Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Qupperneq 37
Helgarblað 5.–8. desember 2014 Skrýtið Sakamál 37 Morð – og eitt til og Málið er dautt n Brendu hugnaðist hvorki nöldur móður sinnar né stríðni bróður síns Á rið 1992 var Brenda Wiley, þá 17 ára, sakfelld fyrir að myrða bróður sinn, Kevin 14 ára, og móður, Bonnie 40 ára. Brenda var 15 ára þegar hún myrti mæðginin á heim­ ili fjölskyldunnar í Delaware Town­ ship í Hunterdon­sýslu í New Jersey í Bandaríkjunum. Brenda fékk 30 ára til lífstíðardóm en hefur síðan nokkrum sinnum gert tilraun til að fá þeim dómi hnekkt eða hann mildaðan. Árið 1994 áfrýjaði hún dómnum en hafði ekki erindi sem erfiði þar sem Hæstiréttur neitaði að endurskoða málið. Árið 2006 leitaði Brenda til ríkis­ dómstólsins á þeirri forsendu að hún hefði á sínum tíma sætt ólög­ legri frelsissviptingu en úrskurðað var henni í óhag tveimur árum síð­ ar. Í janúar 2011 fór hún fram á að dómurinn yrði endurskoðaður en fór bónleið til búðar því beiðninni var hafnað 17. febrúar. Brenda áfrýj­ aði þeim úrskurði án árangurs. Bróðirinn myrtur En hvað sem öllu málavafstri í kjöl­ far sakfellingar Brendu líður þá virðist sem lítill vafi hafi leikið á sekt hennar. Brenda lýsti, í hljóð­ upptöku, hvernig hún hafði banað bróður sínum. Hún hafði lamið hann í höfuðið með glerflösku og síðan stungið hann með eldhúshníf í hálsinn. Að því loknu tróð hún líki hans í svefnpoka og setti plastpoka um höfuð hans. Morð og sturta Síðan hafði hún undirbúið sig fyrir morðið á móður sinni, sem þegar þar var komið sögu dundaði við eitt­ hvað í gróðurhúsi fjölskyldunnar. Brenda hafði náð sér í járnstöng sem einhverra hluta vegna var geymd í einum eldhússkápanna. Þegar móð­ ir hennar kom inn um bakdyrnar lét hún járnstöngina vaða í höfuð hennar og kláraði verkið með fjölda hnífstunga. Brenda þreif upp blóðið með handklæði og fór síðan í sturtu. Ósætti vegna kærasta Skömmu fyrir morðin hafði Bonnie sett dóttur sína í straff vegna sam­ bands hennar við 18 ára dreng. Sá hafði fyrir sið að laumast inn til Brendu eftir að rökkva tók og dvelja þar næturlangt. Við réttarhöldin kom fram að foreldrar Brendu hefðu ekki verið sáttir við sambandið og beðið drenginn að slíta því. Nöldur og stríðni Enn fremur sagði Brenda að hún hefði myrt móður sína því hún hefði „sýknt og heilagt nöldrað í mér“ og „aldrei leyft mér að gera nokkurn skapaðan hlut“. Brenda myrti bróð­ ur sinn vegna þess að hann „hafði strítt mér, enn og aftur, eins og vana­ lega“. Reyndar hafði Brenda hugsað sér að fyrirkoma föður sínum einnig, en hann slapp fyrir horn því hann var farinn til vinnu þegar hún lét til skarar skríða. Brenda Wiley afplán­ ar dóm sinn í Edna Mahan­kvenna­ fangelsinu í New Jersey og getur næst sótt um reynslulausn árið 2022. n „Reyndar hafði Brenda hugsað sér að fyrirkoma föður sínum einnig, en hann slapp fyrir horn. Brenda Wiley Faðir hennar slapp, en móðir hennar og bróðir voru ekki jafn heppin. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is sunnudaginn 7. desember kl. 16 og mánudaginn 8. desember kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jón Engilberts Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Jólauppboð í Gallerí Fold Forsýning alla helgina í Gallerí Fold föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–15, mánudag kl. 10–17 (einungis þau verk sem boðin eru upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Handtóku níu ára barn Lögreglan í Indianapolis í Bandaríkjunum fór í held­ ur óvenjulegt útkall á dögun­ um. Þannig háttaði til að tvær systur, sex og níu ára, höfðu rifist heiftarlega á heimili sínu – eins og systkinum er tamt. Þegar sú eldri kýldi þá yngri í höfuðið sá móðirin þann kost vænstan að kalla til lögreglu. Lögreglan mætti á staðinn, handtók stúlkuna og kærði, eft­ ir að hafa horft á myndbands­ upptöku sem móðirin náði af atvikinu. Fox 59 greinir frá þessu óvenjulega máli. Talsmaður barna í Indiana­ polis segir mikilvægt að koma í veg fyrir að börn lendi í klóm réttarkerfisins. „Við vitum að þau börn sem snemma komast í kast við lögin eru líklegri til að halda þeirri iðju áfram,“ er haft eftir Rick Whitten. Blekhylki.is Við seljum ódýra tónera og blekhylki Fjarðargötu 11 og Smáralind • S: 517-0150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.