Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 51
Áramótablað 30. desember 2014 Sport 51 Ár Garðbæinga og strákanna okkar n Brasilíumenn grétu á heimavelli n Gerrard brást á ögurstundu n Stjörnumenn stálu senunni n Krísuvíkurleið á heimsmeistaramót í handbolta  Eiður til Englands Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki sungið sitt síðasta. Eftir hlé frá knattspyrnuiðkun samdi þessi magnaði knattspyrnumaður á nýjan leik við enska félagið Bolton. Þó að Eiður sé 36 ára verður forvitnilegt að fylgjast með honum á Englandi á nýjan leik.  Stórmót í Laugardalshöll EM í hópfimleikum var haldið með glæsibrag í Laugardalshöll í október. Þó að íslensku liðunum hafi ekki tekist að vinna til gullverðlauna var árangurinn góður og mótið, eitt það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi, var hreyfingunni til sóma.  Story stöðvaði Nelson Gunnar Nelson fikrar sig hægt en örugglega upp metorðalistann í UFC. Hann sigraði Zak Cummings örugglega í Dublin í júlí en tapaði naumlega á stig- um gegn Rick Story í október. Um var að ræða fyrsta tap Gunnars í UFC en dómarar voru ekki sammála um það hvor hefði haft betur. Eins og sést leit Story töluvert verr út eftir bardagann en okkar maður.  Íslendingur á HM Aron Jóhannsson varð þann 16. júní fyrsti Íslendingurinn til að spila leik á HM, þegar hann kom inn á sem varamaður á 23. mínútu í leik Bandaríkjanna og Gana í fyrsta leik liðanna á mótinu. Bandaríkjamenn unnu leikinn með sigurmarki undir lok leiks. Allir höfðu fyrirgefið Íslendingnum fyrir að velja Banda- ríkin frekar en íslenska landsliðið.  Bakdyramegin á HM Sirkusinn í kringum HM í handbolta, sem fram fer í Katar, var áberandi í íþróttafréttum haustsins. Ísland tapaði umspilsein- vígi við Bosníu í sumar og útlit var fyrir að strákarnir okkar væru að missa af sínu fyrsta stórmóti í langan tíma. Ísland var fyrsta varaþjóð en Alþjóða handknattleikssambandið breytti reglunum þannig að unnt væri að veita lærisveinum Dags Sigurðssonar, Þjóðverjum, þátttökurétt. Peningafnykur var af málinu og Ástralir, sem misstu sæti sitt, skildu hvorki upp né niður. HSÍ fór í hart en áður en það mál varð til lykta leitt duttu fleiri þjóðir úr skaftinu vegna framkomu Katar við nágranna- þjóðir sínar. Hefðu nýju reglur alþjóðasambandsins gilt hefði Ísland heldur ekki fengið annað tveggja þeirra sæta sem losn- uðu. En rykið var dustað af gömlu reglunum og Handknattleikssamband Evrópu gat úthlutað Íslandi laust sæti. Svíar og aðrir verðandi mótherjar Íslands í Katar, voru ekkert sérstaklega hrifnir. Þeir höfðu gert ráð fyrir því að mæta Sameinuðu arabísku furstadæmunum.  Ævintýri í Garðabæ Evrópuævintýri Stjörnu- manna fór ekki fram hjá nokkrum knattspyrnu- unnanda í sumar. Stjörnumenn lögðu Bangor, Motherwell og pólska liðið Lech Pznan að velli áður en liðið lét í minni pokann fyrir stórliði Inter Milan. Viðureignirnar tvær fóru samtals 9–0 en Stjörnumenn geta borið höfuðið hátt.  Í fyrsta skipti á EM Sjaldan hefur tapleik verið fagnað jafn innilega og í Laugardalshöllinni þann 27. ágúst. Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu töpuðu þá með átta stigum fyrir Bosníu. Það kom ekki að sök þar sem liðið endaði ofar en Bretland, og tryggði sér fyrir vikið þátttökurétt í fyrsta skipti í lokakeppni EM. Spánverjar og Tyrkir verða á meðal andstæðinga Íslands næsta haust.  Spurs bestir Miami átti ekkert erindi í San Antonio Spurs í úrslitaeinvíginu í NBA. Leikirnir voru óspennandi því San Antonio hafði yfirburði og vann einvígið að lokum 4–1.  Lærisveinar Lars í stuði Fáir áttu kannski von á því að íslenska landsliðið í knattspyrnu fylgdi eftir góðum árangri sínum í undankeppni HM. Undankeppni EM hófst á árinu og strákarnir eru í erfiðum riðli. Þrír fyrstu leikirnir unnust þar sem ótrúlegan heimasigur á bronsliði Hollendinga bar hæst. Íslendingar létu í minni pokann fyrir Tékkum í síðasta leik ársins en eru í vænlegri stöðu í riðlinum. mynd Axel Finnur GylFAson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.