Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Side 21
Fréttir Erlent 21Helgarblað 5.–8. desember 2014 Enn snýst allt um Svíþjóðardemókrata n Felldu fjárlög ríkisstjórnarinnar n Söguleg staða í sænskum stjórnmálum É g hef ekki í hyggju að sætta mig við að Svíþjóðardemókratarnir geti haft úrslitaáhrif og geti ákvarðað forsendurnar í sænskum stjórnmálum. Það er útilokað,“ segir Stefan Löfven, for- sætisráðherra Svíþjóðar, í sænska blaðinu Dagens Nyheter í kjölfar- ið á því að meirihluti þingmanna á sænska þinginu greiddi atkvæði með fjárlagafrumvarpi fyrrverandi ríkisstjórnarflokkanna fjögurra en ekki frumvarpi ríkisstjórnar hans. Sú staðreynd hefur leitt til þess að boð- að verður til nýrra kosninga í Sví- þjóð þann 22. mars næstkomandi en það er í fyrsta skipti síðan árið 1958 sem slíkt gerist en þar áður hafði það einungis gerst 1914 og 1887. Staðan sem upp er komin í sænskum stjórn- málum er því söguleg. Þjóðernishyggjuflokkur Sví- þjóðardemókrata hafði úrslitaáhrif á atkvæðagreiðsluna um fjárlagafrum- varpið sem fram fór á miðvikudaginn þar sem sitjandi formaður flokks- ins, Matthias Karlsson, hafði gefið út að hugsanlega myndi flokkurinn greiða atkvæði með fjárlagafrum- varpi flokkanna sem mynduðu síð- ustu ríkisstjórn Svíþjóðar - Moder- atarna, Miðjuflokksins, Kristilegra demókrata og Flokks fólksins. Sví- þjóðardemókratar létu verða af þessari hótun sinni og þannig varð fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórn- ar ofan á í þinginu. Ríkisstjórn Stef- ans Löfven getur eðlilega ekki stýrt landinu með öðru fjárlagafrumvarpi en sínu eigin. Tveir kostir – báðir slæmir Stefan Löfven hafði í raun bara tvo kosti þegar þessi niðurstaða um af- drif fjárlagafrumvarps hans lá fyrir. Hann og stjórn hans hefðu getað vikið strax og hefði þá þurft að mynda ríkis- stjórn á grundvelli kosningaúrslit- anna í september síðastliðnum. Löf- ven gerði þetta hins vegar ekki heldur tilkynnti að ríkisstjórnin ætlaði að sitja út mánuðinn og að boðað yrði til nýrra kosninga í mars. Báðir kostirnir fela í sér í að Löfven þarf að gefa eftir valdataumana. Ef horft er á niðurstöður kosning- anna í haust þá er þessi kostur kannski skárri en hinn þar sem meirihluti næst hvorki á sænska þinginu með samvinnu borgaralegu flokkanna fjögurra sem mynduðu síðustu ríkis- stjórn né með samvinnu vinstriflokk- anna þriggja, Sósíaldemókrata, Um- verfisflokksins eða Vinstri flokksins. Ástæðan fyrir þessu er sterk staða Sví- þjóðardemókrata sem voru einu eig- inlegu sigurvegarar síðustu kosninga í Svíþjóð þegar flokkurinn fékk 12,9 prósent atkvæðanna. Svíþjóðardemókratarnir eru því í þeirri stöðu að geta haft úrslitaáhrif á sænsk stjórnmál, líkt og Löfven benti á, og hefði flokkurinnn getað gert slíkt hið sama ef borgaralegu flokk- arnir fjórir hefðu myndað minni- hlutastjórn eftir kosningarnar í haust. Veltur allt á Svíþjóðardemókrötum Löfven kom inn á þennan veruleika í sænska blaðinu Dagens Nyheter á fimmtudaginn þar sem hann sagði að kjósendur í Svíþjóð þyrftu að átta sig á því að Svíþjóðardemókratarnir hóta að fella allar ríkisstjórnir, óháð því hvaða flokkar sitja í þeim, sem ekki ætla að minnka straum innflytj- enda til Svíþjóðar. „Þetta er gert svo kjósendur geti tekið afstöðu í þessu nýja pólitíska landslagi. Þetta er ný staða og þá þurfa kjósendur að taka afstöðu.