Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Page 28
Helgarblað 5.–8. desember 201428 Fólk Viðtal eins og ég væri að játa mig sigraðan og hugsaði hvort það væri virkilega svona mikið að mér að ég þyrfti að taka inn geðlyf.“ Neikvæð umræða um geðlyf slæm Í starfi sínu hefur hann oft rætt við fólk um einmitt þetta, að það þurfi enginn að skammast sín fyrir að taka inn geðlyf. En þegar hann var sjálfur kominn með lyfin í hendurn- ar var staðan einhvern veginn öðru- vísi. „Þessir fordómar hjá manni sjálfum eru því stærsta hindunin.“ Þá segir Biggi umræðuna um of mikla neyslu Íslendinga á geðlyfj- um ekki hafa bætt úr skák varðandi þessa fordóma hans. „Það getur vel verið að það sé rétt, að við tökum of mikið af geðlyfjum, en þetta er svo viðkvæm umræða. Hún getur kom- ið af stað fordómum gagnvart þeim sem virklega þurfa á lyfjunum að halda. Ég spurði mig því alveg hvort að þetta væri kannski of langt geng- ið hjá mér.“ Biggi er þó mjög ánægð- ur með að hafa loksins náð einhverj- um tökum á kvíðanum, þrátt fyrir að það hafi gerst með hjálp lyfja. Hon- um líður betur og það er það sem skiptir máli. Hann þarf að komast út úr ákveðnum vítahring og vonar að lyfin dugi til þess. Næsta skref er að læra að komast fyrir kvíðann án lyf- ja, en það er langtímaverkefni. „Já, ég er trúaður“ Líkt og margt bendir til, bæði í orð- um og skrifum Bigga, er hann trúað- ur. Hann er í Hvítasunnusöfnuðin- um í Fíladelfíukirkjunni, en þegar blaðamaður spyr hvort hann sé mjög trúaður segist hann ekki skil- greina trúna á þann hátt. „Já, ég er trúaður. Ég segi að annaðhvort sértu trúaður eða ekki trúaður.“ Hann leggur því ekki mat á hvort hann teljist mjög trúaður. „Þetta er afstaða sem ég tók á ákveðnum tímapunkti í lífi mínu,“ bætir hann við örlítið ákveðinn, en það er alltaf stutt í glettnislega svipinn sem ein- kennir hann. „Ég vil gjarnan vera skilgreindur sem trúaður en ég finn það stundum þegar fólk heyrir það, þá vill það setja mig í ákveðið box og hlusta á mig á ákveðinn hátt.“ Hon- um finnst fólk oft sjá hann í nýju ljósi þegar það veit að hann skilgreinir sig sem trúaðan. Helst myndi hann bara vilja fá að vera trúaður án þess að vera í ákveðinni kirkju. „Ég er mikið á móti kirkjupólitík. Ég sæki messur og starfið hjá Fíladelfíusöfnuðinum, konan er í kórnum og krakkarnir í barnastarf- inu, en ég vil ekki vera skilgreind- ur sem Hvítasunnumaður, eða eitt- hvað svoleiðis. Helst myndi ég ekki vilja vera skráður í neina kirkju því ég vil ekki vera skilgreindur sem hluti af hópi innan einhverrar kirkjudeildar. En þarna eru vinir mínir og starfið er frábært,“ segir Biggi hreinskilinn um afstöðu sína til trúarinnar og kirkjunnar. Hafði mikla fordóma gagnvart trúarsöfnuðum Hann viðurkennir að áður fyrr hafi hann haft mikla fordóma gagnvart trúarsöfnuðum, líkt og Hvítasunnu- söfnuðinum í Fíladelfíukirkjunni. „Þegar ég var úti sem skiptinemi, 17 ára gamall, þá álpaðist besti vin- ur minn þarna inn. Hann sendi mér gamaldags sendibréf og sagðist hafa kynnst krökkum í Hvítasunnukirkj- unni og að hann gengið í söfnuðinn. Svo kom eitthvað alls konar blað- ur um það. Ég hugsaði með mér að ég vissi að hann hefði átt bágt en ég vissi ekki að það væri svona slæmt. Mér þótti þetta hræðilegar frétt- ir, að hann hefði gengið í einhver sértrúarsöfnuð. Í mínum huga var þetta bara búið.“ Þegar Biggi kom heim úr skiptináminu reyndi vin- ur hans ítrekað að draga hann með sér á samkomur í kirkjunni, en hann hélt nú ekki. „Svo fór ég að umgang- ast vinahópinn sem var í kringum hann og þetta æxlaðist svona.“ Aðspurður hvort hann hafi frels- ast kemur örlítið hik á hann. „Að hverju ertu að spyrja?