Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 9.–11. desember 201410 Fréttir
Þ
jálfurum og leikmönnum
íþróttafélaga stendur oft
ekki annað til boða en að
vera verktakar, þegar þeir
ættu samkvæmt ríkisskatt-
stjóra að vera launþegar. Þeir njóta
þannig ekki sömu réttinda og al-
mennt gengur og gerist á vinnu-
markaði hér á landi, til dæmis er
varðar tryggingar og uppsagnar-
frest. Íþróttafélög fengu á síðasta ári
tilmæli frá ríkisskattstjóra þar sem
fram kemur að verktaka á þessum
vettvangi eigi að heyra til undan-
tekninga.
Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir mál-
ið á gráu svæði. DV sendi tíu stór-
um íþróttafélögum fyrirspurn um
starfssamninga leikmanna og þjálf-
ara. Svör fengust frá þremur félög-
um.
Áralöng barátta
„Þetta virðist vera í misgóðu lagi og
það er búið að vera áralöng barátta
að fá íþróttafélög til að vera réttum
megin við strikið,“ segir Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri í samtali
við DV. Hann segir baráttuna í upp-
hafi hafa snúist um að koma í veg
fyrir að íþróttafélög borgi þjálfurum
og leikmönnum svart kaup en fyrir
um tuttugu árum hafi ríkisskatt-
stjóri farið af stað í mikla herferð í
samstarfi við Íþrótta- og Ólympíu-
samband Íslands um hvernig megi
koma þessum málum í betra horf. Í
kjölfarið hafi orðið mikil framför. En
skattayfirvöld hafa í gegnum tíðina
sífellt þurft að minna íþróttafélög á
skyldur sínar. Ríkisskattstjóri fór aft-
ur af stað með fræðslufundaherferð
fyrir um tíu árum og aftur fyrir
tæpum tveimur árum. „Þá spurð-
um við nokkur íþróttafélög hvern-
ig mál stæðu og báðum þau um að
senda upplýsingar. Þannig það er
alltaf reglulega verið að fylgjast með
þessu,“ segir Skúli Eggert.
Sögðu félagsgjöld hækka
Í apríl á síðasta ári fékk Íþrótta- og
Ólympíusamband Íslands bréf frá
RSK sem var áframsent á öll íþrótta-
félög í landinu og þeim gefinn smá
frestur til að taka til í sínum ranni.
DV hefur umrætt bréf undir hönd-
um en þar kemur fram að sam-
kvæmt fyrirliggjandi upplýsingum
hjá ríkisskattstjóra virðist það vera
algengt að íþróttamenn og þjálf-
arar fái greiðslur sem verktakar. Þá
segir að íþróttamenn og þjálfar-
ar sem þiggja greiðslur fyrir störf
sín hjá íþróttafélagi séu launþegar
í skilningi skattalaga og að verktaka
á þessum vettvangi eigi að heyra til
undantekninga. „Þetta bréf vakti
athygli,“ viðurkennir Skúli Eggert.
„Einhverjir brugðust við með þeim
hætti að þeir sögðust telja að þetta
myndi leiða til þess að félagsgjöld
myndu hækka. Það var auðvitað
bara vísbending um að þetta væri
ekki í lagi. Grundvöllurinn í þessu
öllu saman er bara að þessir aðil-
ar, sem eru á samkeppnismarkaði í
reynd, þurfi auðvitað að hafa þetta í
lagi eins og aðrir.“
Leiðbeiningar varðandi skatt-
skyldu íþróttafélaga voru að auki
endurskoðaðar á síðasta ári. Þar
segir meðal annars að mat á eðli
starfssambands, það er hvort það
sé verktaka eða launþegasamband,
sé í höndum skattyfirvalda en ekki
íþróttafélaga. Innihald samningsins
sé það sem skipti máli, ekki afstaða
þeirra sem undirrita samninginn.
Meðal atriða sem þurfi að skoða í
þessu samhengi eru til dæmis hvor
aðili leggi til aðstöðu, tæki og bún-
að, að hvaða marki starfsmaður
ræður því hvernig, hvar og hvenær
vinnan er innt af hendi og hvort
starfsmaðurinn sé skuldbundinn til
að inna vinnuna sjálfur af hendi eða
hvort hann geti falið hana öðrum.
Ljóst er að sjálfstæði íþrótta-
manna er mjög lítið þegar litið er
til framangreindra atriða. Því verði
almennt að ganga út frá því að
íþróttamenn sem þiggja einhverjar
greiðslur frá íþróttafélagi, eða fyrir
milligöngu þess, teljist launþegar í
skilningi skattalaga. „Sömu sjónar-
mið koma til skoðunar við mat á því
hvort þjálfarar sem þiggja greiðslur
frá íþróttafélögum teljist vera verk-
takar eða launþegar. Af þeim sök-
um verður vart, nema í algerum
undantekningartilvikum, hægt að
líta á þá sem verktaka,“ segir orðrétt
í leiðbeiningum ríkisskattstjóra um
skattskyldu íþróttafélaga.
Leikmenn almennt verktakar
DV sendi fyrirspurn á tíu stór
íþróttafélög, valin af handahófi, og
spurði þau út í launagreiðslur þjálf-
ara og leikmanna hjá félaginu. Fé-
lögin sem um ræðir eru Stjarnan,
Breiðablik, KR, FH, Valur, ÍA, Þór,
Keflavík, Fram og Afturelding. Spurt
var hversu margir þjálfarar hjá fé-
laginu væru verktakar og hversu
margir væru launþegar. Þá var spurt
hversu margir leikmenn væru verk-
takar og hversu margir væru laun-
þegar. Að lokum var spurt út í það
hvernig félagið semdi við erlenda
leikmenn, það er hvort þeir væru
jafnan verktakar eða launþegar.
Þrjú félög svöruðu fyrirspurn DV
efnislega; Breiðablik, Stjarnan og
Keflavík.
Langflestir starfsmenn Breiða-
bliks eru verktakar en alls voru send-
ir 273 verktakamiðar frá félaginu til
ríkisskattstjóra vegna ársins 2013
samanborið við 42 launamiða. Þess
ber að geta að inni í þessari tölu eru
ekki aðeins leikmenn og þjálfarar,
heldur einnig dómarar og iðnaðar-
menn. Þá fengust þau svör að er-
lendir leikmenn og þjálfarar sem
koma til starfa hjá Breiðabliki séu
launþegar.
Flestir þjálfarar og leikmenn
Stjörnunnar þiggja greiðslur sem
verktakar, enda ekki um fullt starf að
ræða nema í undantekningartilfell-
um. „Við höfum haft þá meginreglu
að leiðarljósi að þeir sem eru í fullu
starfi hjá félaginu eru launþegar. Þá
eru erlendir leikmenn og þjálfarar
hjá félaginu launþegar,“ segir í svari
Stjörnunnar. Hjá félaginu störfuðu
samtals 218 þjálfarar á árinu 2013, af
þeim voru 196 verktakar og 22 laun-
þegar. Leikmenn sem þáðu greiðsl-
ur voru 85 talsins, 78 verktakar og
sjö launþegar.
n „Þjálfarar og leikmenn séu almennt verktakar“ n Á að heyra til undantekninga n Á gráu svæði segir framkvæmdastjóri ÍSÍ
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
Erfitt að fá íþróttafélög til að
vera réttum megin við strikið
„Þeir eru þá
í rauninni
á eigin ábyrgð
KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR
FYRIR HANN OG HANA