“ Áhrif Svíþjóðardemókrata í sænskum stjórnvöldum eru því um- talsvert meiri en sem nemur at- kvæðamagni flokksins í kosning- um í haust. Þeir eru í lykilstöðu í ljósi kosningaúrslitanna í vor. Þeir höfðu ekki bara lykiláhrif á að koma á þeirri stöðu sem nú er komin upp í sænskum stjórnmálum þar sem þeir studdu fjárlagafrumvarp fyrrverandi ríkisstjórnarflokka heldur hafa þeir líka lykiláhrif á það hvernig Stefan Löfven bregst við þessari stöðu. Ólík San Pirringur Stefans Löfven í garð borg- aralegu flokkanna fjögurra gengur meðal annars út á að hann segir nú að þeir vinni nú með stuðningi Sví- þjóðardemókratanna þar sem sá flokkur greiddi atkvæði með fjárlaga- frumvarpi þeirra. „Greiði maður at- kvæði með sömu fjárlögum hefur maður tekið afstöðu með sama hlut. Annað gengur ekki upp.“ Leiðtogi Moderaterna, Anna Kin- berg Mantra, segir hins vegar að borgaralegu flokkarnir fjórir vinni ekki með Svíþjóðardemókrötum – flokkurinn hafi eingöngu greitt at- kvæði með þeirra fjárlögum. „Við höfum aldrei gert samkomulag við Svíþjóðardemókratana.“ Formaður Flokks fólksins, Jan Björklund, segir sömuleiðis: „Þetta er okkar pólitík. Það vorum við sem lögðum þetta fram.“ Mikil áhætta Stjórnmálaskýrandi sænska dag- blaðsins Dagens Nyheter, Ewa Sten- berg, segir að núverandi ríkisstjórnar- flokkar, Sósíaldemókratarnir og Umhverfisflokkurinn, taki verulega áhættu með því að boða til nýrra kosninga. Sú staðreynd að ríkis- stjórnin kom fjárlagafrumvarpi sínu ekki í gegnum þingið mun örugglega hafa áhrif á almenningsálitið í næstu kosningum. Ólíklegt verður að telj- ast að flokkarnir tveir bæti við sig í komandi kosningum og ef þeir tapa mörgum atkvæðum er líklegt að for- menn þeirra segi af sér – þannig er stjórnmálakúltúrinn í Svíþjóð. Þátt- taka þessara tveggja í næstu ríkis- stjórn, eftir næstu kosningar gæti því talist ólíkleg. Stöðugleiki eða ringulreið Stenberg segir að borgaralegu flokk- arnir fjórir komi til með að hamra á því á næstu mánuðum að valið standi á milli þeirra og pólitískrar ringul- reiðar. Stjórn Stefans Löfven verður sú skammlífasta í sögu Svíþjóðar og er auðvitað afar slæmt fyrir Sósíalde- mókrataflokkinn og Umhverfisflokk- inn að ganga til kosninga með þann dóm á bakinu. Ríkisstjórnir eiga að skapa stöðugleika og vera traustar; ríkisstjórn Löfvens leiddi hins vegar til sögulegrar pólitískrar upplausnar. Afar ólíklegt er annað en að honum verði refsað fyrir það – sama hversu sanngjarnt það kann að vera í ljósi oddastöðu Svíþjóðardemókrata. Á hinn bóginn segir Stenberg að ríkisstjórnarflokkarnir muni halda því á lofti að borgaralegu flokkarn- ir fjórir hafi náð fjárlagafrumvarpi sínu í gegnum þingið með stuðningi Svíþjóðardemókratanna. Segja má fullum fetum að meirihluti Svía sé andsnúinn Svíþjóðardemókrötum vegna stefnu þeirra í innflytjenda- málum og sökum þess að þeir ala á kynþáttahyggju. Spurningin er hins vegar hvort það útspil ríkisstjórnar- flokkanna nægi til. Ljóst er hins vegar að næstu kosningar í Svíþjóð munu aftur snúast að miklu leyti um Svíþjóðar- demókratana, líkt og þær síðustu. Þeir voru í oddastöðu, eru í odda- stöðu og verða líklega ennþá í oddastöðu eftir næstu kosningar líka. Þannig er veruleiki sænskra stjórn- mála í dag. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Lykilstaða Sænsk stjórn- mál snúast nú að stóru leyti um Svíþjóðardemókrata, flokk Jimmies Åkeson. Åkeson er frá vinnu, hann segist vera útbrunninn, og er hugsanlegt að hann snúi ekki til baka í stjórnmálin. Mynd ReuTeRS „Þetta er gert svo kjósendur geti tek- ið afstöðu í þessu nýja pólitíska landslagi. erfið staða Stefan Löfven, forsætisráð- herra Svíþjóðar, fer inn í næstu kosningar í mjög erfiðri stöðu eftir að hafa mistekist að koma fjárlagafrum- varpi sínu í gegnum sænska þingið. Þú velur náttúrulega Án Parabena og SLS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.