Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Page 12
Helgarblað 5.–8. desember 201412 Fréttir A uðvitað er maður aldrei sáttur við kjaraskerðingu. En það verður áfram borgað fyrir yfirvinnu,“ segir Sig- urður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, í samtali við DV. Stjórn slökkviliðsins samþykkti einróma á mánudag nokkuð róttækar tillögur um hagræðingu í rekstri. Ráðningar- samningum við alla þrjá yfirmenn stofnunarinnar verður sagt upp og við þá verður endursamið. Þeir verða sviptir núverandi bifreiðastyrkjum og fastri yfirvinnu. Slökkviliðsstjóri miss- ir jeppann sem hann hefur haft til umráða og Brunarvarnir Suðurnesja, BS, hætta að greiða fyrir maka slökvi- liðsmanna í líkamsrækt. Fólksbifreið- um stofnunarinnar verður fækkað um tvær og óskað verður eftir við- ræðum við stjórn Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins um að kanna grund- völl fyrir sameiningu stofnananna. Á pari við aðgerðir í Reykjanesbæ Kristján Jóhannsson er fulltrúi Reykjanesbæjar í stjórn Bruna- varna Suðurnesja, þar sem hann gegnir formennsku. Stofnunin er að átta tíundu hluta í eigu bæjarins en Vogar og Garður eiga tvo tíundu. Kristján segir í samtali við DV að fyrri stjórn slökkviliðsins hafi óskað eftir því að KPMG gerði úttekt á fjárreið- um BS. Þegar slæm fjárhagsstaða Reykjanesbæjar lá ljós fyrir á dögn- um segir Kristján að stjórnin hafi viljað fá gleggri mynd af stöðu mála fyrr. Skýrsla KPMG sé enn í vinnslu en Kristján hafi með ráðgjafa frá Carpe Diem unnið greinargerð um stöðu mála. Hún hafi verið tekin fyrir á fundinum á mánudaginn. Bitnar á þremur mönnum Eins og fram kemur stendur til að segja upp ákvæðum um fasta yfir- vinnu þriggja yfirmanna BS. Þeir eru Jón Guðlaugsson slökkviliðs- stjóri, Sigurður Skarphéðinsson að- stoðarslökkviliðsstjóri og Ómar Ingi- marsson aðalvarðstjóri. Kjör annarra starfsmanna verða ekki skert. Þá verður bifreiðastyrkjum og -hlunn- indum sagt upp og greitt verður fyrir akstur samkvæmt akstursdagbók. Jón hefur sem slökkviliðsstjóri haft Land Cruiser-bifreið til umráða, ár- gerð 2005. Hann missir hana. Krist- ján segir að þau hlunnindi séu sam- kvæmt samningi við Jón frá árinu 2008. Sigurður hefur lagt fram eigin bifreið, gegn greiðslu, en þau hlunn- indi verða endurskoðuð. „Þessar að- gerðir eru sumpart á pari við það sem Reykjanesbær hefur verið að gera, það er, uppsagnir á fastri yfirvinnu og bifreiðastyrkjum. Við erum að endur- skoða þessa hluti og leita allra leiða til að spara,“ segir Kristján. Öllum steinum velt við Fleiri þættir í rekstri BS verða endur- skoðaðir samkvæmt tillögum stjórn- arinnar. Endurskoða á fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 ásamt því að skoða alla samninga við birgja og seljend- ur þjónustu sem BS kaupir. Þar er einkennisfatnaður, hreinlætisvörur, olía og bensín, líkamsrækt og fæði starfsmanna atriði sem nefnd eru til sögunnar. Fækka á fólksbílum sem BS rekur um tvo, úr fimm í þrjá. Krist- ján segir að þessar tillögur eigi að geta sparað sjö milljónir árlega í rekstri stofnunarinnar. Til viðbótar á að óska eftir við- ræðum við stjórn Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins um sameiningu. Í þessu ljósi má nefna að BS hefur verið rekið sem sameignarfyrirtæki en lög kveða á um að um áramót verði stofn- að byggðasamlag um brunavarnir á svæðinu og slökkviliðið í Sandgerði sameinast Brunavörnum Suðurnesja. 130 milljóna skuldasöfnun Frá því um aldamót hefur halli á rekstri slökkviliðsins verið viðvarandi. Framlög bæjarfélaganna hafa ekki dugað fyrir útgjöldum og auknum umsvifum, til dæmis í sjúkraflutning- um. Upphæðin hefur hækkað hratt á undanförnum árum og stendur í um 130 milljónum króna. Sú upphæð nemur um það bil ársframlagi sveitar- félaganna þriggja til BS. Eftir því sem DV kemst næst ætla sveitarfélögin Vogar og Garður að borga sinn hluta skuldarinnar út en Reykjanesbær ætl- ar að freista þess að taka lán fyrir sín- um hlut, sem hleypur þá væntanlega á rúmlega 100 milljónum króna. En hefði ekki þurft að grípa í taumana fyrr? Sigurður varaslökkvi- liðsstjóri segir að skuldasöfnunin hafi hafist upp úr aldamótum. Þeir Jón slökkviliðsstjóri tóku við keflinu 2008. Sigurður segist aðspurður ekki geta dæmt um það hvort framlögin frá bæjarfélögunum hafi einfaldlega verið of lág eða hvort betur hefði mátt halda á spöðunum. Hann bendir á að sjúkraflutningar hafi aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Í ár hafi met þegar verið slegið, en slökkvi- liðið hefur flutt 2.200 manns það sem af er ári. Hann segir að laun séu langstærsti útgjaldaliður BS, um 80 prósent. Ekki hafi verið gert ráð fyrir því í framlögum að greitt hafi verið af þessari skuld og því hafi hún hratt safnað vöxtum og hækkað. Kristján segir, aðspurður hvort skuldin sé til marks um að fjárreiður BS hafi verið í ólestri, að spurningar vakni. „Auðvitað spyr maður sig að því, fyrst við komum auga á þessi tækifæri til sparnaðar, hvort menn hafi verið að reka slökkviliðið of dýrt. Hvort hægt hefði verið hægt að gera það öðruvísi. Ég get ekki dæmt um það.