Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 64
Áramótablað 30. desember 201464 Fólk
„Árið byrjaði með
sælu og sorg“
Jónína Leósdóttir
„Hjá mér hefur 2014 verið skólabókardæmi um það bland í
poka sem lífið er. Árið byrjaði með sælu og sorg. Hinn 9. jan-
úar fæddist sjöunda barnabarn okkar Jóhönnu, gleðigjafinn
Nína, og viku síðar lést mamma mín, Fríða Björg Loftsdóttir.
Það var sérstakt að upplifa jafnólíkar tilfinningar á sama
tíma, vera í senn hamingjusöm og syrgjandi. Í maí stóð
ég síðan frammi fyrir annars konar tímamótum þegar ég
varð sextug. Annars einkenndist árið aðallega af skrifum
og þar sem ég hef einstaklega gaman af vinnunni minni
þýðir það að 2014 var gott ár. Og þátttaka okkar Jóhönnu
í mannréttindaráðstefnunni World Pride Human Rights
Conference í Toronto var áhrifamikil reynsla sem seint
gleymist. Svona almennt finnst mér árið 2014 hafa verið
fremur dapurt hér á Íslandi. Eftir að hafa
fylgst með konunni minni leggja nótt
við dag í glímunni við afleiðingar
hrunsins er erfitt að horfa upp á
nýja ríkisstjórn stýra öllu aftur í
sama farið. Vonandi reynist ég
ekki sannspá … en ég óttast að
þetta endi ekki vel.“
„Ég sá villtan
nashyrning“
Landsþekktir segja frá því sem stóð upp úr árið 2014 að þeirra mati
Berlínarferð ákaflega eftirminnileg
„Persónulega fannst mér Berlínarferð Nýdanskrar síðastliðið vor ákaflega eftirminnileg
og skilaði af sér stuðplötunni Diskó Berlín sem virðist hafa glatt mann og annan. Almennt
finnst mér blómlegt starf Oldboys knattspyrnunnar í Þrótti hafa staðið upp úr.“
E
ins og við er að búast gerðist
margt gott og slæmt á árinu
sem er að líða. Við fengum sex
landsþekkta einstaklinga til
þess að segja okkur hvað stóð
upp úr á árinu hjá þeim persónulega
og hvað þeim fannst standa upp úr
almennt á árinu. n
„Sumarið var eitt það besta sem
ég hef upplifað“ „Hjá mér persónulega finnst mér hafa staðið
upp úr frábært sumar á Íslandi, þar sem ég náði að gera hluti sem ég hafði lengi ætlað
að gera. Sumarið var eitt það besta sem ég hef upplifað. Svo átti ég ferð til Kaliforníu
í haust, sem var stórkostleg í alla staði. Þangað hafði ég aldrei komið áður, en mun
klárlega koma aftur um leið og færi gefst. Á heildina litið var þetta ár líka mjög gott
í samskiptum við fjölskyldu og vini. Ég kynntist mikið af nýju fólki og fékk að halda
áfram að fylgjast með litlu frændum mínum vaxa úr grasi og rækta samskipti við
foreldra mína. Á árinu almennt finnst mér standa upp úr hve sterk grasrót er að
myndast á Íslandi sem er að vinna í jákvæðum og flottum hlutum án þess að mikið
beri endilega á því í almennri umræðu. Ekki veitir af!“
Helga Dís Björgúlfsdóttir
helgadis@dv.is
„Það slagar hátt
upp í stuðið sem
fylgir hundum,
svei mér þá“
Hallgrímur Helgason
„Það sem stóð upp úr í einkalífinu var að sjá bróður minn
verða afa og sjá konuna mína verða föðursystur. Magnað
hvað barnakomur hafa mikil og gleðileg áhrif á heilu
stórfjölskyldurnar. Það slagar hátt upp í stuðið sem fylgir
hundum, svei mér þá.
Almennt séð fannst mér standa upp úr hvað þessi ríkisstjórn
er mikil og leiðinleg hægri stjórn. Hvað fjármálaráðherra er
mikill og bóklaus búri. Hvað forsætisráðherra er mikill og latur
golubelgur. Hvað innanríkisráðherrann laug rosalega mikið og
hvað hún sagði alls ekki af sér heldur bara fór í fússi. Hvað
menntamálaráðherra er átakanlega duglaus. Hvernig
utanríkisráðherra tekst að fljúga svona mikið en
vera samt ósigldur. Hvernig landbúnaðarráð-
herra fer að því að vera í senn fljótfær og
luralegur. Hvað iðnaðarráðherra er
hræðilega treystandi til að passa
meira upp á vini sína en náttúr-
una. Og samt eru enn þrjú og
hálft ár eftir af þessum lurki.“
Stórkostlegt
að ESA lenti
könnunarfari
á Philae
Yrsa Sigurðardóttir
„Það sem mér finnst persónulega
hafa staðið upp úr á árinu var að ég
sá villtan nashyrning í fyrsta skipti.
En almennt finnst mér stórkostlegt
að ESA tókst að lenda könnunarfari
á halastjörnunni Philae.“
Sölvi Tryggvason
Jón Ólafsson
„Ár persónulegra
sigra og hamingju“
Una Stef
„Árið 2014 var stórkostlegt en fyrir mér var það ár
persónulegra sigra og hamingju. Það er erfitt að
segja að einhver einn hlutur hafi staðið upp úr, það
eru frekar margir hlutir úr mismunandi hornum lífs
míns; skólalífinu, tónlistarkonulífinu, ástarlífinu,
ferðalífinu og svo framvegis. Sem dæmi útskrif-
aðist ég úr Tónlistarskóla FÍH, gaf út mína fyrstu
plötu „Songbook“, ferðaðist til Afríku, trúlofaði mig
og átti yndislega tíma með fjölskyldu og vinum.
Almennt á Íslandi þá held ég að skuldaniðurfell-
ingin, lækna- og tónlistarkennaraverkföllin standi
upp úr. Annars fékk Malala Yousafzai, vinkona
mín, friðarverðlaun Nóbels í ár, sem stendur svo
sannarlega upp úr. Því miður hugsa ég þó líka
til ebólu-faraldursins í Vestur-Afríku, átak-
anna í Úkraínu og herferð IS í Sýrlandi, Írak
og víðar. Vonandi fáum við betri fréttir
þaðan á nýju ári og látum okkar ekki eftir
liggja til að stuðla að betri heimi, við
erum nefnilega öll saman í þessu.“
Una Stef
Söngkonan
hefur átt gott ár
í bæði tónlist og
einkalífinu. MynD
SigtryggUr Ari
Sölvi
tryggvason
Hann hefur
undanfarið
verið að vinna
að heim-
ildamynd
um íslenska
karlalandsliðið
í knattspyrnu.
Hann ætlar að
fylgja þeim eftir
í undankeppnina
fyrir EM 2016.
MynD ÞorMAr Vignir
gUnnArSSon
Hallgrímur
Helgason
Leikrit gert eftir
skáldsögu hans,
Konan við 1000°, var
sett upp í Kassanum í
Þjóðleikhúsinu í haust, en
hann kom að leikgerðinni
með Unu Þorleifsdóttur og
Símoni Birgissyni.
MynD
SigtryggUr
Ari
Jón Ólafsson Nýjasta
plata hljómsveitarinnar
Nýdanskrar hefur verið
að gera það afar gott
síðustu mánuði.
MynD gUnnlAUgUr rögnVAlDSSon
Jónína
leósdóttir
Hér situr
Jónína með
barnabarni
sínu.