Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Page 2
2 Fréttir Helgarblað 5.–8. desember 2014 Lægri skattar og hærri styrkur Fjárhagsáætlun Seltjarnarnes- bæjar fyrir árið 2015 var sam- þykkt í vikunni. Þá var einnig samþykkt þriggja ára áætlun. Fasteignaskattar lækka um 5% og verða 0,20%. Tómstunda- styrkir verða hækkaðir um 65%, úr 30.000 í 50.000 krónur á hvert barn. Samkvæmt tilkynningu bæjarins greiðir sveitarfélagið nú hæstu styrki allra á landinu í þessum málum. Þá segir einnig í henni að á landvísu séu skattar almennt lægstir þar sem útsvar er 13,70%. Staða sveitarfélagsins er sögð sterk. Skuldahlutfall er um 54% en alls hafa staðið yfir fram- kvæmdir síðustu fjögur ár sem nema um milljarði króna. Fékk golfkennslu hjá Tiger Woods Jón Þór Gylfason hefur hitt alla bestu kylfinga heims í Flórída H ann var afskaplega al- mennilegur og afslappað- ur,“ segir Jón Þór Gylfason, nemi við Golf Academy of America í Flórída, en hann hitti Tiger Woods í vikunni og fékk hjá honum svo gott sem golf- kennslu. Tiger Woods heldur ár hvert fjár- öflunarmót þar sem hann safn- ar fyrir samtökin sín Tiger Woods Foundation. Sjóðurinn hefur frá ár- inu 1996 hjálpað þúsundum barna með menntun, bæði vestanhafs og úti um allan heim. Fjáröflunarmótið heitir Hero World Challenge og stendur yfir í viku. Mótið byrjar með þátttöku þeirra sem greitt hafa sérstaklega til þess að fá að taka þátt, svipað og firmakeppni virkar hér á landi. Með bestu kylfingum í heimi Fjáröflunin endar síðan með keppni 18 bestu kylfinga í heiminum en þar mun Tiger Woods berja bolt- ann á ný eftir töluvert langt hlé frá íþróttinni. Á meðal þeirra sem taka þátt eru Justin Rose, Henrik Sten- son, Rickie Fowler, Bubba Watson og Graeme McDowell. „Við sem vorum að vinna að mótinu fengum að hitta Tiger Woods á æfingasvæðinu. Þar sýndi hann okkur nýju „gömlu“ sveifluna sína og hvernig hann framkvæmdi mismunandi högg,“ segir Jón Þór sem hefur að undanförnu hitt hvern stjörnukylfinginn á fætur öðrum. „Já, það eru algjör forréttindi að fá að eyða tíma í kringum þessa bestu kylfinga heims en skólinn minn er í nánu samstarfi við öll stærstu golf- mótin sem eru haldin í Flórída-fylki. Þannig gefst okkur nemendunum oft tækifæri á að vinna við mótin og hitta þessa kylfinga,“ segir Jón Þór sem nú leggur lokahönd á nám sitt í Golf Academy of America. Kominn með vinnutilboð „Ég var að læra viðskiptahliðina á golfíþróttinni ef svo mætti að orði komast. En með náminu þá stund- um við mikið golf og erum nánast á vellinum á hverjum degi.“ En hvað tekur við að svona námi loknu? „Skólinn hefur ótrúlega mik- il sambönd inn í þennan golfheim og þeir nemendur sem standa sig vel fá nánast alltaf viðskiptatilboð að námi loknu og það er eflaust það sem tekur við.“ Ertu kominn með tilboð? „Já, ég er kominn með tilboð frá ein- um stærsta golfboltaframleiðanda í heiminum. Núna er bara spurning hversu langan tíma það tekur að fá atvinnuleyfi, það getur alveg tekið sinn tíma þannig að það er svo sem ekkert öruggt í því fyrr en það er frá- gengið.“ n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Á Bay Hill með Rickie Jón Þór hitti stjörnu- kylfinginn Rickie Fowler á Arnold Palmer Bay Hill In- vitational-mótinu sem hann starfaði á síðasta sumar. Flottir saman Enski kylfingurinn Ian Poulter og Jón Þór á golfvellinum. Tiger Woods Var hress á æfingavellinum þar sem hann sýndi Jóni Þór og öðrum starfsmönnum mótsins sveifluna sína. Mynd ReuTeRs „Það eru algjör forréttindi að fá að eyða tíma í kringum þessa bestu kylfinga heims. Spilltust á Norður- löndunum Ísland er í 12. sæti á lista yfir minnst spilltu lönd heims samkvæmt mati samtakanna Transparency International sem byggir á svokölluðu Corruption Perceptions Index, sem er reikn- að út frá því hve mikil spilling viðgengst í stjórnkerfinu að mati sérfræðinga. Meðal annars er áætlað hversu mikið er um mútu- þægni og svindl. Danmörk er efst á listanum yfir minnst spilltu ríkin, en þar á eftir koma Nýja-Sjáland, Finn- land, Svíþjóð og Noregur. Þá er ljóst að Ísland er talið spilltasta ríki Norðurlandanna út frá við- miðum rannsóknaraðila, og álitið vera á svipuðu reiki og Bretland og Þýskaland. Við vinnslu listans fá þjóð- ir einkunn frá 0 og upp í 100. Því lægri tala, því spilltara telst stjórnkerfið. Engin þjóð fékk full- komna einkunn í ár, en yfir tve- ir þriðju allra þjóða fá minna en helmingseinkunn. Ísland fékk 79 en Danmörk 92. Prómens Var meðal annars selt út af krónunni og gjaldeyrishöftum samkvæmt Viðskiptablaðinu. Bretar kaupa Prómens á 59 milljarða n eitt stærsta fyrirtæki Íslands selt úr landi n 9 milljarða hagnaður í fyrra B reska pökkunarfyrirtækið RPC Group er við það að ganga frá kaupum á íslenska fyrirtæknu Prómens á rúma 59 milljarða króna. Greint var frá kauptilboði RPC í síðustu viku í flestum fjölmiðl- um hér heima en Hermann Már Þórisson stjórnarformaður Prómens sagði í samtali við DV að ekki hefði formlega verið gengið frá sölunni enn. Verið væri að fara yfir málið en tilboðið er bindandi og ljóst að salan er gengin í gegn þótt ekki hafi form- lega verið tilkynnt um það. Prómens framleiðir fiskikör og ýmsar plastvörur auk þess sem dótturfyrirtæki þess, Tempra, fram- leiðir frauðkassa undir matvæli. Pró- mens er eitt stærsta fyrirtæki Íslands og rekur 40 verksmiðjur og er með 3.800 starfsmenn á heimsvísu. 35 af þessum verksmiðjum eru í Austur- Evrópu. Hagnaður fyrirtækisins var tæpir 9 milljarðar króna árið 2013. RPC Group kaupir Prómens til að styrkja markaðsstöðu sína og kom- ast inn á nýja markaði en fyrirtækið framleiðir meðal annars pakkningar fyrir matvælarisann Nestlé og máln- ingarframleiðandann Dulux. Prómens er að 49,91% í eigu Landsbankans og 49,5% í eigu Framtakssjóðs Íslands en nokkrir einstaklingar eiga 0,59% hlut. Sam- kvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins var helsta orsök sölunnar þrýsting- ur frá Fjármálaeftirlitinu á Lands- bankann um að selja hlut sinn. Hinn þátturinn sem lék stórt hlutverk var að slakur gjaldmiðill, krónan, og gjaldeyrishöft heftu vöxt og samn- ingagerð fyrirtækisins á alþjóðavett- vangi. n asgeir@dv.is 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.