Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 37
Umræða 37Áramótablað 30. desember 2014 Ég fékk bara áfall Ríkisstjórn Íslands réðst gegn tjáningarfrelsinu Ég varð svo reið á föstu- daginn, að ég bara grét Helga Björk Viggósdóttir fékk yfir sig þakkant og bárujárn í miðbæ Reykjavíkur. – DV Auður Jónsdóttir sakar íslensk stjórnvöld um valdablindu. – KjarninnRakel Árnadóttir mætti of seint á tónleika vegna klúðurs hjá ferðaþjónustu fatlaðra. – DV R ússar brynja sig með bröndurum. Nú segja þeir við eldhúsborðin heima hjá sér, að nýtt ár stefni á töluna 63. Olíuverð á heimsmarkaði stefnir á 63 dali fatið (var 120), gengi rúblunnar stefnir á 63 rúblur fyrir hvern dal (var 33), og Pútín verður 63. Þegar olían kostar 120 dali fatið, segja þeir, er Rússland górilla; 63 dal- ir, simpansi. Það segir sína sögu um muninn á orkubúskap Norð- manna og Rússa, að 40% verð- lækkun olíu á heimsmarkaði að undanförnu hefur haldizt í hendur við 6% gengisfall norsku krónunn- ar og 50% gengisfall rúblunnar. Lífskjör Rússa eru miklu háðari olíuverði en lífskjör Norðmanna. Norðmenn kusu að hlífa þjóðarbú- skap sínum við sveiflum í olíuverði með því að leggja langmestan hluta olíutekna sinna í sameigin- legan lífeyrissjóð, sem þeir geyma og ávaxta erlendis utan seilingar stjórnmálamanna. Þessi lífeyris- sjóður allra landsmanna nemur nú 170.000 dölum á hvert manns- barn í Noregi, eða 22 milljónum ís- lenzkra króna á mann. Auðlindir í þjóðareigu Norsk tunga á ekkert orð yfir inn- lenda olíufursta eða fávalda (ólígarka), enda eru þeir ekki til. Norska stórþingið bjó svo um hnútana, að olían í lögsögu Noregs var frá byrjun skilgreind í lögum sem auðlind í þjóðareigu líkt og vatnsföllin, sem Einar Benedikts- son skáld hjálpaði Norðmönnum við að virkja fyrir 100 árum. Þannig var girt fyrir tilurð norskra orku- greifa og olíufursta. Rússar leiddu á hinn bóginn orðið „ólígarki“ inn í orðaforða heimsins með því að færa þjóðareignir í hend- ur einkavina valdhafanna. Rússar höfðu áður fært heiminum mörg önnur gagnleg og lýsandi orð svo sem „apparatchik“ (flokkshundur) og „nomenklatura“ (flokkshund- ar, safnheiti) og einnig „glasnost“ (gagnsæi) og „perestrojka“ (um- skipti). Búhnykkur fyrir heiminn í heild Lækkun olíuverðs að undanförnu virðist eiga sér tvær höfuðskýr- ingar. Annars vegar hefur dregið a.m.k. í bili úr eftirspurn eftir olíu vegna minni umsvifa, t.d. í Kína. Hins vegar hefur framboð olíu og skyldra orkugjafa aukizt varanlega í Bandaríkjunum. Lækkun olíu- verðs kann því að reynast langvinn lyftistöng undir heimsbúskapinn. Hagur olíuinnflutningsríkja af lægra olíuverði er meiri en skað- inn, sem olíuútflutningsríki verða fyrir af völdum lækkunarinnar. Lækkun olíuverðs gagnast venju- legu fólki og fyrirtækjum í olíuinn- flutningslöndum með því að draga úr orkukostnaði. Lækkunin dreifist tiltölulega jafnt, einkum ef bensín- verð lækkar til samræmis við lækk- un á verði innfluttrar olíu svo sem vera ber, en virðist þó láta á sér standa hér heima. Lækkun olíu- verðs kemur á hinn bóginn yfirleitt ólíkt niður í olíuútflutningslönd- um. Hún leggst af mestum þunga á þá, sem tókst að sölsa undir sig olíulindirnar, nema þeim takist einnig að varpa byrðunum yfir á saklausa vegfarendur, t.d. með gengisfalli. Þau lönd, sem verða fyrir mest- um búsifjum af völdum lægra olíu- verðs eins og nú háttar, eru auk Rússlands m.a. Alsír, Íran, Líbía, Nígería, Sádi-Arabía og Venesúela. Þessi lönd eiga það öll sammerkt, að almenningur, réttur eigandi olíulindanna