Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 9.–11. desember 2014 Lögreglan: „Þetta er harmleikur“ „Þetta er harmleikur,“ segir lög- reglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu í samtali við DV.is. Líkt og greint var frá á mánudag fannst kona látin á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Að sögn lögreglunn- ar var konan um fertugt og fannst hún látin í Elliðaárdalnum um klukkan hálftvö á laugardag. Dánarorsök er óþekkt og seg- ir lögregla að ekki sé hægt að fullyrða að ofkæling hafi verið orsökin. Málið er í rannsókn en andlátið er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti. Lög- reglan gat ekki tjáð sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Afvopnaði mann Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu afvopnaði einstakling í aust- urborginni á mánudagsmorgun með því að ræða við hann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Í tilkynningu kemur fram að viðkomandi hafi tekið upp egg- vopn gagnvart lögreglu en eftir fortölur hafi lögreglan náð að af- vopna manninn. Hann glími við andleg veikindi og lögreglan hafi fært hann á viðeigandi stofnun. Samkvæmt lögreglu hlaut enginn meiðsli og notaði lög- reglan engin valdbeitingartæki. Þá barst lögreglu tilkynn- ing um vinnuslys á hóteli í 101 Reykjavík seinnipartinn á sunnu- dag. Þar hafði karlmaður um tvítugt fallið um fjóra til fimm metra milli hæða þar sem hann var við vinnu í eldhúsi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til skoðunar en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. „Hann hefði líklega ekki þolað aðra nótt“ Hópur fólks leitaði að hundinum Gringó í Heiðmörk F uglahundurinn Gringó fannst eftir mikla leit í Heiðmörk, um klukkan hálf tvö, aðfaranótt mánudags. Hundurinn hafði hlaupið frá eiganda sínum þegar ver- ið var að setja á hann ól á laugardag. Cecilie Björg Hjelvik Björgvinsdóttir, eigandi hundsins, sendi út hjálpar- beiðni á Facebook og segir í samtali við Vísi að viðbrögðin hafi verið lygi- leg. „Heiðmörkin hreinlega iðaði af lífi bæði á laugardag og sunnudag, það voru svo margir að leita hans. Ótrúlegasta fólk sem við þekktum ekkert var að hringja og spyrja um hann. Maður er hreinlega hrærður yfir þessu,“ hefur Vísir eftir eigand- anum. Þar er greint frá því að Albert Steingrímsson hafi fundið hundinn illa á sig kominn. Vestið sem hann var í var frosið við hann og hann lá í fastri stöðu, að sögn Alberts. „Hann hefði líklega ekki þolað aðra nótt.“ Hundurinn gat varla geng- ið þegar Albert, sem fann slóð hans fyrir rælni, kom að honum. Farsíma- samband var slitrótt á svæðinu og gat hann því ekki hringt eftir að- stoð. Hann brá þá á það ráð að bera hundinn um þriggja kílómetra leið. Gringó er á batavegi. n baldur@dv.is Heiðmörk Mjög kalt var um helgina. Mynd dV „Hann bara vældi og lagðist í gólfið“ n Flúði inn í Leifasjoppu eftir hópslagsmál í Breiðholti n Einn á sjúkrahúsi H ann flúði inn í sjoppu, hálf- skríðandi og bara vælandi náttúrlega,“ segir Þorleif- ur Eggertsson, eigandi Leifasjoppu, í samtali við DV en hann var á vakt þegar hópslags- mál brutust út á bílaplani fyrir utan sjoppuna um hálf ellefu leytið síð- astliðinn laugardag. Þrír voru flutt- ir á slysadeild eftir átökin og liggur einn piltanna enn á sjúkrahúsi. Einn þeirra fjögurra sem slógust leitaði skjóls inni í sjoppunni en Þorleifur segir piltinn hafa verið mjög illa far- inn í andliti og í annarlegu ástandi. „Hann var stórslasaður í framan. Vel kýldur öðrum megin, var helblár og blóðugur í framan. Hann var í ein- hverju ruglástandi og gat ekkert tjáð sig. Hann bara vældi og lagðist í gólf- ið í sjoppunni,“ segir hann. Líðan eftir atvikum RÚV greindi frá því á sunnudag að þrír hefðu verið fluttir á slysadeild eftir að hafa slasast í slagsmálum í Breiðholti á laugardag. Þrír hafi ver- ið handteknir en einn væri enn á sjúkrahúsi. Talið er að piltarnir hafi beitt eggvopnum í átökunum. Sam- kvæmt heimildum DV mun piltur- inn, sem enn liggur á sjúkrahúsi, hafa verið stunginn nokkrum sinn- um með hníf. Áverkar hans eru þó taldir minniháttar og er líðan hans eftir atvikum að sögn vakthaf- andi læknis. Sá sem var stunginn er ekki sá sami og leitaði skjóls í Leifasjoppu. Piltarnir fjórir eru á aldrinum fimmtán til átján ára og að sögn lögreglu eru þeir allir íslenskir. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hófust slagsmálin í kyrrstæðum bíl sem var lagt uppi við Leifasjoppu í Breiðholti. Þau hafi síðan færst út á bílastæðið við Iðufell en að sögn Þorleifs sá nágranni til piltanna og hringdi í lögreglu. Sami nágranni að- stoðaði síðan einn piltinn við að leita sér skjóls í sjoppunni. Fundu hníf, hnúajárn og piparúða „Ég leit út um dyrnar rétt áður, var að gá til veðurs, en þá sá ég þessa tvo stráka fyrir hornið á sjoppunni,“ segir Þorleifur. „Þeir voru þarna mjög púkalegir, skyrpandi vinstri hægri, og voru að bíða eftir ein- hverju. Annar var með sólgleraugu og ég sagði lögreglunni frá því. Það passaði en þeir fundu meðal annars sólgleraugu á vettvangi.“ Þorleifur segist hafa talað við lögregluna eft- ir atvikið sem hafi meðal annars fundið hníf, hnúajárn og piparúða í snjónum eftir átökin. Þorleifur seg- ist ekki þekkja til piltanna fjögurra. „Þetta eru ekki strákar úr hverfinu. Ég náttúrlega þekki mitt fólk og þetta voru einhverjir aðkomustrák- ar,“ segir Þorleifur. Líkt og áður segir voru þrír hand- teknir vegna málsins en þeim hefur verið sleppt úr haldi. Málið er enn í rannsókn. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir/ Atli Þór Fanndal aslaug@dv.is / atli@thorfanndal.com „Hann var stórslasaður í framan Flúði inn í Leifasjoppu Einn piltanna flúði blóð- ugur inn í Leifasjoppu í Breiðholti. Annar liggur enn á sjúkahúsi eftir átökin. Þrír handteknir Samkvæmt lögreglu er málið enn í rannsókn. 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.