdægurs. Sigríður segist hafa starfað eftir lögum þegar hún af­ henti gögnin, en aðrir hafa véfengt að hún hafi breytt rétt þegar hún sendi aðstoðarmanninum greinina. Kaupir DV 21. nóvember Pressan ehf., móðurfélag Vefpressunnar og vefmiðlanna Pressunnar, Eyj­ unnar og Bleikt, keypti meirihluta hlutafjár í útgáfufélaginu DV ehf. Þann 21. desember samþykkti svo Samkeppniseftirlitið samruna fé­ laganna. Ég get ekki verndað hana 22. nóvember DV greindi frá algengi hefndarkláms og ræddi ítarlega við konur sem hafa orðið fyrir því að fyrrverandi kærastar eða sambýlismenn sendi af þeim nektar­ myndir til óprúttinna að­ ila. Þingflokkur Bjartrar framtíðar lagði í kjölfar­ ið fram lagafrumvarp sem beindi sjónum sínum sér­ staklega að hefndarklámi. Hættur 24. nóvember Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, hætti störf­ um. Ástæðan var sam­ skiptaörðuleikar við stjórn Strætó bs., meðal annars vegna viðskipta Strætó við fyrirtæki í eigu bróður Reynis, sem stjórninni var ekki kunnugt um. Missti aleiguna 27. nóvember Öldruð kona missti aleiguna eftir málaferli við Garða­ bæ. Konan stefndi vegna fram­ kvæmda bæjarins sem ollu mikl­ um skemmdum á einbýlishúsi. Hún vann málið í undirrétti, en í Hæstarétti tapaði hún og á hana féll málskostnaður hennar og Garða­ bæjar. Byssunum skilað 27. nóvember „Lögreglan þarf að hafa getu til að takast á við svona mál þó svo að vissulega voni maður að ekkert slíkt gerist,“ sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra, en lög­ regla vinnur nú að greinargerð til ráðherra um aukna þörf hennar fyr­ ir vopn og búnað. Nýlega var tekin ákvörðun um að skila byssum sem lögreglan hafði fengið frá Noregi. Gríðarlegt álag 1. desember Gríðarlegt álag var á björgunarsveitarfólki vegna óveðurs sem gekk yfir landið og tæplega sex hundruð manns sinntu útköllum á einum sólarhring. Vilja kaupa gögnin 3. desember Fjár­ málaráðuneytið segist vera reiðu­ búið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun á lista yfir þá Íslendinga sem geyma fjármuni í skattaskjól­ um. Listinn er sagður geyma nöfn nokkur hundruð Íslendinga og barst frá erlendum aðila sem vill selja skattrannsóknarstjóra gögnin. Brynjar grét úr hlátri 5. desember Brynjar Níels­ son, þingmað­ ur Sjálfstæðis­ flokksins, fékk bráðsmitandi hlát­ urskast í viðtali hjá fréttastofu Ríkis­ útvarpsins þegar hann sagði skoðun sína á skipan Ólafar Nordal sem innanríkisráðherra. Brynjar var einn þeirra sem hafði lýst áhuga á emb­ ættinu en þegar hann var spurður hvort hann væri svekktur yfir þessu vali. „Nei, nei, ég er ekkert svekkt­ ur. Ég er alltof gamall til þess og ég er ekki fýlugjarn maður þótt útlitið sé eins og það er,“ svaraði Brynjar og sló þar með fréttamann Sjónvarps­ ins algjörlega út af laginu. Datt úr rútu á ferð 9. desember Sjö ára gamall dreng­ ur féll út úr rútu á ferð. Nemandinn datt út úr rútunni á ferð á gatnamót­ um Kársnesbrautar og Urðarbraut­ ar. Hann var í belti í rútunni sem virðist hafa losnað og hann fallið að hurð sem opnaðist. Við þetta datt nemandinn út á götu, án þess að bílstjórinn yrði þess var. Gamla, góða hefðin 11. desember Á aðventunni snerist umræðan, sérstaklega á netinu, að mestu um kirkjuheimsóknir grunn­ skólabarna. Líf Magneudóttir sagð­ ist telja að heimsókn grunnskóla­ barna í Reykjavík í kirkjur þar sem þau hlýddu á hugvekju, samræmd­ ist ekki reglum mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Margir blönduðu sér í umræðuna sem var ansi hatrömm. Ólafur Stephensen, fram­ kvæmdastjóri Félags atvinnurek­ enda og fyrrverandi ritstjóri Frétta­ blaðsins, hvatti til dæmis foreldra, sem eru sáttir við kirkjuferðir grunn­ skóla í Reykjavík, til þess að láta ekki gagnrýni minnihlutans yfir sig ganga. Tony á götunni 12. desember „Ég veit ekki hvað ég hef gert til þess að eiga þessa framkomu stjórnvalda skilið,“ sagði Tony Omos í viðtali við DV. Útlendingastofnun og íslenska rík­ ið voru sýknuð af kröfu Tonys um ógildingu ákvörðunar Útlendinga­ stofnunar um að taka hælisumsókn hans ekki til efnislegrar meðferð­ ar. Þetta þýðir að hann fær ekki að sameinast barnsmóður sinni, Eve­ lyn Glory Joseph, og tíu mánaða syni þeirra. Jónína í fangelsi 22. desember Jónína Benedikts­ dóttir athafnakona var dæmd til 30 daga fangelsisvistar og svipt ökurétti ævi­ langt í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar síð­ astliðnum. Jónína var ákærð fyrir að umferðarlagabrot með því að hafa undir áhrifum áfengis ekið bifreið í janúar 2013. Hún neitaði sök og hafn­ aði því að hafa verið undir áhrifum áfengis og kvaðst hafa innbyrt áfengi eftir að hún stöðvaði bifreiðina. Söngskólinn í Reykjavík Í byrjun janúar verða inntökupróf í örfá skólapláss sem losna: 12. janúar byrja 7 vikna söngnámskeið: SÖNGNÁMSKEIÐ • Unglingadeild yngri 11-13 ára • Unglingadeild eldri 14 -15 ára • Almenn tónlistardeild Grunn-/ Mið-/ Framhaldsnám • Háskóladeild Einsöngs-/ Söngkennaranám • fyrir áhugafólk á öllum aldri • kennt utan venjulegs vinnutíma • raddbeiting / túlkun / tónfræði Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10–16 alla virka daga• www.songskolinn.is SÖNGNÁM Hanna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði af sér. Hún sagði að eftir umtalsverða umhugsun hafi hún tilkynnt Bjarna Benediktssyni að hún vildi hætta sem ráðherra og sæktist ekki lengur eftir því að gegna embætti innanríkisráðherra. Í hennar stað var ráðin Ólöf Nordal, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna mun halda áfram sem þingmaður eftir áramót. 21. nóvember

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.