skv. lögum og alþjóð- legum mannréttindasáttmálum, hefur hingað til ekki nema að litlu leyti fengið að njóta arðs af eign sinni. Þetta sést greinilega, ef við hugsum okkur hækkun olíuverðs. Í olíuútflutningslöndum fellur verðhækkun á olíu einkum þeim í skaut, sem tókst að sölsa undir sig olíuna (t.d. konungsfjölskyld- an í Sádi-Arabíu, herforingjar og stjórnmálamenn í Nígeríu o.s.frv.). Í olíuinnflutningslöndum kemur olíuverðshækkun jafnar niður, t.d. við bensíndæluna. Olíuinnflutningsríkin eru margfalt fleiri en hin. Margir gjalda hækkunar olíuverðs, en fáir njóta hennar. Líku máli gegnir um and- hverfuna: Margir njóta lækkunar olíuverðs, en fáir gjalda hennar. Lækkun olíuverðs að undan- förnu getur einnig óvænt komið sér vel fyrir ýmis lönd, sem hafa nýlega fundið olíu og fengið of- birtu í augun og komast nú von- andi aftur niður á jörðina. Þetta á t.d. við um Gana, Mósambík, Tansaníu og Úganda. Þessi lönd eru e.t.v. líklegri nú en áður til að velja sér fyrirmyndir frá Noregi frekar en Nígeríu. Ísland, Noregur og Rússland Íslendingar líkjast Rússum, bæði í útliti og að upplagi. Skyldleikinn leynir sér ekki. Báðar þjóðir eiga sér langa og merka menningar- sögu. Rússland er rétt nefnt stór- veldi í bókmenntum og listum. Stjórnmálin gista annað þróunar- stig í báðum löndum af áþekkum ástæðum að ýmsu leyti, og mætti rekja skyldleikann í löngu máli. Öðruvísi væri nú um að litast hér heima, hefði auðlindastjórn á norska vísu verið lögð til grund- vallar íslenzkum sjávarútvegs- og orkumálum eins og margir lögðu til. Alþingi hefur hlunnfarið fólkið í landinu með því að „selja“ ríkis- eignir, t.d. gömlu ríkisbankana, á rússneska vísu, þ.e. afhenda þær einkavinum á undirverði, og með því að veita útvegsmönnum og er- lendum fyrirtækjum ýmist ókeyp- is eða niðurgreiddan aðgang að auðlindinni í sjónum og orkunni uppi á landi líkt og tíðkazt hefur og tíðkast enn sums staðar í þró- unarlöndum. Þetta hangir saman. Ekkert af þessu þætti boðlegt í Noregi. n Olíusögur um áramót Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari Á æskuheimili mínu var afar gestkvæmt. Það gerðist, í þá daga þegar ég var að vaxa hér úr grasi, að fólk fór í heim- sókn. Og það sem meira er; í flest- um tilvikum var um það eitt að ræða að njóta lífsins og gleðja aðra. Það gerðist að heim til okkar kom hópur af fólki sem skyndilega brast í söng og svo tóku allir undir og hvert lagið var tekið á fætur öðru. Það gerðist í þá daga, að einfald- lega var slökkt á sjónvarpi og útvarpi og fólk sat í stofunni og ræddi málin. Ég man meira að segja stundir, þar sem mamma og pabbi sátu hvort með sína bókina í stofunni og lásu. Um áramót er eðlilegt að ég rifji upp svona æskuminningar; að ég sjái í hugskoti mínu tírurn- ar sem lýstu upp æskuheiminn. Það er nefnilega hægt að staðsetja eitt og annað í fortíðinni, jafnvel þótt hún sé ekki til … ekki frekar en framtíðin. En það man ég, að fólk ræddi málin þegar vinir komu í heimsókn. Og lykillinn að vinátt- unni, var kannski fyrst og fremst sá, að afstaða var ýmist tekin með þeim sem sigraði eða þeim sem tapaði. Vináttan var byggð á sann- gjarnri afstöðu; heimssýn sem ekki var á fyrirframástæðu reist, einsog t.d. aðild að stjórnmálaflokki eða einhverju slíku. Auðvitað skiptist fólk í fylkingar þá eins og nú, en hin fordómafulla afstaða til þeirra sem tapa og hin einlæga sigur- vegarahollusta komu eiginlega fyrst alvarlega til sögunnar, þegar hann Kennedy féll í hildarleik heimsku- nnar. Þá var einsog nýrri vídd hefði