Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 76

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 76
Áramótablað 30. desember 2014 101. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 895 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ekki var þetta mikill appafengur! Fyrirliðinn fór á skeljarnar n Aron Einar Gunnarsson, fyrir liði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sýndi á sér róman- tíska hlið um jólin þegar hann fór niður á skeljarnar og bað kærstu sinnar, fitnessdrottn- ingarinnar Kristbjargar Jóns- dóttur. Hún deilir gleðifréttun- um með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum þar sem hún birtir mynd af sér með forláta demantshring. Segir Kristbjörg þetta hafa verið bestu jól henn- ar hingað til en þau eyddu þeim ein saman. Þegar þau höfðu lokið við að snæða og opna pakka kom Aron henni á óvart með spurningunni og hringnum. Parið á von á barni á nýju ári. Kvöldstund á bráðamóttöku n „Það er allt í góðu núna, bara smá hjartsláttartruflanir,“ segir söngkonan Una Stef á Face- book-síðu sinni en hún eyddi kvöldstund á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogsdal fyr- ir stuttu. Fyrr um kvöldið hafði hún haldið aukatónleika á Café Rosenberg með Eglu og 1860, við góðar undirtektir. Söngkon- an hefur gert það gott undan- farið en hún frumflutti nýtt lag á tónleikunum. Hún tók sérstaklega fram að það væri á íslensku því hingað til hefur hún að- allega sung- ið lög sín á ensku. Stefán Jón í sjálfboðavinnu n „Svo er miklu meira, en ég get bara ekki verið í sjálfboðavinnu við þessi hjálparstörf miklu leng- ur.“ Svona lýkur Stefán Jón Haf- stein löngu innleggi sínu á Face- book-síðu Fjölmiðlanörda. Þar greinir hann í níu tölusettum og ítarlegum liðum frá því hversu slæmt nýtt smáforrit frá Ríkisút- varpinu er að hans mati. Ómögu- legt sé að finna efni í smáforritinu því leitarmöguleikar séu ekki fyrir hendi. „Besta og óvæntasta jólögjöf ársins hefði getað orðið appið frá Rúv sem tengir mann við efnisveituna. Því miður er þetta mjög misheppnað app og ég segi því miður með mikl- um trega því Rík- isútvarpið þurfti svo sannarlega á andlitslyft- ingu að halda.“ FRAMÚRSKARANDI UM JÓLIN Hamborgarhryggur og hangikjöt í 1. sæti! Síðastliðin ár hafa hamborgarhryggir og hangikjöt frá Norðlenska skarað fram úr í bragðkönnunum DV. Ár eftir ár hafa neytendur sett traust sitt á Norðlenska þegar kemur að jólamatnum. Fyrir það erum við þakklát og ætlum að halda áfram að uppfylla kröfur um indæla jólasteik. BRAGÐKÖNNUN MATGÆÐINGA DV 2014 – KEA-hamborgarhryggur í 1. sæti 2014 – KEA-hangikjöt í 1. sæti 2013 – Nóatúns-hamborgarhryggur í 1. sæti 2013 – KEA-hamborgarhryggur í 2. sæti 2012 – KEA-hamborgarhryggur í 1. sæti 2011 – KEA-hamborgarhryggur í 1. sæti 2011 – Sambandshangikjöt í 1. sæti 2011 – Húsavíkur- og KEA-hangikjöt í 3.-5. sæti 2010 – Húsavíkurhangikjöt í 1. sæti 2009 – Húsavíkurhangikjöt í 1. sæti ÍSLENSKT GRÍSAKJÖT E N N E M M / S ÍA / N M 6 6 3 4 7 „Með þessu fá allir að njóta sín“ V eitingamaðurinn Grímur Vil- helmsson bauð yfir hundrað skjólstæðingum Fjölskyldu- hjálpar Íslands í jólahlaðborð á veitingastað sínum Grallaranum í Reykjanesbæ daginn fyrir Þor- láksmessu. Þetta gerði hann í sam- starfi við matreiðslumeistarann Ás- björn Pálsson hjá veisluþjónustunni Menu-veitingum. „Já, þetta var eiginlega jólagjöf frá okkur til okkar sem að þessu stóðu. Það var alveg frábært að geta boð- ið þessu fólki, sem ekki á mikið á milli handanna og fer eflaust ekki á jólahlaðborð, að koma til okkar og borða sig satt,“ segir Grímur sem bauð meðal annars upp á lambakjöt, kalkún og svínarif. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Grímur tekur upp á því að bjóða fólki í mat en hann bauð eldri borgur- um í mat um hvítasunnuna. Hópur- inn sem mætti þá var einnig í skjól- stæðingahópi Fjölskylduhjálpar Íslands. Eftir það boð hét Grímur því að endurtaka leikinn og það gerði hann svo sannarlega „Ég ætla að halda þessu áfram og vona að við verðum fleiri sem gerum þetta saman næst. Það eru ekki allir sem geta notið jólanna almennilega en með þessu fá allir að njóta sín,“ segir Grímur sem fékk fallega viður- kenningu úr hendi forseta Íslands á dögunum. Viðurkenningin var fyrir að vera Fyrirtæki mannúðar 2014 og má með sanni segja að hann standi undir þeirri viðurkenningu. „Ég var mjög stoltur að vera heiðr- aður af forseta Íslands og það virkar að sjálfsögðu sem frábær hvatning til að gera enn betur,“ segir Grímur sem stefnir á að bjóða þeim sem minna mega sín í mat aftur um páskana. „Já, ég vil endilega gera eitthvað um páskana aftur. Bjóða þá fólki í alvöru páskamat með öllu tilheyr- andi.“ n atli@dv.is Grímur Vilhelmsson bauð skjólstæðingum fjölskylduhjálpar á jólahlaðborð Fyrirtæki mannúðar 2014 Fyrirtæki Gríms var valið Fyrirtæki mannúðar á árinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.