“ spyr hann blaðamann á móti og skellir upp úr. Blaðamaður viðurkennir að hann viti það í raun ekki, enda gerir hann sér ekki nógu vel grein fyrir því hvað það þýðir, að frelsast. „Þetta er ákveðið hugtak sem samfélagið hefur búið til ákveðna mynd af, en þetta er bara ákveðið skref sem ég tek,“ útskýrir Biggi einlægur. Hann viðurkennir að kirkjan hafi oft gert mistök í gegnum tíðina og þar sé bara við hana sjálfa að sakast. „Hún setur sig oft á ákveðinn stall. Til þess að vera kristinn þarftu að vera einhvern veginn og gera einhverja hluti og fyrir vikið kemur það út eins og þeir sem eru kristnir álíti sig betri en aðra. Þetta er afstaða sem ég er algjörlega á móti. Það er einblínt á einhverjar syndir, en drifkrafturinn í kristninni er kærleikurinn.“ Biggi segist að sjálfsögðu virða trúarskoð- anir annarra og bendir á að í öllum trúfélögum sé misjafn sauður. „Í öll- um þessum hópum er breið flóra af fólki og sú breiða flóra hefur mis- munandi skoðanir. En sjálfur geri ég ráð fyrir því allir séu góðir og þeir þurfa að sanna það fyrir mér að þeir séu slæmir, ef þeir eru það.“ Erfitt að sjá lögguna sem framtíðarstarf En Biggi er ekki bara trúaður, held- ur er hann líka pólitískur. Hann var í skamman tíma formaður stjórn- málaaflsins Samstöðu, sem hugðist bjóða fram í síðustu alþingiskosn- ingum, en það gekk ekki eftir. Hann hlær þegar hann rifjar stuttan póli- tískan feril sinn upp. „ Eftir þetta fann ég samt að mig langaði til að víkka sjóndeildarhringinn meira og í kjölfarið ákvað ég að fara í háskóla- nám.“ Hann segist þó ekki vera far- inn að hugsa sér til hreyfings í lög- gunni, hvorki innan hennar né utan. „Börnin mín biðja mig þó reglulega að hætta í skólanum,“ segir Biggi sem viðurkennir að það sé töluvert mikið álag að vera í háskólanámi með lögreglustarfinu. Hvernig nám- ið kemur til með að nýtast honum verður framtíðin hins vegar að leiða í ljós og jafnframt hvernig ferill hans þróast innan lögreglunnar. „Löggustarfið er mjög sérstakt að því leytinu til að það er kannski erfitt að líta á það sem framtíðar- astarf. Til þess að þetta geti orðið framtíðarstarf þarf fólk að komast í einhverjar yfirmannsstöður. Ef allar ungu löggurnar ætluðu sér að eldast í löggunni, þá gengi það ekki upp,“ segir Biggi sem bendir réttilega á að yfirmannsstöðurnar séu mun færri en stöðugildin hjá almennu lög- reglunni. „Það mun því alltaf verða ákveðið streymi í gegnum lögguna og þess vegna er erfitt að sjá þetta fyrir sér sem framtíðarstarf. Samt vil ég sinna þessu starfi áfram.“ Kjafturinn stærsta vopnið Það er ekki úr vegi að víkja aðeins að miklu hitamáli sem kom upp nýlega þar sem lögreglan var þungamiðjan – vopnakaup og vopnaburður lög- reglumanna. Biggi tjáði sig um mál- ið á Facebook á sínum tíma og sagði nauðsynlegt fyrir lögregluna að hafa aðgang að vopnum í samræmi við þá vá sem hugsanlega gæti komið upp. „Það var mjög eðlilegt að þessi umræða færi af stað. Það voru mik- il mistök af hálfu lögreglunnar að hafa umræðuna ekki opnari frá byrjun. Umræðan var þó að vissu leyti byggð á ákveðnum misskiln- ingi því lögreglan hefur í dag aðgang að vopnum. Þetta er bara spurning hvort við viljum vera í stakk búin til að takast á við eitthvað sem hugsan- lega, en vonandi aldrei, mun gerast. En hvað ef? Þetta snýst engan veginn um að lögreglan gangi með vopn og ég vona að það muni aldrei gerast á Íslandi. En hugsunin er sú að ef það koma upp atvik eins og hafa verið að koma upp í löndunum í kringum okkur, þá þurfum þá að vera í stakk búin til að takast á við það. Ég vona að ég lendi aldrei í þeirri aðstöðu að þurfa að grípa til vopna, en ég vona líka að ég muni aldrei lenda í þeirri aðstöðu að það sé einhver að fremja voðaverk og ég geti ekkert gert. Vit- andi það að ég á að hjálpa. Ef lög- reglan er ekki tilbúin að takast á við hlutina á hvers á ábyrgð er það þá?