Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Síða 34
Helgarblað 5.–8. desember 201434 Sport Lykilmennirnir í úrvalsdeildinni n Andreas Weimann kemur hlutfallslega að flestum mörkum n Okkar maður í fjórða sæti F æra má rök fyrir því að þeir leikmenn sem koma að flestum mörkum síns liðs séu mikilvægustu leik- mennirnir – í það minnsta í sóknarleiknum. Það þýðir þó ekki endilega að sá leikmaður sem kemur að flestum mörkum hlut- fallslega sé sjálfkrafa besti leik- maður þeirrar deildar. Liðið sem hann spilar með skiptir þannig líka máli, hlutverk leikmannsins inni á vellinum og taktík liðsins. Í ensku úrvalsdeildinni eru það einmitt ekki Sergio Agüero og Diego Costa sem koma hlutfalls- lega að flestum mörkum þegar horft er til úrvalsdeildarinnar í heild sinni, þó að þeir séu marka- hæstir. Sá leikmaður sem hefur verið liði sínu mikilvægastur, þegar kemur að markaskorun, það sem af er leiktíðinni er merkilegt nokk Andreas Weimann, leikmað- ur Aston Villa. Hann hefur reynd- ar bara bara skorað þrjú mörk og lagt upp tvö. Villa-liðið hefur hins vegar verið afar slakt á leiktíð- inni og aðeins skorað átta mörk. Weimann hefur þannig komið að 63% marka liðsins, þrátt fyrir að stuðningsmenn Aston Villa nýti hvert tækifæri til að níða af hon- um skóinn. Hann þykir ekki hafa spilað vel, frekar en liðið í heild. Charlie Austin, leikmaður QPR, er með næsthæsta hlutfallið, en hann hefur komið að 8 mörkum af 14 hjá liðinu á tímabilinu. Agüero er þriðji, enda markahæstur, en sá fjórði í röðinni er okkar maður, Gylfi Þór Sigurðsson, sem hefur lagt upp átta mörk og skorað tvö. Varnarmaður í lykilhlutverki Þegar horft er á öll liðin í deildinni má sjá nokkur þekkt nöfn á listan- um, sem rökstyðja mætti að sé listi yfir mikilvægustu menn deildarinnar. Alexis Sanchez, Cesc Fabreg- as, Nikica Jelavic, Áng- el Di María, Gylfi Sig- urðsson og Steven Fletcher eru á meðal þekktra leikmanna sem gegna lykilhlutverkum í sóknarleik sinna liða. Á listanum er líka að minnsta kosti einn varnarmaður, merkilegt nokk. Það er Leighton Baines, bak- vörður Everton, en hann hefur komið að átta af 23 mörk- um Everton á leiktíðinni. Margir lykilmenn eru á fyrsta tímabili með sínu liði og hafa smollið inn strax í upphafi leik- tíðar. Alex Sánchez kom frá Barcelona og hefur byrjað frá- bærlega. Þessi 25 ára Chilemaður hefur verið frábær fyrir Arsenal það sem af er tímabilinu. Raun- ar gekk tæplega helmingur þeirra 24 leikmanna sem á listanum eru (hjá þremur liðum eru tveir með jafnt hlutfall) til liðs við félag sitt árið 2014 og er því á fyrsta ári með nýju liði. Þessar upplýsingar má sjá nánar í töflunni. Eldri leikmenn hafa sig hæga Þegar horft er til þess hvaðan þess- ir 24 leikmenn koma vekur athygli að aðeins sex eru Englendingar. Fjórir Senegalar fylgja þeim fast á hæla en svo þrír Argentínumenn. Lykilmennirnir eru 26 ára að meðaltali. Yngstur er Raheem Sterling hjá Liverpool, en hann er 19 ára. Elsti lykilmaðurinn í sóknarleik liðanna í ensku úrvals- deildinni er Jonathan Walters, 31 árs leikmaður Stoke City. Hann er sá eini sem er eldri en þrítugur, af þeim leikmönnum sem hafa kom- ið við sögu í flestum mörkum sinna liða, hlutfallslega, það sem af er leiktíðinni. n Okkar maður Gylfi hefur verið frábær á leiktíðinni. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Nýtt sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Opnunartími Virka daga: 8:30 til 18:00 Laugardaga: 10-14 Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Nafn Félag Aldur Þjóðerni Kom til félags Mörk Stoðs. Mörk og stoðs. Mörk liðs Hlutfall Andreas Weimann Aston Villa 23 Þýskaland 2010 3 2 5 8 63% Charlie Austin QPR 25 England 2013 7 1 8 14 57% Sergio Agüero Manchester City 26 Argentína 2011 14 3 17 31 55% Gylfi Þór Sigurðsson Swansea 25 Ísland 2014 2 8 10 19 53% Danny Ings Burnley 22 England 2011 4 1 5 10 50% Alexis Sánchez Arsenal 25 Chile 2014 9 2 11 22 50% Saido Berahino West Brom 21 England 2010 7 0 7 14 50% Ulloa Leonardo Leicester City 28 Argentína 2014 5 1 6 14 43% Papiss Demba Cissé Newcastle United 29 Senegal 2012 5 1 6 15 40% Nacer Chadli Tottenham Hotspur 25 Belgía 2013 6 1 7 18 39% Steven Fletcher Sunderland 27 Skotland 2012 4 1 5 13 38% Ángel Di María Manchester United 26 Argentína 2014 3 6 9 24 38% Raheem Sterling Liverpool 19 England 2012 3 4 7 19 37% Diego Costa Chelsea 26 Spánn 2014 11 0 11 33 33% Cesc Fábregas Chelsea 27 Spánn 2014 1 10 11 33 33% Leighton Baines Everton 29 England 2007 2 6 8 24 33% Graziano Pellé Southampton 29 Ítalía 2014 6 2 8 24 33% Mile Jedinak Crystal Palace 30 Ástralía 2011 5 1 6 18 33% Nikica Jelavic Hull City 29 Króatía 2014 4 1 5 15 33% Diafra Sakho West Ham United 24 Senegal 2014 6 1 7 23 30% Stewart Downing West Ham United 30 England 2014 2 5 7 23 30% Jonathan Walters Stoke City 31 Írland 2010 3 1 4 14 29% Mame Biram Diouf Stoke City 26 Senegal 2014 3 1 4 14 29% Þessir leikmenn hafa komið að flestum mörkum liða sinna á leiktíðinni í enska boltanum Óvinsæll Andreas Weimann hefur þrátt fyrir allt verið í lykilhlutverki í slökum sóknarleik Villa á tímabilinu. Mikilvægur Charlie Austin hefur spilað vel fyrir QPR. Marka- hæstur- Sergio Agüero hefur skorað flest mörk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.