Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 9.–11. desember 201428 Lífsstíll Matur sem róar magann M agakrampi, vindgangur, útblásinn kviður. Hvort sem það er ákveðinn matur sem fer illa í mag- ann eða þú borðaðir of mikið, kvíði er að hafa áhrif eða jafn- vel magakveisa – stundum líður þér bara illa í maganum. Þegar það ger- ist þarftu að finna eitthvað til þess að laga það. Stundum er það þó ákveðin matartegund, eins og mjólkurvörur eða glútenríkur matur, sem fer illa í þig. Þannig að ef þér er oft illt í mag- anum, er ráð að byrja á því að taka út þennan mat til að sjá hvort þér líði betur. 1 Mynta Myntute getur losað um vindverki og minnkað krampa. Mynta hins vegar dregur líka úr þrýstingi á svæðinu á milli vélindans og magans, sem gæti valdið brjóstsviða hjá sumum. Ef þú ert gjarn á að fá brjóstsviða getur þú prófað að drekka baldurs- brárte (chamomile te) eða annað róandi jurtate. Ekki fá þér sykur- laust myntutyggjó því gervisykur- inn getur valdið vindgangi, útþembu og ropa. 2 Hrein jógúrt Ef þú hefur fengið niðurgang af sýklalyfj- um, er gott að borða smá hreina jógúrt. Í jógúrtinni er gott jafnvægi milli próteins, kolvetnis og fitu og gæti hún bætt góðri bakteríu við flóruna í meltingarveginum sem getur þar af leiðandi minnkað sársauka og látið þér líða betur. 3 Eplaedik Flestir þekkja edik, en það þekkja kannski ekki allir eplaedik en það er gerjaður eplasafi. Óþægindi í maga eru stundum talin stafa af skorti á sýru í maganum. Þegar magann vantar sýru getur gert gagn að bæta aðeins við hana. Eplaedik inniheldur C- og B-vítamín en edikið sjálft getur verið nokkuð sterkt á bragðið og er því gott að setja eina matskeið eða tvær í heitt vatn og smávegis af hunangi. 4 Hrísgrjón Líkaminn á auðvelt með að melta hrísgrjón og þau auka vökvainntöku líkamans. Ef þú hefur verið með niðurgang er gott að borða venjuleg hrísgrjón til þess að stuðla að heilbrigðum hægðum. Sterkjan í grjónunum þekur einnig magann að innan og þér mun líða betur. 5 Engifer Ef þér er flökurt eða ert með ælupest er gott að fá sér smá engifer. Þú getur annað- hvort hellt heitu vatni yfir sneiðar af engifer og látið liggja í nokkrar mínútur eða þú getur keypt engiferte úti í búð. 6 Aloe Vera-safi Safinn sem fenginn er úr plöntunni sjálfri er oft notaður á brunasár. En safinn hefur þá eiginleika að geta húðað magann og komið í veg fyrir brjóstsviða og magakrampa. Hægt er að finna safann í flestum heilsuvöru- verslunum en varast þú að drekka of mikið af honum því hann getur einnig virkað hægðalosandi. 7 Bananar Gott er að fá sér banana þegar manni líður illa í maganum því líkaminn á auðvelt með að melta hann. Bananar geta líka stuðlað að heilbrigðum hægðum. Þeir innihalda kalín (e. potassium) sem er gott fyrir þig og sérstaklega þá sem hafa átt erfitt með að borða vegna veikinda. 8 Ristað brauð Það er gott að fá sér ristað brauð þegar maður er svangur eftir magaóróleika. Settu smá sultu á brauðsneiðina og þá er komin auðmeltanleg máltíð. Eins hefur því verið haldið fram að brennt ristað brauð rói magann aðeins, því gæti verið gott að rista það aðeins meira en ella. 9 Fennika Þetta grænmeti er ríkt af andoxunar- efnum og er þekkt fyrir að koma í veg fyrir vindverki. Prófaðu að borða hálfa teskeið af fennikufræjum eða brytjaðu niður smávegis af ferskri fenniku. n Ráð við magakrampa og vindgangi n Óþarfi að rjúka út í lyfjabúð Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Lærðu