Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 34
Áramótablað 30. desember 201434 Fréttir Skotar sögðu nei 18. september Skotar gengu að kjörborðinu þann 18. september og höfnuðu að ganga úr ríkjasam- bandi við England, Wales og Norður-Ír- land. Kosningarnar fóru þannig að 55 prósent vildu halda áfram sam- bandinu – og tilheyra þannig Bret- landi – en 45 prósent vildu sjálfstætt Skotland. Morales endurkjörinn 12. október Evo Morales, for- seti Bólivíu, var endurkjörinn í embætti með 61 prósenti at- kvæða. Morales, sem er á sínu þriðja kjörtímabili, tileinkaði vini sínum, Hugo Chavez heitnum, fyrrverandi forseta Venesúela, sigurinn. Blackwater-liðar dæmdir 22. október Fjórir liðsmenn Blackwater, einkarekinnar banda- rískrar öryggisþjónustu, voru sak- felldir fyrir morð og manndráp á 17 óbreyttum írökskum borgurum árið 2007. Einn, Nicholas Slatten, var sakfelldur fyrir morð en þrír fyrir manndráp að yfirlögðu ráði. Áfram barist gegn ebólu 6.–12. nóvember Barack Obama Bandaríkjaforseti lagði aukinn þunga í bar- áttuna gegn útbreiðslu ebólu. Þann 6. nóvember tilkynnti hann að sex milljörðum Bandaríkjadala yrði varið í að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins. Þann 12. nóvember var staðfest að 14.098 hefðu veikst og þar af 5.160 látist úr sjúkdómnum á heimsvísu. Til liðs við Íslamska ríkið 10. nóvember Ein skæðustu hryðju- verkasamtök Egyptalands, Ansar Beit al-Maqdis, tilkynntu að þau hefðu gengið til liðs við Íslamska ríkið. Sam- tökin hafa staðið á bak við fjölda sprengjutilræða í Eg- yptalandi á undanförnum árum. Myrtu fjölmörg skólabörn 16. desember Talíbanar gerðu árás á skóla í Peshawar í Pakistan og myrtu um 145 manns, þar af fjölmörg börn. Talið er að um 500 börn hafi verið í skólanum, sem rekinn er af hern- um, þegar vopnaðir vígamenn réð- ust inn og hófu skothríð. Börnin voru í prófum. Talsmaður talíbana sagði að árásin væri svar talíbana við árásum sem gerðar hafa verið á þá að undanförnu. Tilraunageimfar sprakk Tilraunageimfar Virgin Galactic, SpaceShipTwo, liðaðist í sundur yfir Mojave-eyðimörkinni skömmu eftir flugtak. Í slysinu lést aðstoðarflugmaður farsins, Michael Alsbury, en flugmanninum Peter Siebold tókst að skjóta sér út úr farinu áður en það brotlenti. Talið er að slysið megi rekja til gallaðs búnaðar sem gerði að verkum að farið hægði á sér of snemma eftir flugtak. 31. október Þúsundir mótmæltu í Mexíkó Þúsundir þustu út á götur Mexíkóborgar til að mótmæla vegna 43 nema sem hurfu sporlaust þann 26. september. Lík 28 þeirra fundust í fjöldagröf í Iguala í suðurhluta landsins. Talið er að nemunum hafi lent saman við lögreglu með fyrrgreindum afleiðingum. Tuttugu og tveir lögregluþjónar voru handteknir í kjölfarið en allir voru þeir taldir hafa tengsl við glæpasamtök á svæðinu. Mótmælin í Mexíkó gegn spillingu í lögreglunni héldu áfram. Þann 27. nóvember hét Enrique Pena Nieto, forseti landsins, að leggja aukinn þunga í baráttuna gegn spillingu. 16. nóvember Gíslataka á kaffihúsi Vopnaður maður hélt gestum Lindt-kaffihússins í fjármálahverfi Sydney í Ástralíu í gíslingu í um sautján klukkustundir. Gíslatökumaðurinn, Man Haron Monis, var skotinn til bana af lögreglu en áður en hann féll varð hann tveimur gíslum að bana, 34 ára karlmanni og 38 ára konu. Monis fékk pólitískt hæli í Ástralíu árið 1996 eftir að hafa komið frá heimalandi sínu, Íran. Hann var grunaður um morð á eiginkonu sinni í apríl 2013 en sleppt gegn tryggingu. 15. desember Lentu á halastjörnu Sögulegur atburður varð þann 12. nóvember þegar tókst að lenda könnunarfari á halastjörnu. Könnunarfarið sem um ræðir, Philae, var tæp ellefu ár á flugi um himingeiminn og þurfti bókstaflega allt að ganga upp til að farið lenti heilu og höldnu á stjörnunni. 12. nóvember

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.