“ spyr Biggi. „Er það borgarstjórans sem vildi ekki fá vopnin í borgina, er það stjórnmálamanna sem vildu ekki vopn eða er það lögreglunn- ar?“ bætir hann spyrjandi við. Helst myndi hann þó vilja leysa átök með öðru en vopnum. „Ég er svo mikið á móti ofbeldi og átökum sem slíku og mitt stærsta vopn er kjafturinn á mér.“ Ræða ekki Hraunbæjarmálið sín á milli Biggi segir eðlilegt að fólk sé hrætt við eitthvað sem heitir hríðskota- byssa og tengi það beint við hernað. „Þetta er samt í raun bara eins og skammbyssa með betra miði, en mig hryllir við að þurfa einhvern tíma að taka upp svona tæki. Mig hryllir samt meira við því að vera í aðstæðum þar sem ég get ekk- ert gert.“ Biggi vill þó ekki að hvaða lögreglumaður sem er geti gripið í slíkt vopn hvar sem er, við hvaða aðstæður sem er. „Ég vil að það sé aðgengi að þeim, en að það sé flók- ið að ná í það. Ef slíkt vopn er tek- ið upp þá þarf allt utanumhald að vera í lagi. Innsiglaður kassi og hver sá lögreglumaður sem tekur vopnið upp þarf að skrifa um það skýrslu.“ Honum er töluvert mikið niðri fyrir þegar hann ræðir þetta mál. „Þú getur rétt ímyndað þér að vera lög- reglumaður sem skýtur einhvern. Það mun marka þann einstakling alltaf. Sama í hvaða aðstæðum það er.“ Biggi tekur Hraunbæjarmál- ið svokallaða sem dæmi. Þar sem maður vopnaður haglabyssu var skotinn til bana af lögreglunni eft- ir að hafa sjálfur skotið úr byssunni og ógnað lögreglumönnum. „Við spyrjum ekki einu sinni að því hver það var sem skaut. Við ræðum það ekki einu sinni. Við virðum þann aðila og hans líf. Þetta er hræðilegt atvik, en þetta er ekkert rætt.“ Líklega haldinn sjálfseyðingarhvöt Að lokum leikur blaðamanni forvitni á að hvernig upplifun það hafi verið fyrir hann, feimna strák- inn frá Akureyri, með kvíðaröskun á háu stigi, að verða opinber persóna á einni nóttu. Biggi hlær þegar blaðamaður ber upp spurninguna og viðurkennir að hann sé í raun varla búinn að átta sig á því hve þekktur hann er orðinn. „Ég held ég sé með einhverja sjálfseyðingarhvöt að gera þetta,“ segir hann og skelli- hlær. „Það væri auðveldra fyr- ir mig að sitja heima og gera ekki neitt. En lífið er bara svo dýrmætt að maður á ekki að troða sér inn í einhvern ramma. Maður á bara að brjóta hann, það gefur manni miklu meira. Maður á heldur ekki að hræðast það að gera mistök. Við gerum öll mistök og ég á eftir að gera mistök, en ég má ekki láta ótt- ann við að gera mistök stjórna mínu lífi.“ Aðspurður hvort honum líði eins og hann hafi gert mistök með því að birta greinina sína um daginn seg- ir hann það góða spurningu. „Ég er enn að átta mig á því hvort það hafi verið mistök. Sennilega eru ýmis mistök í greininni, hvernig ég orð- aði ýmislegt. Ég vona svo sannar- lega að hún ýti ekki undir eða búi til fordóma, en ef svo er þá voru þetta mistök. Ef hún verður hins vegar til þess að fólk ræði hlutina málefna- lega þá er þetta allt í lagi. Hvað mig varðar sjálfan þá voru þetta örugg- lega mistök, af því þetta hafði slæm áhrif á mig, en það er bara mín eig- ingirni. En í stóra samhenginu þá veit ég það ekki,“ segir Biggi nokkuð hugsi að lokum. n „Ég sendi til dæmis þeim sem sér um Facebook-síðu lögreglunnar skilaboð og sagði að mér sýndist að ég þyrfti að leggja Bigga löggu á hilluna Trúaður Biggi lögga vill gjarnan vera skilgreindur sem trúaður, en helst myndi hann vilja sleppa því að vera skráður í kirkju. MyNd SigTRygguR ARi „Stundum hélt ég að ég væri að fara að deyja. Oftar en einu sinni var ég tilbúinn með símann í hendinni, til að hringja í 112.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.