Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Síða 42
Áramótablað 30. desember 201442 Fréttir  Stórbruni í Skeifunni Stórbruni varð í Skeifunni, meðal annars Skeifunni 11 og húsum í næsta nágrenni, þar á meðal eru fyrirtækin Fönn, Griffill og fleiri sem brunnu til kaldra kola. Mynd Sigtryggur Ari  Fangelsisdómur Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi að- stoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, var í nóvem- ber dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa lekið trúnaðarupp- lýsingum um hælisleitandan Tony Omos úr innanríkisráðuneytinu. Mynd Sigtryggur Ari  Leit í Bleiksárgljúfri Í júní fannst Pino Becerra Bolaños látin í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð. Eftir langa og þrotlausa leit fannst sambýliskona hennar, Ásta Stefánsdóttir, einnig látin, á svipuðum slóðum. Mynd LAndSbjörg / guð- brAndur örn  Málefni hælisleitenda Málefni hælisleitenda urðu í brennidepli í innanríkisráðuneytinu. Hér ræðir Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi ráðherra, við hóp fólks vegna mótmælasveltis Ghasems Mohamadi. Mynd Sigtryggur Ari  Skölluð í andlitið Anna var að klappa hundi nágranna síns í grennd við heimili sitt við Njálsgötu þegar granninn kom, sagði henni að láta hundinn vera og skallaði hana í andlitið. Mynd Sigtryggur Ari  Eldur í Rimaskóla Eldur kom upp í kennslustofu, svokölluðum skúr, við Rimaskóla í Grafarvogi. Nemendum var safnað saman í íþróttahúsi á meðan slökkvilið vann sitt starf. Enginn meiddist, en skúrinn brann til kaldra kola. Mynd Sigtryggur Ari Náttúruhamfarir og pólitísk átök fréttamyndir frá árinu 2014

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.