Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 48
Helgarblað 5.–8. desember 201448 Fólk
James Woods
Greindarvísitala: 180 Háskóli: MIT Fæddur: 1947
Fæðingarstaður: Vernal, Utah, Bandaríkin
Atvinna: Sjónvarpsþáttaframleiðandi, kvikmyndaframleiðandi,
leikari, raddleikari Hæð: 177 sm
James Woods fór í MIT og lærði stjórnmálafræði, þó að upphaf-
lega hafi hann ætlað sér að verða augnskurðlæknir. Hann tók virk-
an þátt í leiklistarlífi skólans og hætti fyrir útskrift til að einbeita
sér að leiklistinni. Hann hefur þakkað Tim Affleck, pabba Bens
Affleck, fyrir að hjálpa sér að taka ákvörðun. Tim var leikhússtjóri
Theatre Company of Boston..
Fræga og gáfaða fólkið
n Skólaganga kom ekki í veg fyrir að fólk elti drauma sína
G
reindarvísitölupróf er eitt
af nokkrum prófum sem
hægt er að taka til að mæla
greind fólks. Prófið segir
þó ekki allt um gáfur fólks.
Þetta er ein leið til þess að áætla færni
þess til að leysa úr ákveðnum vanda-
málum. Prófin geta einblínt á raun-
greinar, rúmfræði, málfræði, lesskilning
og svo framvegis. En meðalgreindarvísi-
tala er 100, á meðan allt yfir 130 er talið veru-
lega gott. Fræga fólkið getur verið með háa
greindarvísitölu líkt og annað fólk, þó að
ímyndin segi oft annað. Jayne Mans-
field var til að mynda með nokkuð
háa greindarvísitölu og fannst mjög
leiðinlegt að hún var aldrei tek-
in alvarlega því það horfði enginn
framhjá útliti hennar. n
Helga Dís Björgúlfsdóttir
helgadis@dv.is
Masi Oka
Greindarvísitala: 189
Háskóli: Brown University
Fæddur: 1974
Fæðingarstaður: Shibuya,
Tókýó, Japan
Atvinna: Leikari, tölvutækni-
brellugerðarmaður
Aðalnámsgrein: Tölvunarfræði
og stærðfræði
Hæð: 165 sm
Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk
sitt sem Hiro í sjónvarpsþáttunum
Heroes. Hann lærði tölvunarfræði
og stærðfræði í Brown University.
Hann talar þrjú tungumál; ensku,
spænsku og japönsku.
Dexter
Holland
Greindarvísitala: 170
Háskóli: University of
Southern California
Fæddur: 1965
Fæðingarstaður:
Garden Grove,
Kalifornía, Bandaríkin
Atvinna: Ljóðskáld,
gítarleikari, lagahöfundur,
tónlistarmaður og söngvari
Aðalnámsgrein:
Sameindalíffræði
Dexter er söngvari hljóm-
sveitarinnar The Offspring
og er með mastersgráðu í
sameindalíffræði. Hann var
byrjaður á doktorsnámi sínu í
því fagi þegar hljómsveitin sló
í gegn og ákvað í kjölfarið að
hætta náminu og einbeita sér
að söngferlinum.
Jayne
Mansfield
Greindarvísitala: 163
Háskóli: UCLA, Southern Methodist
University, UT Austin
Fædd: 1933
Fæðingarstaður: Bryn Mawr,
Pennsylvania, Bandaríkin
Atvinna: Píanóleikari, leikkona,
söngkona, módel
Hæð: 165 sm
Leikkonan var þekktust fyrir sínar ávölu línur
og kynbombustimpil. Hún gekk í þrjá háskóla,
lærði leiklist í tveimur af þeim og talaði fimm
tungumál; frönsku, spænsku, þýsku, ítölsku
og ensku. Hún hafði orð á því að henni fyndist
leiðinlegt að enginn gæfi gáfum hennar
gaum. Hún dó í hræðilegu bílslysi árið 1967,
með börnin sín þrjú í aftursætinu.