að þekkja raunverulega svengd Mikilvægt að halda heilbrigðu sambandi við mat S amband fólks við mat get- ur verið misgott, allt frá því að vera mjög óheilbrigt að því að vera mjög heilbrigt. Ein besta leiðin til að eiga í heilbrigðu sam- bandi við mat er að þekkja hvenær maður er í rauninni svangur og hvenær ekki. Líkamlegt hungur er þegar þú ert virkilega svangur. Þér líður eins og maginn sé farinn að melta sjálfan sig bara til þess að fá einhverja næringu. Þú finnur fyrir líkamlegum áhrifum frá þessu hungri. Garnagaul, haus- verkur og svimi geta allt verið af- leiðingar þess að vera of svangur. Huglegt hungur er þegar þú tengir saman tilfinningar og mat. Til dæm- is ef þú ert gjarn á að borða þegar þú ert stressaður þá er líklegt að þú finn- ir fyrir hungurtilfinningu ef yfirmað- ur þinn öskrar á þig. Þetta er líkam- legt svar við tilfinningu. Vanabundið hungur er hungur sem tengist umhverfi eða aðstæð- um. Kannski færðu þér að borða því það er tími til kominn þegar þú kem- ur heim úr vinnunni, þú ert á stað þar sem þú yfirleitt borðar eða ert að gera eitthvað sem þú tengir við mat. Áður en þú borðar er mikilvægt að finna út hvort þú sért í rauninni svangur eða hvort þú sért bara að bregðast við einhverju sem þú telur vera hungur. Að þekkja muninn á þessum þremur tegundum hungurs getur gert gæfumuninn í sambandi fólks við mat. n helgadis@dv.is Matur Mikilvægt er að þekkja það hvenær maður er svangur og hvenær ekki. Þú velur náttúrulega Án Parabena og SLS Partíið er búið 24 vísbendingar um að þú sért búin að fá nóg af djamminu n Þú vilt frekar liggja í sófanum en að dansa á honum. n Þú tímir ekki að kaupa þér enn einn símann. n Þú varst að kaupa þér nýja glansandi skó og vilt helst halda þeim þannig. n Þegar þú veifar höndunum út í loftið er það áður en þú lætur þig detta í rúmið eftir langan dag. n Ef þú heyrir enn einu sinni í Pitbull er hætta á að þú stingir einhver með hæl- num þínum. Þú notar minna af glimmeri og kýst frekar náttúrulegt útlit. n Þú ræðir meira um ISIS en eftirpartí. n Það pirrar þig ekkert að vita ekki hvaða staðir eru þeir „heitustu“ í dag. n Í huga þínum einkennist djammið af löngum röðum, röð til að komast inn, röð til að komast á klósettið, röð á barinn, röð eftir leigubíl heim. n Þú sendir bólfélaganum sms fyrir klukkan 11 til að athuga hvort hann sé til í að koma með þér heim. n Þú ert búin að fá nóg af Rihönnu, En- rique og Swedish House Mafia eða hvað það nú er sem er spilað á klúbbunum í dag. n Allan tímann sem þú ert inni á skemmtistað hugsar þú um það sem þig langar að horfa á á Netflix. n Þér finnst þetta ekki timbur- mannanna virði. n Maginn á þér þekkir orðið mun á landa og góðu víni. n Þú veist að þú munt ekki finna þér maka á dansgólfinu. n Þú skilur ekki af hverju tónlistin þarf að vera svona hátt stillt. n Þú getur ekki haldið þér vakandi nógu lengi til að fá þér eitthvað sveitt að borða eftir djammið. n Þú kýst að geta farið á kósettið án þess að bíða í hálftíma. n Þú gengur í nærfötum núna. n Þú ert búin að fá nóg af því að púsla lífi þínu saman aftur hvern einasta sunnudag. n Tilhugsunin um að dansa við ókunnugan æsir þig ekki lengur … heldur hræðir þig. n Þú lítur ekki lengur á hopp á dansgólf- inu sem líkamsrækt. n Koddinn þinn lyktar ekki lengur eins og öskubakki. n Þú velur diskókeilu fram yfir diskótek. n Þér finnst einfaldlegra skemmtilegra að sofa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.