verið blásið í vitund íslenskrar al- þýðu. Og það merkilega er, að þetta var á fyrstu árum sjónvarpsins. Frá og með þeirri fórn, hefur hollust- an sú arna verið vatn á myllu ófrið- ar, illdeilna, misréttis, kúgunar, for- dóma og yfirleitt alls sem hefur það að markmiði að reyna að draga úr mætti dygða. Vináttan sem ég sá í augum fólksins sem kom á mitt æskuheim- ili, var kaffærð í skylduáskrift að af- stöðu til alls; að halda með sigur- vegaranum á kostnað þess sem er dæmdur til að tapa. Niðurlægingin varð sýnileg þegar fólk hóf að ein- angra sig við sjónvarpsgláp og leyfði óheftri mötun peningaafla og firringar að gera sér hreiður í hverju sálartetri. Í fyrra hafði ég þá heimspeki- legu afstöðu, að strengja þess heit að strengja ekki áramótaheit. Sú áætlun var dæmd til að mistakast. Um þessi áramót, strengi ég þess heit að efla vináttu á árinu sem er að mæta. Sigurvegarar mínir verða þeir sem styðja vináttu, frið og fög- ur gildi. n Kærleikur það aflið er sem aldrei skal ég týna og vil því fá að veita þér vináttuna mína. Ef við erum sigurvegarar … Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „ Í fyrra hafði ég þá heimspekilegu af- stöðu, að strengja þess heit að strengja ekki ára- mótaheit. „Norska stórþingið bjó svo um hnút- ana, að olían í lögsögu Noregs var frá byrjun skil- greind í lögum sem auð- lind í þjóðareigu. 1 Hrekkjalómur orðlaus eftir að hann sá hvað úti- gangsmaður gerði við gjöfina Myndband sem sýnir vopnin slegin úr höndum hrekkjalómsins Josh Paler Lin hefur vakið mikla athygli. Josh Paler Lin gaf heimilislausum manni 100 dollara og fylgdist leynilega með honum. Lin taldi að heimilismaðurinn færi beint í áfengisbúð og fengi sér í aðra tána en sú varð ekki rauninni. Útigangsmaðurinn fór þess í stað og keypti mat og gaf öðrum með sér. Lesið: 51.767 2 Sigmundur Davíð sæmd-ur stórkrossi: Enginn látinn vita Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, var sæmdur æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir íslenskum eða erlendum borgara fyrir utan þjóð- höfðingja; stórkross hinnar íslensku fálkaorðu. Fjölmiðlar fengu ekki að vita af athöfninni og þá er ekki vitað hvort hún hafi farið fram á Bessastöðum líkt og venja er. Lesið: 41.783 3 Myndir náðust af bíl kirkjugarðsníðingsins Myndum af öðrum bílnum sem olli miklum skemmdum fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar sást jepplingur af gerðinni Kia Sorento vera pikkfastur í kirkjugarðinum. Lesið: 36.315 4 Árna var hópnauðgað þegar hann var 13 ára Árna Viljari Skjóldal hefur tvisvar verið nauðgað, í fyrra skiptið var hann aðeins þrettán ára gamall. Hann var þá bú- settur í Noregi og hafði einangrast mikið vegna eineltis. Árni sagði sögu sína í jólablaði DV og vill nýta erfiða reynslu til að hjálpa öðrum. „Þetta gerðist fyrst þegar ég var þrettán ára og það voru fleiri en einn gerandi. Þeir voru bara fimmtán og sextán ára,“ segir Árni sem lokaði á þessa erfiðu lífsreynslu og sagði engum frá fyrr en löngu síðar. Lesið: 36.081 5 Sjáðu myndir úr Íslands-ferð Jay-Z og Beyoncé Stórstjörnurnar Beyoncé og Jay-Z heilluðust af Íslandi fyrr í desember. Þau hafa birt myndir úr ferðalagi sínu hér á landi á samfélagsmiðlum. Þar má sjá hjónin skála í kampavíni fyrir framan þyrlu í snjókomu á Íslandi og taka stuð- hopp í appelsínugulum snjógöllum eftir vel heppnaða vélsleðaferð. Einnig eru myndir úr ferð þeirra hjóna í Bláa lónið og úr afmælisveislu Jay Z. Lesið: 35.379 Mest lesið á DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.