Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Page 30
Áramótablað 30. desember 2014 Átök, öfgasamtök, mannrán og slys 30 Fréttir Íslamska ríkið lét á sér kræla 3. janúar Víga- menn súnníta sem kenna sig við Íslamskt ríki náðu völdum í borgunum Falluja og Ramadi í Anbar- héraði í Írak. Samtökin áttu eftir að koma mikið við sögu í fréttum árið 2014. Ariel Sharon lést 11. janúar Ariel Sharon, fyrrver- andi forsætis- ráðherra Ísraels, gaf upp öndina. Sharon, sem gegndi embætti forsætisráðherra landsins frá 7. mars 2001 til 14. apríl 2006, hafði legið í dái síðan 4. janúar 2006, eða allt frá því að hann fékk heilablæðingu. Dánarorsök hans var sögð vera hjartaáfall. Sharon var 85 ára. Áköf mótmæli í Úkraínu 16.–28. janúar Mótmælaaldan í Úkraínu sem hófst í nóvember 2013 hélt áfram í ársbyrjun. Þingið sam- þykkti lög sem takmörkuðu mjög rétt almennings til mótmæla á göt- um úti og brugðust mótmælendur hart við. Fimm mótmælendur létu- st í átökum við lögreglu í kjölfarið. Þann 28. janúar ákvað Viktor Yanu- kovich, þáverandi forseti, að aflétta takmörkunum til mótmæla. Ólympíuleikarnir í Sochi settir 7. febrúar Þrátt fyrir ógnan- ir um hryðju- verk, kvartan- ir um slælegan undirbúning og afstöðu rúss- neskra stjórnvalda til réttindabaráttu samkynhneigðra voru Vetrarólympíuleikarnir í Sochi settir með bravúr. Vladimír Pútín Rússlandsforseti setti leikana. Leik- unum var slitið þann 23. febrúar og gengu þeir áfallalaust fyrir sig að mestu leyti. Fyrsti fundurinn í 65 ár 10. febrúar Grunnt hefur verið á því góða milli yfirvalda í Kína og Taívan um langt skeið. Það breyttist eitthvað allavega þann 10. febrúar þegar hátt settir embættismenn frá Kína og Taívan hittust á fundi í borginni Nanking í Kína. Embættis- menn þessara ríkja höfðu ekki rætt málin augliti til auglitis síðan árið 1949. Þó að fundurinn hafi ekki skil- að neinni niðurstöðu þótti hann til marks um vilja beggja ríkja til betri samskipta. Ofbeldisfull mótmæli 12. febrúar Íbúar Venesúela höfðu fengið sig fullsadda af slæmum efnahag og þustu út á götur til að mótmæla. Þann 12. febrúar urðu mótmælin ofbeldisfull þegar hópur mótmælenda kastaði grjóti í opinberar byggingar og lög- reglumenn. Þrír mótmælendur létu- st í átökunum. Mannréttindi fótum troðin í Norður-Kóreu 17. febrúar Sameinuðu þjóðirnar birtu svarta skýrslu um stöðu mann- réttinda í Asíuríkinu Norður-Kóreu. Þar voru yfirvöld í Pyongyang sökuð um glæpi gegn mannkyni og var þeim líkt við ógnarstjórn nasista á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Fullyrt var í skýrslunni að í Norður-Kóreu væru 80 til 120 þúsund pólitísk- ir fangar og mæltu skýrsluhöfundar með því að Alþjóðaglæpadómstóllinn tæki málefni Norður-Kóreu til með- ferðar. Þá voru Kínverjar sagðir hylma yfir glæpi granna sinna. Guzman gómaður 24. febrúar Glæpa- kóngurinn Joaquin Guzman Loera, eða El Chapo, var handtekinn í bæn- um Mazatlan í Mexíkó. El Chapo var efstur á lista FBI yfir eft- irlýsta glæpamenn en hann var einn umsvifamesti eiturlyfja barón Mexíkó og forystusauður Sinaloa-hr- ingsins. El Chapo hafði verið eftirlýstur í 13 ár áður en hann var loksins gómaður. Rússar á Krímskaga 1.–27. mars Vladimír Pútín Rúss- landsforseti sendi hersveitir til Krímskaga þann 1. mars og bar fyr- ir sig að markmiðið væri að vernda Skálmöld í Úkraínu Mótmælin gegn yfirvöldum í Kænugarði héldu áfram en til tíðinda dró þann 20. febrúar þegar óeirðalögreglu og mótmælendum lenti saman. Ástæðan var tilraun mótmælenda til að koma sér aftur fyrir á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði þaðan sem þeir höfðu verið hraktir á brott. Yfir 100 manns féllu í valinn en þessu til viðbótar höfðu 67 fallið til dagana á undan. Daginn eftir var fallist á vopnahlé og lofaði Viktor Yanukovich forseti að haldnar yrðu kosningar fyrir árslok og völd hans minnkuð. Stjórnarandstaðan hélt þeirri kröfu til streitu að Yanukovich færi frá völdum. Þann 22. febrúar yfirgaf Yanukovich Úkraínu og var bráða- birgðastjórn sett á laggirnar í kjölfarið. Yanukovich hélt því fram að hann væri þó enn forseti Úkraínu. Arsen Avakov, innanríkisráðherra til bráðabirgða, gaf út handtökuskipun á Yanukovich þann 24. febrúar. Þann 27. febrúar hófu íbúar á Krímskaga, sem voru hollir Yanukovich, að mótmæla framgangi mála í Kænugarði og meðferðinni á Yanukovich sem þeir töldu ósanngjarna. Byssumenn með grímur lögðu undir sig stjórnarbyggingar í Sinferopol, höfuðstað Krímskaga, þann 28. febrúar. 20.–28. febrúar erlendur fréttaannáll 2014

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.