“ Hans um- boð felist í því að leiða vinnuna við að endurskoða reksturinn. Ekki þjónustuskerðing En nýtur slökkviliðsstjórinn, sá sem farið hefur með fjármál stofnunarinn- ar, trausts stjórnarinnar? „Já, hann nýt- ur trausts stjórnar á meðan hann situr í starfi.“ Hann segir að ekki hafi komið til álita að víkja mönnum úr starfi – og að enginn þeirra hafi sagt upp störf- um. „En auðvitað bregður mönnum við það að fá breytingar á ráðningar- samningi. Við höfum staðið í þessu í Reykjanesbæ á undanförnum vikum og þetta er bara hunderfitt.“ Hann seg- ir þó að eigendur séu einhuga um að leita allra leiða til sparnaðar. Kristján tekur þó skýrt fram að á engan hátt komi til greina að skerða þjónustu eða draga úr verkefnum BS. Þvert á móti sé vilji til að auka hana, ef eitthvað er. Hann bendir á að yfir- vinna verði áfram unnin, enda þurfi þessir menn til skiptis að vera á bak- vakt allan sólarhringinn – og vera til taks. „Þarna er unnin gríðarlega mik- il vinna. Brunvarnir Suðurnesja er eitt af fjórum atvinnuslökkviliðum á landinu. Það verður áfram svo.“ Hann bendir á að slökkviliðið sinni 20 þús- und manna bæjarkjarna en hafi auk þess á sínu svæði eina alþjóðaflug- völlinn á Íslandi. Verkefnin séu því afar umfangsmikil. Ekki auðvelt Stjórnendum slökkviliðsins og trún- aðarmanni var kynnt niðurstaða stjórnarinnar á þriðjudag. Kristján viðurkennir að svolítið hafi hvesst á fundinum, en að hann hafi verið góð- ur og gagnlegur. Vilji hafi staðið til þess að framfylgja tillögunum. „Það er ekkert auðvelt að bera mönnum frétt- ir um uppsögn ráðningarsamninga.“ Sigurður segir aðspurður að auðvit- að sé aldrei gaman að þurfa að taka á sig kjaraskerðingu. Hann viti ekki betur en allir þrír muni starfa áfram, enda sé ekki spennandi að verða atvinnulaus. n Tillögur stjórnar Svona vill stjórnin hagræða n Endurskoða fjárhagsáætlun BS fyrir 2015 með tilliti til greinargerðar sem lá fyrir fundinum. Sú vinna hefst strax. Oddur Jónsson, ráðgjafi hjá KPMG verður stjórn til aðstoðar í þeirri vinnu. n Fastri yfirvinnu slökkviliðsstjóra, að- stoðarslökkviliðsstjóra og aðalvarðstjóra verði sagt upp frá og með 1.janúar 2015. n Endurskoða og gera nýja ráðningar- samninga við yfirmenn BS. n Bifreiðastyrkjum verði sagt upp og greitt verði samkvæmt akstursdagbók. n Bifreiðahlunnindum slökkviliðsstjóra verði sagt upp. n Endurskoða þarf alla samninga við byrgja og seljendur þjónustu sem BS er að kaupa. M.a. varðandi einkennisfatnað, hreinlætisvörur, olíu og bensín, líkamsrækt. matvörur, fæði starfsmanna og fleira. n BS hætti að greiða fyrir maka slökkvi- liðsmanna í líkamsrækt. n Endurskoða fólksbílaeign BS. Í dag eru fimm fólksbílar í rekstri. Stefnt að fækkun um tvo. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Skorið niður hjá Reykjanesbæ Úr frétt DV frá 26. nóvember Kraumandi óánægja er á meðal starfs- manna Reykjanesbæjar vegna harka- legs niðurskurðar sem nýr meirihluti hefur gripið til í kjölfar svartrar skýrslu KPMG um fjárhag bæjarins. Starfsmenn hafa sumir hverjir þurft að kyngja tuga prósenta launalækkunum – sem felast aðallega í niðurskurði á föstum yfir- vinnustundum og greiðslum fyrir akstur. „Það loga eldar í ráðhúsinu,“ segir einn heimildarmaður við DV. Starfsmennirnir í ráðhúsinu eru á bilinu 70 til 80 talsins og fyrstu hugmyndir fólu í sér að kjör sumra starfsmanna yrðu lækk- uð um allt að 40 til 50 prósent. Munar þar mestu um háar akstursgreiðslur, sem oft voru ekki í samræmi við ekna kílómetra. DV hefur heimildir fyrir því að margir hugsi sér til hreyfings – starfsmenn með eftirsótta menntun séu fyrstir út. „Auðvitað spyr maður sig að því hvort menn hafi verið að reka slökkviliðið of dýrt. Aðstoðarslökkviliðsstjóri Sigurður segist ætla að halda áfram, þrátt fyrir skerðinguna. Erfiðir tímar Kristján segir aldrei gaman að flytja mönnum fréttir um skert kjör. Róttækur niðurskurður Brunavarna Suðurnesja n Bifreiðahlunnindi og föst yfirvinna aflögð n Slökkviliðsstjórinn missir Land Cruiser Mikil starfsemi Brunavarnir Suðurnesja hjálpuðu til við að slökkva eldinn í Skeifunni nú í haust. Mynd SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.