Matt Damon
Greindarvísitala: 160
Háskóli: Harvard University Fæddur: 1970
Fæðingarstaður: Cambridge, Massachu-
setts, Bandaríkin
Atvinna: Talsmaður, sjónvarpsþáttafram-
leiðandi, kvikmyndaframleiðandi, handrits-
höfundur, leikari
Hæð: 177 sm
Matt stundaði nám í ensku í Harvard, en
hætti í skólanum þegar hann átti aðeins
12 einingar eftir til að leika í kvikmyndinni
Geronimo: An American Legend.
Dolph Lundgren
Greindarvísitala: 160
Háskóli: Washington State University, Clemson Uni-
versity, Royal Institute of Technology (í Stokkhólmi)
Fæddur: 1957
Fæðingarstaður: Spånga, Stokkhólmur, Svíþjóð
Atvinna: Kvikmyndaframleiðandi, handritshöfund-
ur, leikari, bardagalistamaður, leikstjóri
Aðalnámsgrein: Efnaverkfræði Hæð: 195 sm
Hasarleikarinn er með gráðu í verkfræði og masters-
gráðu í efnaverkfræði. Eins var hann tvö ár í sænska
hernum og er með 3. dan svarta beltið í karate.
Alicia
Keys
Greindarvísitala: 154
Háskóli: Columbia
University
Fædd: 1981
Fæðingarstaður:
Hell's Kitchen, New
York-borg, New York,
Bandaríkin
Atvinna: Plötufram-
leiðandi, píanóleikari,
tónlistarkona, söngkona,
lagahöfundur, leikkona
Hæð: 167 sm
Háskólaferill Aliciu var
ekki langur en hún fékk
plötusamning á sama
tíma og hún komst inn í
Columbia-háskóla. Hún
reyndi að sinna hvoru
tveggja á sama tíma en
það gekk illa og ákvað
hún að einbeita sér að
söngferlinum.
Asia Carrera
Greindarvísitala: 156
Háskóli: Rutgers University
Fædd: 1973
Fæðingarstaður: New York-borg,
New York, Bandaríkin
Atvinna: Klámmyndaleikkona, handrits-höf-
undur, leikkona, raddleikkona, leikstjóri
Hæð: 172 sm
Klámstjarnan fyrrverandi fékk skólastyrk til þess
að nema japönsku og viðskiptafræði, hún lauk ekki námi og fór að vinna
í klámmyndabransanum í staðinn. Hún er meðlimur í Mensa, samfélagi
sem aðeins er ætlað þeim sem eru með greindarvísitölu yfir 132.
Cindy Crawford
Greindarvísitala: 154
Háskóli: Northwestern University
Fædd: 1966
Fæðingarstaður: DeKalb, Illinois, Bandaríkin
Atvinna: Módel, tískumódel, ofurmódel, leikkona
Aðalnámsgrein: Efnaverkfræði Hæð: 175 sm
Cindy fékk skólastyrk til þess að læra efnaverkfræði
í Northwestern University en kláraði aðeins fjórðung
námsins því hún ákvað að elta módeldrauma sína. Eftir
að hún tók þátt í þættingum Who Do You Think You
Are? árið 2013 komst hún að því að hún væri af konung-
legum enskum ættum.
Meryl Streep
Greindarvísitala: 143
Háskóli: Vassar College, Dartmouth College, Yale
School of Drama Fædd: 1949
Fæðingarstaður: Summit, New Jersey, Bandaríkin
Atvinna: Talsmaður, leikkona, raddleikkona
Aðalnámsgrein: Leiklist Hæð: 167 sm
Meryl hefur verið tilnefnd átján sinnum til Ósk-
arsverðlauna, oftar en nokkur leikkona, og af þeim
átján tilnefningum vann hún þrisvar. Hún er með
mastersgráðu í leiklist frá Yale.